Enski boltinn

Lukaku tilbúinn að spila undir stjórn Mourinho á ný

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Lukaku fagnar hér marki gegn Chelsea á dögunum.
Lukaku fagnar hér marki gegn Chelsea á dögunum. Vísir/getty
Romelu Lukaku, framherji Everton, segist vera tilbúinn að leika aftur undir Jose Mourinho þrátt fyrir að portúgalski knattspyrnustjórinn hafi selt Lukaku frá Chelsea á sínum tíma.

Mourinho gagnrýndi æfingaraðferðir Lukaku stuttu eftir að félagsskipti Lukaku til Everton gengu í gegn fyrir 28 milljónir punda en hjá Everton hefur Lukaku slegið í gegn.

Hefur hann skorað alls 61 mark í 117 leikjum fyrir Everton og hefur hann verið orðaður við ýmis stórlið víðsvegar um Evrópu undanfarnar vikur.

Lukaku ýtti undir þær sögusagnir á dögunum þegar hann sagðist vilja leika með liði sem keppti í Meistaradeildinni á næsta tímabili og hann segist vera opinn fyrir því að vinna aftur með Mourinho.

„Auðvitað væri ég til í að vinna með honum aftur. Það er talað um að ég þyrfti að sanna mig fyrir honum en ég er ekki sammála því. Þegar hann seldi mig var ég of ungur til þess að geta haft áhrif hjá toppliði. Ég hef þroskast mikið hjá Everton og gæti yfirgefið félagið í sumar til þess að taka næsta skref,“ sagði Lukaku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×