Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ísland og Noregur eru einu ríkin innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar sem styðjast við það fyrirkomulag að bjóða út tollkvóta fyrir innfluttar landbúnaðarvörur með sérstökum útboðum. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Í fréttatímanum verður líka fjallað um svefnvenjur íslenskra ungmenna en nemendur í tíunda bekk sofa minna, hafa minna þrek og eru mun þyngri en fyrir áratug síðan.

Við skoðum spænskar freigátur sem eru við Reykjavíkurhöfn núna en þær eru hluti af fastaflota Atlantshafsbandalagsins og verða við æfingar í Norður-Atlantshafi á næstunni.

Í fréttatímanum ræðum við líka við móður langveikrar stúlku sem hyggst hlaupa þrjá kílómetra á pinnahælum í Reykjavíkurmaraþoninu og skoðum dýragarðinn í Mosfellsbæ sem nýtur stöðugt vaxandi vinsælda en unglingssystur opnuðu hann á hlaðinu hjá foreldrum sínum fyrir þremur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×