Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Iðnaðarráðherra vill að þingið samþykki sem fyrst frumvarp um lagningu raflína að Bakka - stjórnarandstaðan krefst vandlegrar yfirferðar. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Í kvöldfréttum verður einnig fjallað hrottalegt líkamsárásarmál í Vestmannaeyjum en meintur gerandi var í dag dæmdur í gæsluvarðhald til laugardags.

Fjallað verður um mál fjögurra manna fjölskyldu sem kom hingað til lands fyrir um ári síðan og þá sem hælisleitendur. Þau hafa komið sér fyrir á Íslandi en verður nú vísað úr landi. Þau óttast að lenda á götunni í Makedóníu.

Ítarlega verður fjallað um erfiða stöðu á frístundaheimilum borgarinnar en frístundaþjónusta hefur verið skert um 50% í Reykjavík vegna manneklu. Þá förum við ítarlega yfir nýjustu vendingar í skilnaði aldarinnar, en um fátt annað hefur verið talað, skrifað og tístað síðasta sólarhring en sambandsslit Brad Pitt og Angelinu Jolie.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×