Innlent

Alvarlegur árekstur á Þingskálavegi

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Harður árekstur var á Þingskálavegi, skammt frá Hellu í dag.
Harður árekstur var á Þingskálavegi, skammt frá Hellu í dag. Vísir
Um klukkan hálf tvö í dag varð alvarlegur árekstur á Þingskálavegi rétt við Hellu. Fólksbíll og lítill sendibíll skullu harkalega saman og hefur lögregla á svæðinu og sjúkrabílar unnið á staðnum síðan. Lítið er vitað um meiðsl á fólki en lögregla segir málið alvarlegt. Vitað er að einn farþegi var fluttur með hraði á slysadeild.

Fleiri fréttir verða birtar um leið og þær berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×