Innlent

Nítján ára nýstúdent vann milljónir með sínum fyrsta lottómiða

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Unga stúlkan var búin að ákveða að fara í frí frá skóla í eitt ár.
Unga stúlkan var búin að ákveða að fara í frí frá skóla í eitt ár. vísir/valli
Nýjasti milljónamæringur landsins vann 7.7 milljónir í lottóinu síðasta laugardag. Um nítján ára nýstúdent er að ræða sem gerði sér sérferð til þess að kaupa sinn fyrsta lottómiða vegna þess að hún fann á sér að hún myndi vinna.

Miðinn var tíu raða sjálfvalsmiði með Jóker og fylgdist hún spennt með útdrættinum á laugardagskvöldið og sá strax að lukkan var með henni. Þegar einungis ein tala var eftir sá hún að hún var komin með 4 réttar tölur og það vantaði bara töluna 16. Því urðu mikil fagnaðarlæti í stofunni heima hjá henni þegar að talan sextán kom upp sem síðasta tala kvöldsins.

Unga stúlkan var búin að ákveða að fara í frí frá skóla í eitt ár og fara í Evrópuferð. Ætlar hún sér að halda sig við þau plön og setja megnið af vinningsupphæðinni inn á bankareikning til að nota síðar, til dæmis sem útborgun upp í íbúð þegar sá tími kemur.

Vinningsupphæðinni á laugardaginn var skipt á milli tveggja lottómiða var hinn vinningshafinn voru hjón af Suðurlandi. Þau spila alltaf með í Lottó og kaupa alltaf margviknamiða með sömu tölunum. Þau voru á leið út úr bænum þegar konan mundi að hún ætti eftir að lotta svo það var stoppað við hjá Olís á Selfossi og réttu tölurnar valdar.

Að eigin sögn ætla þau nú ekkert að missa sig yfir þessu en þau eiga nokkur uppkomin börn sem fá að njóta vinningsins með þeim. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×