Berjast við ströng lög Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. janúar 2016 07:00 Gaye Edward og Sorcha Tunney eru hingað komnar til að vekja athygli á herferð Amnesty International fyrir breytingum á fóstureyðingalöggjöf Írlands. vísir/ernir Fyrir fimmtán árum komst Gaye Edward að því, við reglubundna skoðun á 20. viku meðgöngu, að barnið sem hún bar undir belti væri með alvarlegan fósturgalla. Það myndi deyja stuttu eftir fæðinguna. „Ég var tekin afsíðis og mér tjáð að fóstrið væri með galla sem heitir anencephaly, sem ég hafði aldrei heyrt um, en það er einn alvarlegasti fósturgalli sem til er,“ segir hún. Anencephaly felst í því að hluta heilans vantar í fóstrið. Fóstureyðing kom hins vegar ekki til greina, þar sem Edward er írsk og írsk lög um fóstureyðingar eru afdráttarlaus, strangari en í öðrum Evrópulöndum og strangari en víðast hvar í heiminum. Engar fóstureyðingar má gera nema líf móðurinnar sé í hættu. „Eina aðstoðin sem okkur bauðst var að það yrði vel hugsað um mig það sem eftir lifði meðgöngunnar,“ segir Edward. Hún fór því að líta í kringum sig og endaði á að fara til Bretlands, þar sem fóstureyðingar eru löglegar. Hún er hingað komin á vegum mannréttindasamtakanna Amnesty International til að vekja athygli á ástandinu á Írlandi. Með í för er Sorcha Tunney, sem er aðgerðastjóri Amnesty International á Írlandi. Í gærkvöld voru þær viðstaddar sýningu á heimildarmynd í Regnboganum, þar sem Edward og fleiri írskar konur skýra frá reynslu sinni. Myndina gerði Camilla Hamet, sem einnig er með í Íslandsferðinni. „Gaye er augljóslega ekki eina konan sem hefur þurft að takast á við þetta,“ segir Tunney. „Á hverjum einasta degi lenda tíu til tuttugu konur í þessu, þannig að við erum með eitthvað um 150 þúsund konur sem hafa reynslu af þessu. Þeim hefur liðið eins og glæpamönnum. Þetta er erfið ákvörðun og konan á ekki að þurfa að sitja ein uppi með hana.“ Þær Edward og Tunney eru hins vegar bjartsýnar á að breytingar séu í nánd. „Staðan er sú að þjóðin er reiðubúin og stjórnmálamenn eru líka reiðubúnir, tel ég vera, en það eina sem vantar er að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni,“ segir Tunney. „Það sem stendur í veginum er stjórnarskrárákvæði um jafnan rétt fósturs í móðurkviði til lífs. Það er ekki hægt að breyta lögum um þetta nema breyta stjórnarskránni fyrst, þannig að nú stendur það upp á ríkisstjórnina að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Hún segir að þjóðaratkvæðagreiðsla á síðasta ári um réttindi samkynhneigðra til að ganga í hjónaband, þar sem yfirgnæfandi meirihluti samþykkti það, sýni ótvírætt að viðhorfsbreyting sé að verða á Írlandi í málefnum, sem hingað til hefur þótt erfitt að ræða um. „Þegar litið verður til baka þá tel ég að margt sé nú að gerast sem stuðlar að breytingum. Sérstaklega munar þar um það að konur stígi fram og ræði reynslu sína,“ segir Edward. „Þetta eru svo margar konur að þetta hlýtur að snerta hverja einustu fjölskyldu á Írlandi. En fólk veit það bara ekki vegna þess að það hefur ekkert verið talað um þetta.“ Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Fyrir fimmtán árum komst Gaye Edward að því, við reglubundna skoðun á 20. viku meðgöngu, að barnið sem hún bar undir belti væri með alvarlegan fósturgalla. Það myndi deyja stuttu eftir fæðinguna. „Ég var tekin afsíðis og mér tjáð að fóstrið væri með galla sem heitir anencephaly, sem ég hafði aldrei heyrt um, en það er einn alvarlegasti fósturgalli sem til er,“ segir hún. Anencephaly felst í því að hluta heilans vantar í fóstrið. Fóstureyðing kom hins vegar ekki til greina, þar sem Edward er írsk og írsk lög um fóstureyðingar eru afdráttarlaus, strangari en í öðrum Evrópulöndum og strangari en víðast hvar í heiminum. Engar fóstureyðingar má gera nema líf móðurinnar sé í hættu. „Eina aðstoðin sem okkur bauðst var að það yrði vel hugsað um mig það sem eftir lifði meðgöngunnar,“ segir Edward. Hún fór því að líta í kringum sig og endaði á að fara til Bretlands, þar sem fóstureyðingar eru löglegar. Hún er hingað komin á vegum mannréttindasamtakanna Amnesty International til að vekja athygli á ástandinu á Írlandi. Með í för er Sorcha Tunney, sem er aðgerðastjóri Amnesty International á Írlandi. Í gærkvöld voru þær viðstaddar sýningu á heimildarmynd í Regnboganum, þar sem Edward og fleiri írskar konur skýra frá reynslu sinni. Myndina gerði Camilla Hamet, sem einnig er með í Íslandsferðinni. „Gaye er augljóslega ekki eina konan sem hefur þurft að takast á við þetta,“ segir Tunney. „Á hverjum einasta degi lenda tíu til tuttugu konur í þessu, þannig að við erum með eitthvað um 150 þúsund konur sem hafa reynslu af þessu. Þeim hefur liðið eins og glæpamönnum. Þetta er erfið ákvörðun og konan á ekki að þurfa að sitja ein uppi með hana.“ Þær Edward og Tunney eru hins vegar bjartsýnar á að breytingar séu í nánd. „Staðan er sú að þjóðin er reiðubúin og stjórnmálamenn eru líka reiðubúnir, tel ég vera, en það eina sem vantar er að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni,“ segir Tunney. „Það sem stendur í veginum er stjórnarskrárákvæði um jafnan rétt fósturs í móðurkviði til lífs. Það er ekki hægt að breyta lögum um þetta nema breyta stjórnarskránni fyrst, þannig að nú stendur það upp á ríkisstjórnina að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Hún segir að þjóðaratkvæðagreiðsla á síðasta ári um réttindi samkynhneigðra til að ganga í hjónaband, þar sem yfirgnæfandi meirihluti samþykkti það, sýni ótvírætt að viðhorfsbreyting sé að verða á Írlandi í málefnum, sem hingað til hefur þótt erfitt að ræða um. „Þegar litið verður til baka þá tel ég að margt sé nú að gerast sem stuðlar að breytingum. Sérstaklega munar þar um það að konur stígi fram og ræði reynslu sína,“ segir Edward. „Þetta eru svo margar konur að þetta hlýtur að snerta hverja einustu fjölskyldu á Írlandi. En fólk veit það bara ekki vegna þess að það hefur ekkert verið talað um þetta.“
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira