Uppselt er á 47 sýningar af söngleiknum Mamma Mia! Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. febrúar 2016 08:00 Leikarahópurinn var léttur í lund í gær þegar ljósmyndari Fréttablaðsins leit inn á æfingu. vísir/Anton Brink Uppselt er á 47 sýningar á ABBA-söngleiknum heimsfræga Mamma Mia! sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu þann 11. mars. „Þetta er rosalegt, við höfum aldrei séð annað eins, þetta er algjörlega klikkað,“ segir Alexía Björg Jóhannesdóttir, kynningarfulltrúi Borgarleikhússins, alsæl með viðtökurnar. Þegar forsalan hófst þann 27. janúar var biðröð út á bílastæði og sló rafmagnið meira segja út í hverfinu. Þessa dagana er verið að hamast við að bæta aukasýningum við til að anna eftirspurninni. „Það er alveg greinilegt að Íslendingar eru mjög spenntir fyrir sólargleði- og glimmerbombu eins og Mamma Mia! er. Við höfum verið að bæta við aukasýningum og verðum með sýningar alla daga nema mánudaga, þetta er bara eins og West End í London. Fólk þarf að flýta sér ef það ætlar að tryggja sér miða,“ segir Alexía Björg létt í lund. Þó að mánuður sé í frumsýningu er eins og fyrr segir uppselt á 47 sýningar og enn verið að bæta við sýningum. „Til viðmiðunar, þegar Billy Elliot var frumsýndur þá var uppselt á 22 sýningar og hann endaði í 106 sýningum,“ bætir Alexía Björg við. Leikhúsið fer í sumarfrí um miðjan júní og hefjast sýningar aftur upp úr miðjum ágúst eftir frí. Sem stendur eru um 70 sýningar áætlaðar en þær gætu þó orðið fleiri. „Við munum sýna eins og lengi við getum.“ Alexía Björg segir að stemningin í leikhúsinu sé sérlega góð þessa dagana. „Það er frábær fílingur hjá okkur og nú er verið að æfa á fullu og undirbúa allt.“ Þá er búið að koma fyrir „spray tan“ klefa í leikhúsinu svo leikararnir nái sér í sólbrúnku fyrir frumsýningu. „Leikararnir eru byrjaðir að fara í „spray tan“, það er komin sumarstemning hérna,“ segir Alexía Björg og hlær. Menning Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira
Uppselt er á 47 sýningar á ABBA-söngleiknum heimsfræga Mamma Mia! sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu þann 11. mars. „Þetta er rosalegt, við höfum aldrei séð annað eins, þetta er algjörlega klikkað,“ segir Alexía Björg Jóhannesdóttir, kynningarfulltrúi Borgarleikhússins, alsæl með viðtökurnar. Þegar forsalan hófst þann 27. janúar var biðröð út á bílastæði og sló rafmagnið meira segja út í hverfinu. Þessa dagana er verið að hamast við að bæta aukasýningum við til að anna eftirspurninni. „Það er alveg greinilegt að Íslendingar eru mjög spenntir fyrir sólargleði- og glimmerbombu eins og Mamma Mia! er. Við höfum verið að bæta við aukasýningum og verðum með sýningar alla daga nema mánudaga, þetta er bara eins og West End í London. Fólk þarf að flýta sér ef það ætlar að tryggja sér miða,“ segir Alexía Björg létt í lund. Þó að mánuður sé í frumsýningu er eins og fyrr segir uppselt á 47 sýningar og enn verið að bæta við sýningum. „Til viðmiðunar, þegar Billy Elliot var frumsýndur þá var uppselt á 22 sýningar og hann endaði í 106 sýningum,“ bætir Alexía Björg við. Leikhúsið fer í sumarfrí um miðjan júní og hefjast sýningar aftur upp úr miðjum ágúst eftir frí. Sem stendur eru um 70 sýningar áætlaðar en þær gætu þó orðið fleiri. „Við munum sýna eins og lengi við getum.“ Alexía Björg segir að stemningin í leikhúsinu sé sérlega góð þessa dagana. „Það er frábær fílingur hjá okkur og nú er verið að æfa á fullu og undirbúa allt.“ Þá er búið að koma fyrir „spray tan“ klefa í leikhúsinu svo leikararnir nái sér í sólbrúnku fyrir frumsýningu. „Leikararnir eru byrjaðir að fara í „spray tan“, það er komin sumarstemning hérna,“ segir Alexía Björg og hlær.
Menning Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira