Bændur fá aðeins brotabrot af endursöluverði kindakjöts Snærós Sindradóttir skrifar 25. nóvember 2016 07:15 Afurðaverð til bænda var lækkað í haust. Sú lækkun hefur þó á engan hátt skilað sér til neytenda ef marka má tölur úr matvöruverslunum. Vísir/Stefán Soðið hefur upp úr hjá sauðfjárbændum vegna gríðarlegs mismunar sem er á milli afurðaverðs til bænda á ærkjöti og verðs á ýmsum kindaafurðum í verslunum. Dæmi er um að grafið kindafillet kosti 9.959 krónur kílóið í verslunum Fjarðarkaupa en bændur fá eftir sem áður í kringum 116 krónur fyrir kílóið, eða eitt prósent af söluverði afurðarinnar. Í hópi sauðfjárbænda á Facebook hafa skapast miklar umræður um málið. Tilkynnt var um lækkun á afurðaverði síðsumars fyrir dilka og fullorðið fé og vakti lækkunin hörð viðbrögð enda þvert á markmið nýsamþykkts búvörusamnings. Lækkunin var meðal annars rökstudd með því að illa hefði gengið að selja hliðarafurðir, svo sem gærur, á erlendum mörkuðum en sauðfjárbændur sendu í ágúst frá sér ályktun um að óboðlegt væri að velta uppsöfnuðum rekstrarvanda á sveitir landsins.Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. Fréttablaðið/GVASvavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir allan gang á því hve hátt hlutfall af söluverði afurðanna renni til bænda en dæmið sem hér er tekið að ofan sé eitt það ýktasta. „Við höfum reiknað út að í grófum dráttum fái bændur um það bil þriðjung af endanlegu útsöluverði í sinn vasa sem okkur finnst mjög lágt hlutfall. Í sumum tilfellum fá þeir meira en augljóslega, eins og þetta dæmi sannar, í sumum tilfellum miklu minna.“ Svavar segir að bændur í nágrannalöndum Íslands geri kröfu um að fá tvo þriðju hluta af útsöluverði í sinn vasa. „Við höfum ekki nákvæmar upplýsingar um hvernig verðið skiptist á milli sláturhúsa, kjötvinnsla og smásölu en við vitum hins vegar hvað bóndinn fær og hvert endanlegt útsöluverð er. Þetta sýnir að skiptingin er ekki sanngjörn eins og við höfum verið að halda fram.“ Svavar vill ekki draga ályktanir um í vasa hvers mismunurinn rennur að mestu en bendir þó á skýrslu Samkeppniseftirlitsins um dagvöruverslanir. Þar kemur fram að arðsemi matvöruverslana hér á landi sé meiri en gengur og gerist. Meðalarðsemi í Evrópu sé þrettán prósent og ellefu prósent í Bandaríkjunum. Á Íslandi sé arðsemi matvöruverslana aftur á móti 35 til 40 prósent. „Ef við tölum út frá staðreyndum þá hefur eftirlitið sagt að það sé fákeppni á dagvörumarkaði og fyrirtækin skila miklu meiri arðsemi en sambærileg fyrirtæki í öðrum vestrænum ríkjum.“ Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins kemur fram að framlegð verslananna af vörum sem framleiddar eru hér á landi sé nítján prósent.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Soðið hefur upp úr hjá sauðfjárbændum vegna gríðarlegs mismunar sem er á milli afurðaverðs til bænda á ærkjöti og verðs á ýmsum kindaafurðum í verslunum. Dæmi er um að grafið kindafillet kosti 9.959 krónur kílóið í verslunum Fjarðarkaupa en bændur fá eftir sem áður í kringum 116 krónur fyrir kílóið, eða eitt prósent af söluverði afurðarinnar. Í hópi sauðfjárbænda á Facebook hafa skapast miklar umræður um málið. Tilkynnt var um lækkun á afurðaverði síðsumars fyrir dilka og fullorðið fé og vakti lækkunin hörð viðbrögð enda þvert á markmið nýsamþykkts búvörusamnings. Lækkunin var meðal annars rökstudd með því að illa hefði gengið að selja hliðarafurðir, svo sem gærur, á erlendum mörkuðum en sauðfjárbændur sendu í ágúst frá sér ályktun um að óboðlegt væri að velta uppsöfnuðum rekstrarvanda á sveitir landsins.Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. Fréttablaðið/GVASvavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir allan gang á því hve hátt hlutfall af söluverði afurðanna renni til bænda en dæmið sem hér er tekið að ofan sé eitt það ýktasta. „Við höfum reiknað út að í grófum dráttum fái bændur um það bil þriðjung af endanlegu útsöluverði í sinn vasa sem okkur finnst mjög lágt hlutfall. Í sumum tilfellum fá þeir meira en augljóslega, eins og þetta dæmi sannar, í sumum tilfellum miklu minna.“ Svavar segir að bændur í nágrannalöndum Íslands geri kröfu um að fá tvo þriðju hluta af útsöluverði í sinn vasa. „Við höfum ekki nákvæmar upplýsingar um hvernig verðið skiptist á milli sláturhúsa, kjötvinnsla og smásölu en við vitum hins vegar hvað bóndinn fær og hvert endanlegt útsöluverð er. Þetta sýnir að skiptingin er ekki sanngjörn eins og við höfum verið að halda fram.“ Svavar vill ekki draga ályktanir um í vasa hvers mismunurinn rennur að mestu en bendir þó á skýrslu Samkeppniseftirlitsins um dagvöruverslanir. Þar kemur fram að arðsemi matvöruverslana hér á landi sé meiri en gengur og gerist. Meðalarðsemi í Evrópu sé þrettán prósent og ellefu prósent í Bandaríkjunum. Á Íslandi sé arðsemi matvöruverslana aftur á móti 35 til 40 prósent. „Ef við tölum út frá staðreyndum þá hefur eftirlitið sagt að það sé fákeppni á dagvörumarkaði og fyrirtækin skila miklu meiri arðsemi en sambærileg fyrirtæki í öðrum vestrænum ríkjum.“ Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins kemur fram að framlegð verslananna af vörum sem framleiddar eru hér á landi sé nítján prósent.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira