Innlent

Framkvæmdalok við Miklubraut frestast um sólarhring

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Takmarkanir á umferð um Miklubraut við gatnamótin við Kringlumýrarbraut munu standa til föstudagsmorguns.
Takmarkanir á umferð um Miklubraut við gatnamótin við Kringlumýrarbraut munu standa til föstudagsmorguns. Vísir
Framkvæmdir við lagningu stofnæðar vatnsveitu undir Miklubraut og frágangur eftir þær mun standa sólarhring lengur en fyrirséð var. Takmarkanir á umferð um Miklubraut við gatnamótin við Kringlumýrarbraut munu því standa til föstudagsmorgunsins 11. ágúst en ekki fyrramálsins eins og áður var tilkynnt.

Vinna hófst við að leggja nýja stofnæð vatnsveitu undir Miklubraut, rétt vestan Kringlumýrarbrautar, þann 6. ágúst síðastliðinn. Reiknað var með að verklok yrði á morgun.

Reiknað er með því að umferð gangi hægar um Miklubraut á meðan framkvæmdir standa yfir. Vegfarendum er bent á leiðir um Sæbraut eða Bústaðaveg, einkum á annatíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×