Innlent

Sendiherrar á Íslandi mættu í hádegisverð til Guðna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðni og Eliza ásamt erlendu sendiherrunum.
Guðni og Eliza ásamt erlendu sendiherrunum. Mynd af vefsíðu forseta Íslands
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, bauð erlendum sendiherrum sem búsettir eru á Íslandi til hádegisverðarfundar á Bessastöðum í gær.

Fjallað var um vaxandi þýðingu friðsamlegra alþjóðasamskipta, um samskipti Íslands við umheiminn og um gildi þess að erlend ríki eigi sína fulltrúa á Íslandi.

„Við ræddum m.a. um mikilvægi tungumálakunnáttu og um vaxandi þýðingu friðsamlegra alþjóðasamskipta. Þá var minnst á samskipti Íslands við umheiminn og gildi þess að erlend ríki eigi sína fulltrúa á Íslandi,“ segir Guðni á Facebook-síðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×