Fátækleg frammistaða Manchester City á móti efstu liðunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2016 17:00 Sergio Aguero hjá Manchester City hefur skorað 3 af 7 mörkum liðsins á móti efstu sex liðum deildarinnar. Vísir/Getty Manchester City stimplaði sig endanlega út úr titilbaráttunni í gær með tapi á heimavelli á móti nágrönnum sínum í Manchester. Lærisveinar Manuel Pellegrini hafa enn ekki náð að vinna leik á móti einu af efstu liðum deildarinnar og nú er ekki bara titilinn farinn heldur er Meistaradeildarsætið í hættu með sama áframhaldi. Manchester City er nú með 51 stig í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimmtán stigum minna en topplið Leicester en aðeins einu stigi meira en West Ham og Manchester United sem eru sem stendur í 5. og 6. sæti. Fjögur efstu sætin gefa sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili og því er útlit fyrir harða baráttu hjá City um að halda sér inn í bestu fótboltadeild í heimi. Manchester City hefur nú þegar spilað alls níu leiki á móti liðunum sem eru með þeim í efstu sex sætunum en það eru lið Leicester City, Tottenham, Arsenal, West Ham og Manchester United. Uppskera City-liðsins í þessum níu leikjum eru aðeins þrjú stig og enginn einasti sigur. Liðið hefur tapað 6 af þessum 9 leikjum og markatalan er 9 mörk í mínus, 7-16. Það er einkum heimavöllurinn sem hefur skilað litlu í þessum leikjum enda er City-liðið búið að tapa heimaleikjum sínum á móti Leicester (1-3), Tottenham (1-2), West Ham (1-2) og Manchester United (0-1). Það þýðir núll stig á heimavelli á móti bestu liðum deildarinnar. Manchester City menn hafa aftur á móti unnið 15 af 21 leik sínum á móti liðunum í 7. til 20. sæti og í þeim leikjum hefur liðið náð í 76 prósent stiga í boði (48 af 63). Einu tapleikirnir hafa verið á móti Liverpool (2) og Stoke (1).Leikir Manchester City á móti liðum inn á topp 6: 19. september: 1-2 tap á móti West Ham (heima) 26. september: 1-4 tap á móti Tottenham 25. október: 0-0 jafntefli við Manchester United 21. desember: 1-2 tap á móti Arsenal 29. desember: 0-0 jafntefli við Leicester City 23. janúar: 2-2 jafntefli við West Ham 6. febrúar: 1-3 tap á móti Leicester City (heima) 14. febrúar: 1-2 tap á móti Tottenham (heima) 20. mars: 0-1 tap á móti Manchester United (heima)Samanlagt: 0 sigar, 3 jafntefli, 6 töpHeima: 0 sigar, 4 töpÚti: 0 sigar, 3 jafntefli, 2 töp Enski boltinn Tengdar fréttir Hart og Sterling frá í mánuð Leikur Man. City og Man. Utd var dýr fyrir lið City á margan hátt. 21. mars 2016 10:15 Rashford hetjan í grannaslagnum | Sjáðu markið Hinn átján ára gamli Marcus Rashford reyndist hetja Manchester United í grannaslagnum gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag, en United vann 0-1 sigur á Etihad. 20. mars 2016 18:00 „Ein versta frammistaða sem ég hef séð í ensku úrvalsdeildinni“ Martin Demichelis fékk að heyra það eftir borgarslaginn þar sem Marcus Rashford reyndist hetja United. 20. mars 2016 22:24 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Sjá meira
Manchester City stimplaði sig endanlega út úr titilbaráttunni í gær með tapi á heimavelli á móti nágrönnum sínum í Manchester. Lærisveinar Manuel Pellegrini hafa enn ekki náð að vinna leik á móti einu af efstu liðum deildarinnar og nú er ekki bara titilinn farinn heldur er Meistaradeildarsætið í hættu með sama áframhaldi. Manchester City er nú með 51 stig í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimmtán stigum minna en topplið Leicester en aðeins einu stigi meira en West Ham og Manchester United sem eru sem stendur í 5. og 6. sæti. Fjögur efstu sætin gefa sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili og því er útlit fyrir harða baráttu hjá City um að halda sér inn í bestu fótboltadeild í heimi. Manchester City hefur nú þegar spilað alls níu leiki á móti liðunum sem eru með þeim í efstu sex sætunum en það eru lið Leicester City, Tottenham, Arsenal, West Ham og Manchester United. Uppskera City-liðsins í þessum níu leikjum eru aðeins þrjú stig og enginn einasti sigur. Liðið hefur tapað 6 af þessum 9 leikjum og markatalan er 9 mörk í mínus, 7-16. Það er einkum heimavöllurinn sem hefur skilað litlu í þessum leikjum enda er City-liðið búið að tapa heimaleikjum sínum á móti Leicester (1-3), Tottenham (1-2), West Ham (1-2) og Manchester United (0-1). Það þýðir núll stig á heimavelli á móti bestu liðum deildarinnar. Manchester City menn hafa aftur á móti unnið 15 af 21 leik sínum á móti liðunum í 7. til 20. sæti og í þeim leikjum hefur liðið náð í 76 prósent stiga í boði (48 af 63). Einu tapleikirnir hafa verið á móti Liverpool (2) og Stoke (1).Leikir Manchester City á móti liðum inn á topp 6: 19. september: 1-2 tap á móti West Ham (heima) 26. september: 1-4 tap á móti Tottenham 25. október: 0-0 jafntefli við Manchester United 21. desember: 1-2 tap á móti Arsenal 29. desember: 0-0 jafntefli við Leicester City 23. janúar: 2-2 jafntefli við West Ham 6. febrúar: 1-3 tap á móti Leicester City (heima) 14. febrúar: 1-2 tap á móti Tottenham (heima) 20. mars: 0-1 tap á móti Manchester United (heima)Samanlagt: 0 sigar, 3 jafntefli, 6 töpHeima: 0 sigar, 4 töpÚti: 0 sigar, 3 jafntefli, 2 töp
Enski boltinn Tengdar fréttir Hart og Sterling frá í mánuð Leikur Man. City og Man. Utd var dýr fyrir lið City á margan hátt. 21. mars 2016 10:15 Rashford hetjan í grannaslagnum | Sjáðu markið Hinn átján ára gamli Marcus Rashford reyndist hetja Manchester United í grannaslagnum gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag, en United vann 0-1 sigur á Etihad. 20. mars 2016 18:00 „Ein versta frammistaða sem ég hef séð í ensku úrvalsdeildinni“ Martin Demichelis fékk að heyra það eftir borgarslaginn þar sem Marcus Rashford reyndist hetja United. 20. mars 2016 22:24 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Sjá meira
Hart og Sterling frá í mánuð Leikur Man. City og Man. Utd var dýr fyrir lið City á margan hátt. 21. mars 2016 10:15
Rashford hetjan í grannaslagnum | Sjáðu markið Hinn átján ára gamli Marcus Rashford reyndist hetja Manchester United í grannaslagnum gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag, en United vann 0-1 sigur á Etihad. 20. mars 2016 18:00
„Ein versta frammistaða sem ég hef séð í ensku úrvalsdeildinni“ Martin Demichelis fékk að heyra það eftir borgarslaginn þar sem Marcus Rashford reyndist hetja United. 20. mars 2016 22:24