Kvörtunum erlendra neytenda fjölgar mikið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. ágúst 2016 08:00 Ófáir bílaleigubílar voru við Bláa lónið í gær. Flest deilumálin sem rata inn á borð ECC eru vegna erlendra ferðamanna sem lent hefur saman við bílaleigur eða flugfélög á Íslandi. vísir/hanna Gríðarleg fjölgun hefur orðið á málum sem berast Evrópsku neytendaaðstoðinni á Íslandi(ECC). Alls voru 175 erindi á árinu 2015 en það er 65 prósenta fjölgun frá fyrra ári og langt yfir meðaltali undanfarinna ára. ECC á Íslandi er hýst af Neytendasamtökunum en hlutverk þeirra er að aðstoða neytendur sem eiga í deilum við seljendur vöru eða þjónustu yfir landamæri innan EES-svæðisins. Langflest þeirra mála sem ECC fær til meðferðar varða ferðalög á Íslandi en samkvæmt upplýsingum frá samtökunum er málum enn að fjölga. Árið 2015 voru skráðar 58 fyrirspurnir, 54 einfaldar kvartanir en þá er kominn upp ágreiningur milli neytanda og seljanda og 63 kvörtunarmál en þá hefur starfsfólk ECC milligöngu um að leysa deiluna.Ívar Halldórsson„Það er ljóst að það hefur orðið mikil fjölgun, hvort sem það er vegna aukins ferðamannastraums til Íslands eða aukinnar þekkingar neytenda á ECC-netinu,“ segir Ívar Halldórsson, lögfræðingur hjá ECC, en hann segist ekki vita nákvæmlega hvað valdi fjölguninni. Hann útskýrir að flest deilumálin sem komi til meðferðar ECC séu vegna erlendra ferðamanna sem lent hafi í einhvers konar vandræðum gagnvart bílaleigum eða flugfélögum á Íslandi. Sem dæmi um kvörtunarmál sem barst ECC má nefna mál ferðamanns frá Tékklandi sem leigði bíl á Íslandi síðasta sumar. Steinn skaust úr jeppabifreið sem ók fyrir framan hann og fór í framrúðu bílaleigubílsins með þeim afleiðingum að sprunga kom í framrúðuna. Eigandi jeppabifreiðarinnar viðurkenndi sök sína og skrifuð var tjónaskýrsla. Þrátt fyrir það rukkaði bílaleigan ferðamanninn um 572 evrur vegna tjónsins. Ferðamaðurinn leitaði þá til ECC sem hafði samband við bílaleiguna. Málið endaði með því að bílaleigan endurgreiddi ferðamanninum alla þá upphæð sem innheimt hafði verið vegna tjónsins og baðst afsökunar á mistökum sínum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Gríðarleg fjölgun hefur orðið á málum sem berast Evrópsku neytendaaðstoðinni á Íslandi(ECC). Alls voru 175 erindi á árinu 2015 en það er 65 prósenta fjölgun frá fyrra ári og langt yfir meðaltali undanfarinna ára. ECC á Íslandi er hýst af Neytendasamtökunum en hlutverk þeirra er að aðstoða neytendur sem eiga í deilum við seljendur vöru eða þjónustu yfir landamæri innan EES-svæðisins. Langflest þeirra mála sem ECC fær til meðferðar varða ferðalög á Íslandi en samkvæmt upplýsingum frá samtökunum er málum enn að fjölga. Árið 2015 voru skráðar 58 fyrirspurnir, 54 einfaldar kvartanir en þá er kominn upp ágreiningur milli neytanda og seljanda og 63 kvörtunarmál en þá hefur starfsfólk ECC milligöngu um að leysa deiluna.Ívar Halldórsson„Það er ljóst að það hefur orðið mikil fjölgun, hvort sem það er vegna aukins ferðamannastraums til Íslands eða aukinnar þekkingar neytenda á ECC-netinu,“ segir Ívar Halldórsson, lögfræðingur hjá ECC, en hann segist ekki vita nákvæmlega hvað valdi fjölguninni. Hann útskýrir að flest deilumálin sem komi til meðferðar ECC séu vegna erlendra ferðamanna sem lent hafi í einhvers konar vandræðum gagnvart bílaleigum eða flugfélögum á Íslandi. Sem dæmi um kvörtunarmál sem barst ECC má nefna mál ferðamanns frá Tékklandi sem leigði bíl á Íslandi síðasta sumar. Steinn skaust úr jeppabifreið sem ók fyrir framan hann og fór í framrúðu bílaleigubílsins með þeim afleiðingum að sprunga kom í framrúðuna. Eigandi jeppabifreiðarinnar viðurkenndi sök sína og skrifuð var tjónaskýrsla. Þrátt fyrir það rukkaði bílaleigan ferðamanninn um 572 evrur vegna tjónsins. Ferðamaðurinn leitaði þá til ECC sem hafði samband við bílaleiguna. Málið endaði með því að bílaleigan endurgreiddi ferðamanninum alla þá upphæð sem innheimt hafði verið vegna tjónsins og baðst afsökunar á mistökum sínum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira