„Drullað“ yfir Baltasar á nýársballi fyrir að vera feministi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. janúar 2016 10:30 "Maður þarf alltaf að vera að skoða sjálfan sig: Er einhver feðraveldis risaeðla sem býr djúpt í mínum iðrum?“ segir Baltasar. vísir/valli Baltasar Kormákur leikstjóri segist hafa orðið fyrir gagnrýni frá öðrum karlmönnum fyrir að vera femínisti. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum að setja ætti kynjakvóta á úthlutanir úr kvikmyndasjóði og vill að ríkið taki föstum höndum að auka hlut kvenna í kvikmyndagerð. „Ég var á nýársballi um daginn og þá var einhver að drulla yfir mig fyrir þetta. Þá voru einhverjir karlar að ásaka mig um að hafa svikið lit,“ segir Baltasar í samtali við blaðið SKE.Nýkominn úr skápnum Hann segist nýlega hafa komið út úr skápnum sem femínisti og kveðst afar stoltur af því. Hann hafi farið úr því að vera hálfgerð karlremba yfir í femínista – og hvetur alla til að fylgja hans fordæmi. „Að breyta um skoðun er ekkert svo hættulegt. En það eru margir karlmenn sem skipta ekki um skoðun eftir þrítugt. Þetta er ástæðan fyrir því að karlmenn fara ekki í endurmenntun í háskólanum – aðeins konur. Það er öllum hollt að endurmeta eigin gildi og hugsa hlutina upp á nýtt.“Sjá einnig: Balti vill kynjakvóta Baltasar segist þó aldrei hafa verið gegn kvenfrelsi, en hafi ekki verið tilbúinn til þess að stíga fram fyrr en nú. „Ég á tvær dætur, eina sem er 19 ára og hin er 22 ára. Ég get ekki séð það í hjartanu að þær eigi að sitja við lægri skör en drengirnir mínir. Þetta eru mannréttindi. Ég ætla ekki að vera eins og þeir sem voru mótfallnir kosningarrétti kvenna á sínum tíma.“Bjánalegt að vera með bera kvenmenn uppi á vegg Hann segir föðurhlutverkið hafa breytt viðhorfi sínu að nokkru leyti. Bjánalegt sé að finnast að stúlkurnar eigi minna skilið en drengirnir. „Það er bjánalegt að vera með bert kvenfólk uppi á vegg þegar þú átt dætur á sama aldri. Það eru ákveðnir hlutir sem ganga ekki upp í því umhverfi og þú lærir og þroskast og breytist.“ Þá segist Baltasar koma frá mjög sérstöku heimili. Faðir hans sé spænskur og úr mjög karlmannlegu, eða „macho“ umhverfi – samt sem áður hafi móðir hans ráðið öllu. „Ég sinnti heimilisverkum frá unga aldri, en pabbi gerði það ekki. Þetta er ekkert langsótt fyrir mér, endilega. Samt liggur þetta karlrembuviðhorf svo víða grafið í manni. Maður þarf alltaf að vera að skoða sjálfan sig: Er einhver feðraveldis risaeðla sem býr djúpt í mínum iðrum?“ segir Baltasar. Baltasar hefur ákveðnar hugmyndir um hvernig auka skuli hlut kvenna í kvikmyndagerð á fimm árum. Framlög til kvikmyndasjóðs verði aukin, potturinn stækkaður og allt umfram það sem þegar er fari til kvenna í kvikmyndagerð.Viðtal SKE við Baltasar má lesa í heild hér. Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Balti vill kynjakvóta Baltasar Kormákur var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 24. júlí 2015 07:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Baltasar Kormákur leikstjóri segist hafa orðið fyrir gagnrýni frá öðrum karlmönnum fyrir að vera femínisti. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum að setja ætti kynjakvóta á úthlutanir úr kvikmyndasjóði og vill að ríkið taki föstum höndum að auka hlut kvenna í kvikmyndagerð. „Ég var á nýársballi um daginn og þá var einhver að drulla yfir mig fyrir þetta. Þá voru einhverjir karlar að ásaka mig um að hafa svikið lit,“ segir Baltasar í samtali við blaðið SKE.Nýkominn úr skápnum Hann segist nýlega hafa komið út úr skápnum sem femínisti og kveðst afar stoltur af því. Hann hafi farið úr því að vera hálfgerð karlremba yfir í femínista – og hvetur alla til að fylgja hans fordæmi. „Að breyta um skoðun er ekkert svo hættulegt. En það eru margir karlmenn sem skipta ekki um skoðun eftir þrítugt. Þetta er ástæðan fyrir því að karlmenn fara ekki í endurmenntun í háskólanum – aðeins konur. Það er öllum hollt að endurmeta eigin gildi og hugsa hlutina upp á nýtt.“Sjá einnig: Balti vill kynjakvóta Baltasar segist þó aldrei hafa verið gegn kvenfrelsi, en hafi ekki verið tilbúinn til þess að stíga fram fyrr en nú. „Ég á tvær dætur, eina sem er 19 ára og hin er 22 ára. Ég get ekki séð það í hjartanu að þær eigi að sitja við lægri skör en drengirnir mínir. Þetta eru mannréttindi. Ég ætla ekki að vera eins og þeir sem voru mótfallnir kosningarrétti kvenna á sínum tíma.“Bjánalegt að vera með bera kvenmenn uppi á vegg Hann segir föðurhlutverkið hafa breytt viðhorfi sínu að nokkru leyti. Bjánalegt sé að finnast að stúlkurnar eigi minna skilið en drengirnir. „Það er bjánalegt að vera með bert kvenfólk uppi á vegg þegar þú átt dætur á sama aldri. Það eru ákveðnir hlutir sem ganga ekki upp í því umhverfi og þú lærir og þroskast og breytist.“ Þá segist Baltasar koma frá mjög sérstöku heimili. Faðir hans sé spænskur og úr mjög karlmannlegu, eða „macho“ umhverfi – samt sem áður hafi móðir hans ráðið öllu. „Ég sinnti heimilisverkum frá unga aldri, en pabbi gerði það ekki. Þetta er ekkert langsótt fyrir mér, endilega. Samt liggur þetta karlrembuviðhorf svo víða grafið í manni. Maður þarf alltaf að vera að skoða sjálfan sig: Er einhver feðraveldis risaeðla sem býr djúpt í mínum iðrum?“ segir Baltasar. Baltasar hefur ákveðnar hugmyndir um hvernig auka skuli hlut kvenna í kvikmyndagerð á fimm árum. Framlög til kvikmyndasjóðs verði aukin, potturinn stækkaður og allt umfram það sem þegar er fari til kvenna í kvikmyndagerð.Viðtal SKE við Baltasar má lesa í heild hér.
Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Balti vill kynjakvóta Baltasar Kormákur var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 24. júlí 2015 07:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Föstudagsviðtalið: Balti vill kynjakvóta Baltasar Kormákur var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 24. júlí 2015 07:00