Ofrukkaðir eldri borgarar vilja endurgreiðslu vegna tannlækninga hið snarasta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2016 10:25 Haukur Ingibergsson, formaður Landsambands eldri borgara. Vísir/ERnir Stjórn Landsambands eldri borgara skorar á Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra að gangast þegar í stað fyrir úrbótum á stöðu eldri borgara sem greiða tugi prósenta meira í tannlæknakostnað en reglugerð kveður á um. Stjórnin fundaði í gær vegna þeirrar „óásættanlegu stöður sem uppi er“. Fjallað hefur verið um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 undanfarna daga þar sem fram hefur komið að rúmlega 23 þúsund aldraðir og öryrkjar hafi í fyrra greitt rúmlega tvöfalt meira í tannlæknakostnað en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður á um. Sjúkratryggingar segja að 800 milljónir króna á ári vanti til að leiðrétta þennan mun. Í lögum um sjúkratryggingar kemur fram að sjúkratryggingar taki til nauðsynlegra tannlækninga aldraðra, öryrkja og barna yngri en 18 ára. Það kemur þó ekkert fram í lögunum hve stóran hluta af kostnaði við tannlækningar þessara hópa sjúkratryggingum er skylt að greiða en það kemur fram í reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti árið 2013. Það hlutfall eiga sjúkratryggingar að greiða samkvæmt samningum milli Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna. Slíkir samningar hafa ekki verið í gildi frá árinu 2004 og því fá sjúkratryggðir greitt samkvæmt gjaldskrá sem Sjúkratryggingar hafa sett.Rætt var við Reyni Jónsson, tryggingayfirtannlækni hjá Sjúkratryggingum Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Hann segist skynja óánægju hjá skjólstæðingum Sjúkratrygginga.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri mjög óheppilegt að fólkinu sé veittur réttur í reglugerð en ekki fylgi fjármagn. Vinna hafi staðið yfir í ráðuneytinu undanfarna mánuði í þeirri von að geta endurgreitt fólkinu. „Það er núna verið að reikna út þennan lið og raunar fleiri aðra sem við gerum ráð fyrir að geta kynnt á næstunni, hvernig verði gripið inn í þetta,“ segir Kristján Þór og segist vona að geta uppfyllt reglugerðina á næsta ári.Rætt var við Kristján Þór Júlíusson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Tengdar fréttir 23 þúsund greiddu of mikið í tannlæknakostnað Rúmlega 23 þúsund aldraðir og öryrkjar greiddu rúmlega tvöfalt meira í tannlæknakostnað í fyrra en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður á um. 21. ágúst 2016 18:45 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira
Stjórn Landsambands eldri borgara skorar á Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra að gangast þegar í stað fyrir úrbótum á stöðu eldri borgara sem greiða tugi prósenta meira í tannlæknakostnað en reglugerð kveður á um. Stjórnin fundaði í gær vegna þeirrar „óásættanlegu stöður sem uppi er“. Fjallað hefur verið um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 undanfarna daga þar sem fram hefur komið að rúmlega 23 þúsund aldraðir og öryrkjar hafi í fyrra greitt rúmlega tvöfalt meira í tannlæknakostnað en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður á um. Sjúkratryggingar segja að 800 milljónir króna á ári vanti til að leiðrétta þennan mun. Í lögum um sjúkratryggingar kemur fram að sjúkratryggingar taki til nauðsynlegra tannlækninga aldraðra, öryrkja og barna yngri en 18 ára. Það kemur þó ekkert fram í lögunum hve stóran hluta af kostnaði við tannlækningar þessara hópa sjúkratryggingum er skylt að greiða en það kemur fram í reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti árið 2013. Það hlutfall eiga sjúkratryggingar að greiða samkvæmt samningum milli Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna. Slíkir samningar hafa ekki verið í gildi frá árinu 2004 og því fá sjúkratryggðir greitt samkvæmt gjaldskrá sem Sjúkratryggingar hafa sett.Rætt var við Reyni Jónsson, tryggingayfirtannlækni hjá Sjúkratryggingum Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Hann segist skynja óánægju hjá skjólstæðingum Sjúkratrygginga.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri mjög óheppilegt að fólkinu sé veittur réttur í reglugerð en ekki fylgi fjármagn. Vinna hafi staðið yfir í ráðuneytinu undanfarna mánuði í þeirri von að geta endurgreitt fólkinu. „Það er núna verið að reikna út þennan lið og raunar fleiri aðra sem við gerum ráð fyrir að geta kynnt á næstunni, hvernig verði gripið inn í þetta,“ segir Kristján Þór og segist vona að geta uppfyllt reglugerðina á næsta ári.Rætt var við Kristján Þór Júlíusson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Tengdar fréttir 23 þúsund greiddu of mikið í tannlæknakostnað Rúmlega 23 þúsund aldraðir og öryrkjar greiddu rúmlega tvöfalt meira í tannlæknakostnað í fyrra en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður á um. 21. ágúst 2016 18:45 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira
23 þúsund greiddu of mikið í tannlæknakostnað Rúmlega 23 þúsund aldraðir og öryrkjar greiddu rúmlega tvöfalt meira í tannlæknakostnað í fyrra en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður á um. 21. ágúst 2016 18:45