Innlent

Christy Turlington hljóp í Reykjavíkurmaraþoninu

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Christy Turlington var eiturhress í Reykjavíkurmaraþoninu í morgun.
Christy Turlington var eiturhress í Reykjavíkurmaraþoninu í morgun. Vísir/Hanna
Töluvert er um það að erlendir hlaupagarpar skrái sig í Reykjavíkurmaraþonið. Einn þeirra er bandaríska fyrirsætan Christy Turlington en ljósmyndari náði mynd af henni þegar hún lagði af stað í morgun.

Turlington er 47 ára gömul og hefur verið með þekktari fyrirsætum heims um árabil. Hún hleypur til þess að vekja athygli á samtökunum Every mother counts sem  berjast fyrir því að fækka dauðsföllum mæðra vegna fæðinga. Hún stofnaði samtökin eftir erfiðleika sem hún upplifði við fæðingu barns síns.

Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í gær en hana má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Meðganga er eins og maraþon

Christy Turlington Burns ætlar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn til styrktar Every Mother Counts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×