Hrafnhildur og Bryndís báðar í undanúrslit | Svona gekk þetta fyrir sig á HM í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2016 13:24 Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir. Vísir/Anton/Ernir Ísland á tvær sundkonur í úrslitahluta dagsins á HM í sundi í Windsor í Kanada en þriðji dagur mótsins er í dag. Úrslitahlutinn fer fram í nótt að íslenskum tíma. Bæði Bryndís Rún Hansen og Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggðu sér sæti í undanúrslitunum í undanrásunum í dag. Þetta verður annað undanúrslitasund Hrafnhildar á mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir náði tólfta besta tímanum í 100 metra fjórsundi þegar hún synti á 1:00,79 sekúndum og var nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í greininni. Hrafnhildur var 10/100 frá Íslandsmetinu sínu. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir varð í 27. sæti í sama sundi. Bryndís Rún Hansen synti 50 metra flugsund á 26,22 sekúndum og bætti þar með Íslandsmet sitt í greininni sem var 26,70 sekúndur.Hún hafnaði í fimmtánda sæti en alls komust sextán keppendur áfram í undanúrslitin. Keppni í undanúrslitum hjá Bryndísi hefst klukkan 00.15 í nótt en þar komast átta bestu keppendurnir áfram í úrslitin. Keppni í undanúrslitum hjá Hrafnhildi fer fram klukkan 00.36 í nótt og þar er líka barist um átta sæti. Viktor Máni Vilbergsson varð í 32. sæti af 63 sundmönnum í 200 metra bringusundi. Hann synti á 2:14,52 mínútum. Aron Örn Stefánsson varð í 55. sæti í 50 m skriðsundi þegar hann synti á 22,87 sekúndum sem er bæting á hans besta tíma. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson synti 50 metra baksund á 25,24 sekúndum og endaði í 40. sæti. Kristinn Þórarinsson synti sömu grein á 25,27 sekúndum og endaði 41. sæti í greininni en 86 sundmenn reyndu með sér í 50 metra baksundinu. Kristinn Þórarinsson synti einnig 100 metra fjórsund og kom í mark á 55,12 sekúndum sem skilaði honum 33. sætinu af 87 keppendum. Viktor Máni Vilbergsson synti 100 metra fjórsund á 56,79 sekúndum sem er bæting á hans besta tíma og skilaði honum 44. sætinu. Loks syndi blandaða sveitin 4x50 metra fjórsund og endaði þar í 16. sæti. Sveitina skipuðu þau Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Bryndís Rún Hansen og Aron Örn Stefánsson. Íslenska sveitin setti nýtt landsmet með því að klára á 1:43,84 mínútum. Fyrra landsmetið í greininni var sett á HM í Doha árið 2014. Það var 1:46,56 mín. og í sveitinni þá voru þau Eygló Ósk, Hrafnhildur, Daníel Hannes Pálsson og Davíð Hildiberg.Hér fyrir neðan má sjá hvernig dagurinn gekk fyrir sig. Sund Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira
Ísland á tvær sundkonur í úrslitahluta dagsins á HM í sundi í Windsor í Kanada en þriðji dagur mótsins er í dag. Úrslitahlutinn fer fram í nótt að íslenskum tíma. Bæði Bryndís Rún Hansen og Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggðu sér sæti í undanúrslitunum í undanrásunum í dag. Þetta verður annað undanúrslitasund Hrafnhildar á mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir náði tólfta besta tímanum í 100 metra fjórsundi þegar hún synti á 1:00,79 sekúndum og var nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í greininni. Hrafnhildur var 10/100 frá Íslandsmetinu sínu. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir varð í 27. sæti í sama sundi. Bryndís Rún Hansen synti 50 metra flugsund á 26,22 sekúndum og bætti þar með Íslandsmet sitt í greininni sem var 26,70 sekúndur.Hún hafnaði í fimmtánda sæti en alls komust sextán keppendur áfram í undanúrslitin. Keppni í undanúrslitum hjá Bryndísi hefst klukkan 00.15 í nótt en þar komast átta bestu keppendurnir áfram í úrslitin. Keppni í undanúrslitum hjá Hrafnhildi fer fram klukkan 00.36 í nótt og þar er líka barist um átta sæti. Viktor Máni Vilbergsson varð í 32. sæti af 63 sundmönnum í 200 metra bringusundi. Hann synti á 2:14,52 mínútum. Aron Örn Stefánsson varð í 55. sæti í 50 m skriðsundi þegar hann synti á 22,87 sekúndum sem er bæting á hans besta tíma. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson synti 50 metra baksund á 25,24 sekúndum og endaði í 40. sæti. Kristinn Þórarinsson synti sömu grein á 25,27 sekúndum og endaði 41. sæti í greininni en 86 sundmenn reyndu með sér í 50 metra baksundinu. Kristinn Þórarinsson synti einnig 100 metra fjórsund og kom í mark á 55,12 sekúndum sem skilaði honum 33. sætinu af 87 keppendum. Viktor Máni Vilbergsson synti 100 metra fjórsund á 56,79 sekúndum sem er bæting á hans besta tíma og skilaði honum 44. sætinu. Loks syndi blandaða sveitin 4x50 metra fjórsund og endaði þar í 16. sæti. Sveitina skipuðu þau Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Bryndís Rún Hansen og Aron Örn Stefánsson. Íslenska sveitin setti nýtt landsmet með því að klára á 1:43,84 mínútum. Fyrra landsmetið í greininni var sett á HM í Doha árið 2014. Það var 1:46,56 mín. og í sveitinni þá voru þau Eygló Ósk, Hrafnhildur, Daníel Hannes Pálsson og Davíð Hildiberg.Hér fyrir neðan má sjá hvernig dagurinn gekk fyrir sig.
Sund Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira