Tískan við þingsetningu Guðný Hrönn skrifar 8. desember 2016 17:00 Björt Ólafsdóttir og Óttarr Proppé. Vísir/Vilhelm Það voru allir í sínu fínasta pússi við þingsetningu á þriðjudaginn. Ljósmyndarar Fréttablaðsins fylgdust með og tóku myndir af þingmönnunum nýkjörnu. Við rennum hér yfir nokkra sem vöktu athygli. Fyrsta ber að nefna Björt Ólafsdóttur sem vann tískusigur. Hún klæddist glæsilegri „vintage“ dragt. Dragtin kemur frá Carolina Herrera og var keypt á eBay. Óttarr Proppé hélt sig svo við sína klassísku litapallettu og var eins og hann á að sér að vera.Katrín Jakobsdóttir og Jóna Sólveig Elínardóttir.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir klæddist bróderuðum kjól frá dönskum hönnuði sem sérhæfir sig í umhverfisvænum fatnaði. Kjóllinn er úr lífrænt ræktuðum efnum. Jóna Sólveig Elínardóttir klæddist ljósum kjól frá Day Birger et Mikkelsen og skóm frá Billi Bi.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.Vísir/VilhelmÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir nýtti það sem hún átti til í fataskápnum og útkoman var flott. Hún segist hafa lagt áherslu á þægindi þegar hún setti dressið saman.Ólöf Nordal.Vísir/VilhelmÓlöf Nordal klæddist kjól eftir Steinunni og japanskri kápu.Ari Trausti Guðmundsson.Vísir/ErnirAri Trausti Guðmundsson var flottur á því í gráum jakkafötum frá Corneliani, í skyrtu frá Bugati og með bindi frá Calvi.Eliza Reid forsetafrú og Þórunn Egilsdóttir.Vísir/VilhelmForsetafrúin Eliza Reid var flott í kápu frá kanadíska hönnuðinum Marie Saint Pierre. Þórunn Egilsdóttir var svo ansi þjóðleg en upphluturinn var saumaður á hana fyrir rúmum þrjátíu árum og skotthúfan kemur frá langömmu hennar, sömuleiðis hluti af silfrinu.Guðni Th. Jóhannesson forseti.Vísir/VilhelmForsetinn sjálfur, Guðni Th. Jóhannesson, var flottur í jakkafötum sem hann fékk í gjöf frá vinum. Skyrtan og skórnir koma úr Herragarðinum.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.Vísir/ErnirÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir klæddist dragt út línunni EDDA X MOSS og blússu og skóm frá Zöru. Svo var hún með hálsmen frá Aurum.Vilhjálmur Bjarnason.Vísir/ErnirVilhjálmur Bjarnason keypti öll sín föt hér og þar í Kringlunni fyrir utan bindið, það keypti hann erlendis. Þá var hann með ermahnappa sem eru erfðagripir. Tíska og hönnun Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Það voru allir í sínu fínasta pússi við þingsetningu á þriðjudaginn. Ljósmyndarar Fréttablaðsins fylgdust með og tóku myndir af þingmönnunum nýkjörnu. Við rennum hér yfir nokkra sem vöktu athygli. Fyrsta ber að nefna Björt Ólafsdóttur sem vann tískusigur. Hún klæddist glæsilegri „vintage“ dragt. Dragtin kemur frá Carolina Herrera og var keypt á eBay. Óttarr Proppé hélt sig svo við sína klassísku litapallettu og var eins og hann á að sér að vera.Katrín Jakobsdóttir og Jóna Sólveig Elínardóttir.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir klæddist bróderuðum kjól frá dönskum hönnuði sem sérhæfir sig í umhverfisvænum fatnaði. Kjóllinn er úr lífrænt ræktuðum efnum. Jóna Sólveig Elínardóttir klæddist ljósum kjól frá Day Birger et Mikkelsen og skóm frá Billi Bi.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.Vísir/VilhelmÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir nýtti það sem hún átti til í fataskápnum og útkoman var flott. Hún segist hafa lagt áherslu á þægindi þegar hún setti dressið saman.Ólöf Nordal.Vísir/VilhelmÓlöf Nordal klæddist kjól eftir Steinunni og japanskri kápu.Ari Trausti Guðmundsson.Vísir/ErnirAri Trausti Guðmundsson var flottur á því í gráum jakkafötum frá Corneliani, í skyrtu frá Bugati og með bindi frá Calvi.Eliza Reid forsetafrú og Þórunn Egilsdóttir.Vísir/VilhelmForsetafrúin Eliza Reid var flott í kápu frá kanadíska hönnuðinum Marie Saint Pierre. Þórunn Egilsdóttir var svo ansi þjóðleg en upphluturinn var saumaður á hana fyrir rúmum þrjátíu árum og skotthúfan kemur frá langömmu hennar, sömuleiðis hluti af silfrinu.Guðni Th. Jóhannesson forseti.Vísir/VilhelmForsetinn sjálfur, Guðni Th. Jóhannesson, var flottur í jakkafötum sem hann fékk í gjöf frá vinum. Skyrtan og skórnir koma úr Herragarðinum.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.Vísir/ErnirÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir klæddist dragt út línunni EDDA X MOSS og blússu og skóm frá Zöru. Svo var hún með hálsmen frá Aurum.Vilhjálmur Bjarnason.Vísir/ErnirVilhjálmur Bjarnason keypti öll sín föt hér og þar í Kringlunni fyrir utan bindið, það keypti hann erlendis. Þá var hann með ermahnappa sem eru erfðagripir.
Tíska og hönnun Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira