Innlent

Fá ódýrara vatn fyrir sæeyrun

Garðar örn Úlfarsson skrifar
Sæbýli framleiðir meðal annars ígulker.
Sæbýli framleiðir meðal annars ígulker. Fréttablaðið/NordicPhotos
Fyrirtækið Sæbýli ehf. segist stefna að því að framleiða alls 140 tonn af verðmætum sæeyrum, sæbjúgum og ígulkerum í eldisstöð sinni á Eyrarbakka. Sæbýli vill að sveitarfélagið Árborg veiti afslátt á heitu vatni frá Selfossveitum. Bæjarráð samþykkti áframhaldandi afslátt vegna þróunarverkefnisins.

„Félagið seldi fyrstu framleiðslu sína á árinu 2015 og gerir ráð fyrir að selja nokkur hundruð kíló af ezo sæeyrum til Japans og Evrópu. Nú starfa fjórir starfsmenn hjá félaginu við umhirðu dýra og uppsetningu á eldiskerfi félagsins og markmiðið er að þeim muni fjölga á árinu til þes að setja meiri kraft í uppbyggingu eldiskerfisins,“ segir í styrkumsókn Sæbýlis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×