Innlent

Blóðbankinn safnar blóði á Vestfjörðum í fyrsta sinn í áratugi

Atli Ísleifsson skrifar
Það er mikilvægt að Blóðbankinn eigi nóg af blóði á lager.
Það er mikilvægt að Blóðbankinn eigi nóg af blóði á lager. Vísir/Hari
Blóðbankinn verður með blóðsöfnun á Ísafirði í dag og á morgun en Blóðbankinn hefur ekki safnað blóði þar um áratugaskeið.

Í tilkynningu frá Blóðbankanum segir að fjölmargir Vestfirðingar hafi óskað eftir því að þeir gætu gefið blóð í heimabyggð.

Blóðsöfnunin fer fram á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Ísafirði, á annarri hæð, en opið verður í dag, 17. ágúst, frá 12 til 18 og aftur á morgun, 18. ágúst, frá 8:30 til 16:30.

„Blóðbankinn hvetur Vestfirðinga til að bregðast vel við svo hægt verði að halda áfram að fara reglulega með blóðsöfnun á Vestfirði,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×