„Drullað“ yfir Baltasar á nýársballi fyrir að vera feministi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. janúar 2016 10:30 "Maður þarf alltaf að vera að skoða sjálfan sig: Er einhver feðraveldis risaeðla sem býr djúpt í mínum iðrum?“ segir Baltasar. vísir/valli Baltasar Kormákur leikstjóri segist hafa orðið fyrir gagnrýni frá öðrum karlmönnum fyrir að vera femínisti. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum að setja ætti kynjakvóta á úthlutanir úr kvikmyndasjóði og vill að ríkið taki föstum höndum að auka hlut kvenna í kvikmyndagerð. „Ég var á nýársballi um daginn og þá var einhver að drulla yfir mig fyrir þetta. Þá voru einhverjir karlar að ásaka mig um að hafa svikið lit,“ segir Baltasar í samtali við blaðið SKE.Nýkominn úr skápnum Hann segist nýlega hafa komið út úr skápnum sem femínisti og kveðst afar stoltur af því. Hann hafi farið úr því að vera hálfgerð karlremba yfir í femínista – og hvetur alla til að fylgja hans fordæmi. „Að breyta um skoðun er ekkert svo hættulegt. En það eru margir karlmenn sem skipta ekki um skoðun eftir þrítugt. Þetta er ástæðan fyrir því að karlmenn fara ekki í endurmenntun í háskólanum – aðeins konur. Það er öllum hollt að endurmeta eigin gildi og hugsa hlutina upp á nýtt.“Sjá einnig: Balti vill kynjakvóta Baltasar segist þó aldrei hafa verið gegn kvenfrelsi, en hafi ekki verið tilbúinn til þess að stíga fram fyrr en nú. „Ég á tvær dætur, eina sem er 19 ára og hin er 22 ára. Ég get ekki séð það í hjartanu að þær eigi að sitja við lægri skör en drengirnir mínir. Þetta eru mannréttindi. Ég ætla ekki að vera eins og þeir sem voru mótfallnir kosningarrétti kvenna á sínum tíma.“Bjánalegt að vera með bera kvenmenn uppi á vegg Hann segir föðurhlutverkið hafa breytt viðhorfi sínu að nokkru leyti. Bjánalegt sé að finnast að stúlkurnar eigi minna skilið en drengirnir. „Það er bjánalegt að vera með bert kvenfólk uppi á vegg þegar þú átt dætur á sama aldri. Það eru ákveðnir hlutir sem ganga ekki upp í því umhverfi og þú lærir og þroskast og breytist.“ Þá segist Baltasar koma frá mjög sérstöku heimili. Faðir hans sé spænskur og úr mjög karlmannlegu, eða „macho“ umhverfi – samt sem áður hafi móðir hans ráðið öllu. „Ég sinnti heimilisverkum frá unga aldri, en pabbi gerði það ekki. Þetta er ekkert langsótt fyrir mér, endilega. Samt liggur þetta karlrembuviðhorf svo víða grafið í manni. Maður þarf alltaf að vera að skoða sjálfan sig: Er einhver feðraveldis risaeðla sem býr djúpt í mínum iðrum?“ segir Baltasar. Baltasar hefur ákveðnar hugmyndir um hvernig auka skuli hlut kvenna í kvikmyndagerð á fimm árum. Framlög til kvikmyndasjóðs verði aukin, potturinn stækkaður og allt umfram það sem þegar er fari til kvenna í kvikmyndagerð.Viðtal SKE við Baltasar má lesa í heild hér. Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Balti vill kynjakvóta Baltasar Kormákur var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 24. júlí 2015 07:00 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Baltasar Kormákur leikstjóri segist hafa orðið fyrir gagnrýni frá öðrum karlmönnum fyrir að vera femínisti. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum að setja ætti kynjakvóta á úthlutanir úr kvikmyndasjóði og vill að ríkið taki föstum höndum að auka hlut kvenna í kvikmyndagerð. „Ég var á nýársballi um daginn og þá var einhver að drulla yfir mig fyrir þetta. Þá voru einhverjir karlar að ásaka mig um að hafa svikið lit,“ segir Baltasar í samtali við blaðið SKE.Nýkominn úr skápnum Hann segist nýlega hafa komið út úr skápnum sem femínisti og kveðst afar stoltur af því. Hann hafi farið úr því að vera hálfgerð karlremba yfir í femínista – og hvetur alla til að fylgja hans fordæmi. „Að breyta um skoðun er ekkert svo hættulegt. En það eru margir karlmenn sem skipta ekki um skoðun eftir þrítugt. Þetta er ástæðan fyrir því að karlmenn fara ekki í endurmenntun í háskólanum – aðeins konur. Það er öllum hollt að endurmeta eigin gildi og hugsa hlutina upp á nýtt.“Sjá einnig: Balti vill kynjakvóta Baltasar segist þó aldrei hafa verið gegn kvenfrelsi, en hafi ekki verið tilbúinn til þess að stíga fram fyrr en nú. „Ég á tvær dætur, eina sem er 19 ára og hin er 22 ára. Ég get ekki séð það í hjartanu að þær eigi að sitja við lægri skör en drengirnir mínir. Þetta eru mannréttindi. Ég ætla ekki að vera eins og þeir sem voru mótfallnir kosningarrétti kvenna á sínum tíma.“Bjánalegt að vera með bera kvenmenn uppi á vegg Hann segir föðurhlutverkið hafa breytt viðhorfi sínu að nokkru leyti. Bjánalegt sé að finnast að stúlkurnar eigi minna skilið en drengirnir. „Það er bjánalegt að vera með bert kvenfólk uppi á vegg þegar þú átt dætur á sama aldri. Það eru ákveðnir hlutir sem ganga ekki upp í því umhverfi og þú lærir og þroskast og breytist.“ Þá segist Baltasar koma frá mjög sérstöku heimili. Faðir hans sé spænskur og úr mjög karlmannlegu, eða „macho“ umhverfi – samt sem áður hafi móðir hans ráðið öllu. „Ég sinnti heimilisverkum frá unga aldri, en pabbi gerði það ekki. Þetta er ekkert langsótt fyrir mér, endilega. Samt liggur þetta karlrembuviðhorf svo víða grafið í manni. Maður þarf alltaf að vera að skoða sjálfan sig: Er einhver feðraveldis risaeðla sem býr djúpt í mínum iðrum?“ segir Baltasar. Baltasar hefur ákveðnar hugmyndir um hvernig auka skuli hlut kvenna í kvikmyndagerð á fimm árum. Framlög til kvikmyndasjóðs verði aukin, potturinn stækkaður og allt umfram það sem þegar er fari til kvenna í kvikmyndagerð.Viðtal SKE við Baltasar má lesa í heild hér.
Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Balti vill kynjakvóta Baltasar Kormákur var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 24. júlí 2015 07:00 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Föstudagsviðtalið: Balti vill kynjakvóta Baltasar Kormákur var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 24. júlí 2015 07:00