Innlent

Fimmtán ára ökumaður ók ítrekað móti rauðu ljósi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Var hann grunaður um ölvun við akstur en reyndist undir refsimörkum
Var hann grunaður um ölvun við akstur en reyndist undir refsimörkum Vísir/Hari
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt afskipti af ökumanni sem sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu við Miklubraut.

Hóf lögregla eftirför og var bifreiðinni ítrekað ekið á móti rauðu ljósi en stöðvaði loks á Langholtsvegi. Kom þá í ljós að ökumaður bifreiðarinnar var aðeins fimmtán ára gamall og hefur því aldrei öðlast ökuréttindi fyrir bifreið.

Var hann grunaður um ölvun við akstur en reyndist undir refsimörkum. Þá var farþegi í bílnum einnig undir lögaldri en málið var afgreitt með aðkomu forráðamanna og tilkynningu til Barnaverndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×