Rannsaka mansal af krafti Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Lögreglan á Suðurlandi nýtir allan kraft sinn í rannsókn á mansali á Vík. Mynd/Stöð 2 „Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. Eigandi Vonta International, sem var undirverktaki Icewear, situr nú í gæsluvarðhaldi og tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals eru í öruggu skjóli. Þær fá aðstoð og vernd í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali. Þorgrímur Óli segir ekkert nýtt hafa komið fram en lögreglunni hafi þó borist ábending sem tengist mansali. „Við höfum ekki haft tök á að skoða hana enn.“ Lögreglan á Suðurlandi hefur eitt annað mansalsmál til rannsóknar sem tengist gistiheimili á Selfossi. Upphaf málsins má rekja til ársins 2014, tvær pólskar konur höfðu stöðu þolenda mansals og eru komnar úr landi. Þær nutu meðal annars aðstoðar Bárunnar stéttarfélags. Enn hefur meintur gerandi málsins ekki verið tekinn til skýrslutöku vegna anna lögreglunnar í umdæminu en það stendur til bóta að sögn Þorgríms Óla. Hann vill engar upplýsingar gefa um málið. „Við höfum lært mikið af þessu máli í Vík. Þar fengum við góða aðstoð. Við erum ekki feimin við að kalla okkur til aðstoðar sérfræðinga í þessum efnum. Þá eru verkalýðsfélögin að vinna í þessum málum og maður getur alveg búist við því að það geti eitthvað komið út úr því á næstunni.“ Mansal í Vík Tengdar fréttir Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46 Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Starfsfólk Vonta vissi af konunum Fyrrverandi starfsmaður í fyrirtæki manns sem grunaður er um vinnumansal í Vík segir starsfólk hans hafa vitað að tvær konur frá Sri Lanka störfuðu á heimili hans. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir nauðsynlegt að yfirvöld hér á landi marki skýra stefnu varðandi ábyrgð fyrirtækja þegar kemur að brotum undirverktaka. 20. febrúar 2016 19:15 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira
„Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. Eigandi Vonta International, sem var undirverktaki Icewear, situr nú í gæsluvarðhaldi og tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals eru í öruggu skjóli. Þær fá aðstoð og vernd í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali. Þorgrímur Óli segir ekkert nýtt hafa komið fram en lögreglunni hafi þó borist ábending sem tengist mansali. „Við höfum ekki haft tök á að skoða hana enn.“ Lögreglan á Suðurlandi hefur eitt annað mansalsmál til rannsóknar sem tengist gistiheimili á Selfossi. Upphaf málsins má rekja til ársins 2014, tvær pólskar konur höfðu stöðu þolenda mansals og eru komnar úr landi. Þær nutu meðal annars aðstoðar Bárunnar stéttarfélags. Enn hefur meintur gerandi málsins ekki verið tekinn til skýrslutöku vegna anna lögreglunnar í umdæminu en það stendur til bóta að sögn Þorgríms Óla. Hann vill engar upplýsingar gefa um málið. „Við höfum lært mikið af þessu máli í Vík. Þar fengum við góða aðstoð. Við erum ekki feimin við að kalla okkur til aðstoðar sérfræðinga í þessum efnum. Þá eru verkalýðsfélögin að vinna í þessum málum og maður getur alveg búist við því að það geti eitthvað komið út úr því á næstunni.“
Mansal í Vík Tengdar fréttir Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46 Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Starfsfólk Vonta vissi af konunum Fyrrverandi starfsmaður í fyrirtæki manns sem grunaður er um vinnumansal í Vík segir starsfólk hans hafa vitað að tvær konur frá Sri Lanka störfuðu á heimili hans. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir nauðsynlegt að yfirvöld hér á landi marki skýra stefnu varðandi ábyrgð fyrirtækja þegar kemur að brotum undirverktaka. 20. febrúar 2016 19:15 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira
Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46
Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00
Starfsfólk Vonta vissi af konunum Fyrrverandi starfsmaður í fyrirtæki manns sem grunaður er um vinnumansal í Vík segir starsfólk hans hafa vitað að tvær konur frá Sri Lanka störfuðu á heimili hans. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir nauðsynlegt að yfirvöld hér á landi marki skýra stefnu varðandi ábyrgð fyrirtækja þegar kemur að brotum undirverktaka. 20. febrúar 2016 19:15
Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15
Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50