Innlent

Slökkviliðið þegar dælt uppúr fjórum kjöllurum

Jakob Bjarnar skrifar
Vatnselgur er nú á götum og hefur slökkviliðið nú þegar verið kallað út til að dæla uppúr fjórum kjöllurum.
Vatnselgur er nú á götum og hefur slökkviliðið nú þegar verið kallað út til að dæla uppúr fjórum kjöllurum. visir/eyþór
Slökkviliðið hefur verið kallað út fjórum sinnum í kvöld vegna leka í kjallara. Það er í viðbragðsstöðu því gert er ráð fyrir áframhaldandi rigningu.

Óttar Karlsson er innivarðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og hann segir að útköll hafi byrjað uppúr klukkan sjö í kvöld. Þá hafi slökkviliðið verið kallað út vegna vatnsleka í kjöllurum. Hann segir að það hafi verið meira en það er þá yfirleitt vegna asahláku og stíflaðra niðurfalla. Þetta sé með því meira þegar frá eru taldar slíkar aðstæður.

Slökkviliðið hefur verið kallað út í Hafnarfjörðinn og svo í Reykjavík. „Við erum ekki með það á hreinu hversu mikið tjón er þessu samfara. En, þetta eru oft gömul hús þar sem kjallarar eru slappir. Ekki nógu gott dren í kringum húsin,“ segir Óttar.

Slökkviliðið er í viðbragðsstöðu en þeir hafa yfir að ráða dælum og svo eru þeir með öflugar vatnssugur. „Við erum við öllu búnir og í viðbragðsstöðu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×