Kvörtunum erlendra neytenda fjölgar mikið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. ágúst 2016 08:00 Ófáir bílaleigubílar voru við Bláa lónið í gær. Flest deilumálin sem rata inn á borð ECC eru vegna erlendra ferðamanna sem lent hefur saman við bílaleigur eða flugfélög á Íslandi. vísir/hanna Gríðarleg fjölgun hefur orðið á málum sem berast Evrópsku neytendaaðstoðinni á Íslandi(ECC). Alls voru 175 erindi á árinu 2015 en það er 65 prósenta fjölgun frá fyrra ári og langt yfir meðaltali undanfarinna ára. ECC á Íslandi er hýst af Neytendasamtökunum en hlutverk þeirra er að aðstoða neytendur sem eiga í deilum við seljendur vöru eða þjónustu yfir landamæri innan EES-svæðisins. Langflest þeirra mála sem ECC fær til meðferðar varða ferðalög á Íslandi en samkvæmt upplýsingum frá samtökunum er málum enn að fjölga. Árið 2015 voru skráðar 58 fyrirspurnir, 54 einfaldar kvartanir en þá er kominn upp ágreiningur milli neytanda og seljanda og 63 kvörtunarmál en þá hefur starfsfólk ECC milligöngu um að leysa deiluna.Ívar Halldórsson„Það er ljóst að það hefur orðið mikil fjölgun, hvort sem það er vegna aukins ferðamannastraums til Íslands eða aukinnar þekkingar neytenda á ECC-netinu,“ segir Ívar Halldórsson, lögfræðingur hjá ECC, en hann segist ekki vita nákvæmlega hvað valdi fjölguninni. Hann útskýrir að flest deilumálin sem komi til meðferðar ECC séu vegna erlendra ferðamanna sem lent hafi í einhvers konar vandræðum gagnvart bílaleigum eða flugfélögum á Íslandi. Sem dæmi um kvörtunarmál sem barst ECC má nefna mál ferðamanns frá Tékklandi sem leigði bíl á Íslandi síðasta sumar. Steinn skaust úr jeppabifreið sem ók fyrir framan hann og fór í framrúðu bílaleigubílsins með þeim afleiðingum að sprunga kom í framrúðuna. Eigandi jeppabifreiðarinnar viðurkenndi sök sína og skrifuð var tjónaskýrsla. Þrátt fyrir það rukkaði bílaleigan ferðamanninn um 572 evrur vegna tjónsins. Ferðamaðurinn leitaði þá til ECC sem hafði samband við bílaleiguna. Málið endaði með því að bílaleigan endurgreiddi ferðamanninum alla þá upphæð sem innheimt hafði verið vegna tjónsins og baðst afsökunar á mistökum sínum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Gríðarleg fjölgun hefur orðið á málum sem berast Evrópsku neytendaaðstoðinni á Íslandi(ECC). Alls voru 175 erindi á árinu 2015 en það er 65 prósenta fjölgun frá fyrra ári og langt yfir meðaltali undanfarinna ára. ECC á Íslandi er hýst af Neytendasamtökunum en hlutverk þeirra er að aðstoða neytendur sem eiga í deilum við seljendur vöru eða þjónustu yfir landamæri innan EES-svæðisins. Langflest þeirra mála sem ECC fær til meðferðar varða ferðalög á Íslandi en samkvæmt upplýsingum frá samtökunum er málum enn að fjölga. Árið 2015 voru skráðar 58 fyrirspurnir, 54 einfaldar kvartanir en þá er kominn upp ágreiningur milli neytanda og seljanda og 63 kvörtunarmál en þá hefur starfsfólk ECC milligöngu um að leysa deiluna.Ívar Halldórsson„Það er ljóst að það hefur orðið mikil fjölgun, hvort sem það er vegna aukins ferðamannastraums til Íslands eða aukinnar þekkingar neytenda á ECC-netinu,“ segir Ívar Halldórsson, lögfræðingur hjá ECC, en hann segist ekki vita nákvæmlega hvað valdi fjölguninni. Hann útskýrir að flest deilumálin sem komi til meðferðar ECC séu vegna erlendra ferðamanna sem lent hafi í einhvers konar vandræðum gagnvart bílaleigum eða flugfélögum á Íslandi. Sem dæmi um kvörtunarmál sem barst ECC má nefna mál ferðamanns frá Tékklandi sem leigði bíl á Íslandi síðasta sumar. Steinn skaust úr jeppabifreið sem ók fyrir framan hann og fór í framrúðu bílaleigubílsins með þeim afleiðingum að sprunga kom í framrúðuna. Eigandi jeppabifreiðarinnar viðurkenndi sök sína og skrifuð var tjónaskýrsla. Þrátt fyrir það rukkaði bílaleigan ferðamanninn um 572 evrur vegna tjónsins. Ferðamaðurinn leitaði þá til ECC sem hafði samband við bílaleiguna. Málið endaði með því að bílaleigan endurgreiddi ferðamanninum alla þá upphæð sem innheimt hafði verið vegna tjónsins og baðst afsökunar á mistökum sínum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira