Innlent

Ekki viðbót í loðnu

Svavar Hávarðsson skrifar
Hver 100.000 tonn af loðnu eru metin á 12 milljarða.
Hver 100.000 tonn af loðnu eru metin á 12 milljarða. vísir/óskar
Fyrri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um útgefinn loðnukvóta stendur. Útgefinn kvóti verður því 177 þúsund tonn þar sem 100 þúsund tonn koma í hlut íslenskra skipa.

Þetta lá fyrir í gær eftir að Hafrannsóknastofnun hafði gert viðbótarmælingar á loðnustofninum.

Vetrarmæling á loðnustofninum fór fram á rannsóknaskipunum Bjarna Sæmundssyni og Árna Friðrikssyni dagana 1.-17. febrúar með það að markmiði að endurmeta stærð veiðistofns loðnu.

Áður hafði verið farið á Árna Friðrikssyni til vetrarmælingar dagana 3.-21. janúar. Haldið var aftur til mælinganna með aðkomu hagsmunaaðila sem þátt tóku í fjármögnun leiðangursins.

Um 500 þúsund tonn af kynþroska loðnu mældust, sem er nokkru minna en mældist í janúar þegar um 675 þúsund tonn mældust, jafnvel þó tekið sé tillit til veiða og afráns. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×