Innlent

Há álagning á skiptibókum

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Síðustu daga hafa nemendur þrætt skiptibókamarkaði.
Síðustu daga hafa nemendur þrætt skiptibókamarkaði. Fréttablaðið/GVA
Allt að sextíu til sjötíu prósent verðmunur er á nýjum og notuðum bókum samkvæmt verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í þremur verslunum á höfuðborgarsvæðinu þann 16. ágúst síðastliðinn.

Álagning skiptibókamarkaðanna er um og yfir 50 prósent.  Minnsta álagningin er hjá Pennanum-Eymundsson, svo hjá Heimkaup.is en mesta álagningin er hjá A4 eða um 60-70 prósent. Útsöluverð notaðra bóka var oftast hæst hjá Heimkaup.is og oftast lægst hjá A4. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×