Innlent

Íslendingur hrapaði til bana í fjallgöngu í Noregi

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Eg­ill Kristjáns­son var prófessor í veðurfræði við Óslóarháskóla.
Jón Eg­ill Kristjáns­son var prófessor í veðurfræði við Óslóarháskóla. Mynd/Wikiwand
55 ára Íslendingur hrapaði til bana í fjallgöngu í Jötunheimum í Noregi síðastliðinn sunnudag.

Mbl greinir frá málinu. Maðurinn hét Jón Eg­ill Kristjáns­son og hafði búið í Noregi um árabil. Hann starfaði sem pró­fess­or í veðurfræði við Há­skól­ann í Ósló og læt­ur eft­ir sig eig­in­konu og son.

Í frétt NRK um slysið segir að lögreglu í Årdal hafi borist tilkynning klukkan 17:49 að staðartíma um mann sem hafði hrapað á leið niður af Fálkatindi.

Mbl segir frá því að Jón Egill hafi verið á göngu með félaga sínum þegar slysið varð. Hafi þeir þurft að tryggja sig í línu og fest hana í fest­ingu sem skrúfuð er í bjargið. Festingin hafi hins vegar gefið sig og féll Jón Eg­ill um fjörutíu metra.

Óhappið á að hafa átt sér stað í 1.700 til 1.800 metra hæð. Gerðar voru endurlífgunartilraunir á staðnum, en var Jón Egill úrskurðaður látinn á staðnum.

Fálkatindur er í Jötunheimum og er 2.067 metra hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×