Berjast við ströng lög Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. janúar 2016 07:00 Gaye Edward og Sorcha Tunney eru hingað komnar til að vekja athygli á herferð Amnesty International fyrir breytingum á fóstureyðingalöggjöf Írlands. vísir/ernir Fyrir fimmtán árum komst Gaye Edward að því, við reglubundna skoðun á 20. viku meðgöngu, að barnið sem hún bar undir belti væri með alvarlegan fósturgalla. Það myndi deyja stuttu eftir fæðinguna. „Ég var tekin afsíðis og mér tjáð að fóstrið væri með galla sem heitir anencephaly, sem ég hafði aldrei heyrt um, en það er einn alvarlegasti fósturgalli sem til er,“ segir hún. Anencephaly felst í því að hluta heilans vantar í fóstrið. Fóstureyðing kom hins vegar ekki til greina, þar sem Edward er írsk og írsk lög um fóstureyðingar eru afdráttarlaus, strangari en í öðrum Evrópulöndum og strangari en víðast hvar í heiminum. Engar fóstureyðingar má gera nema líf móðurinnar sé í hættu. „Eina aðstoðin sem okkur bauðst var að það yrði vel hugsað um mig það sem eftir lifði meðgöngunnar,“ segir Edward. Hún fór því að líta í kringum sig og endaði á að fara til Bretlands, þar sem fóstureyðingar eru löglegar. Hún er hingað komin á vegum mannréttindasamtakanna Amnesty International til að vekja athygli á ástandinu á Írlandi. Með í för er Sorcha Tunney, sem er aðgerðastjóri Amnesty International á Írlandi. Í gærkvöld voru þær viðstaddar sýningu á heimildarmynd í Regnboganum, þar sem Edward og fleiri írskar konur skýra frá reynslu sinni. Myndina gerði Camilla Hamet, sem einnig er með í Íslandsferðinni. „Gaye er augljóslega ekki eina konan sem hefur þurft að takast á við þetta,“ segir Tunney. „Á hverjum einasta degi lenda tíu til tuttugu konur í þessu, þannig að við erum með eitthvað um 150 þúsund konur sem hafa reynslu af þessu. Þeim hefur liðið eins og glæpamönnum. Þetta er erfið ákvörðun og konan á ekki að þurfa að sitja ein uppi með hana.“ Þær Edward og Tunney eru hins vegar bjartsýnar á að breytingar séu í nánd. „Staðan er sú að þjóðin er reiðubúin og stjórnmálamenn eru líka reiðubúnir, tel ég vera, en það eina sem vantar er að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni,“ segir Tunney. „Það sem stendur í veginum er stjórnarskrárákvæði um jafnan rétt fósturs í móðurkviði til lífs. Það er ekki hægt að breyta lögum um þetta nema breyta stjórnarskránni fyrst, þannig að nú stendur það upp á ríkisstjórnina að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Hún segir að þjóðaratkvæðagreiðsla á síðasta ári um réttindi samkynhneigðra til að ganga í hjónaband, þar sem yfirgnæfandi meirihluti samþykkti það, sýni ótvírætt að viðhorfsbreyting sé að verða á Írlandi í málefnum, sem hingað til hefur þótt erfitt að ræða um. „Þegar litið verður til baka þá tel ég að margt sé nú að gerast sem stuðlar að breytingum. Sérstaklega munar þar um það að konur stígi fram og ræði reynslu sína,“ segir Edward. „Þetta eru svo margar konur að þetta hlýtur að snerta hverja einustu fjölskyldu á Írlandi. En fólk veit það bara ekki vegna þess að það hefur ekkert verið talað um þetta.“ Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Fyrir fimmtán árum komst Gaye Edward að því, við reglubundna skoðun á 20. viku meðgöngu, að barnið sem hún bar undir belti væri með alvarlegan fósturgalla. Það myndi deyja stuttu eftir fæðinguna. „Ég var tekin afsíðis og mér tjáð að fóstrið væri með galla sem heitir anencephaly, sem ég hafði aldrei heyrt um, en það er einn alvarlegasti fósturgalli sem til er,“ segir hún. Anencephaly felst í því að hluta heilans vantar í fóstrið. Fóstureyðing kom hins vegar ekki til greina, þar sem Edward er írsk og írsk lög um fóstureyðingar eru afdráttarlaus, strangari en í öðrum Evrópulöndum og strangari en víðast hvar í heiminum. Engar fóstureyðingar má gera nema líf móðurinnar sé í hættu. „Eina aðstoðin sem okkur bauðst var að það yrði vel hugsað um mig það sem eftir lifði meðgöngunnar,“ segir Edward. Hún fór því að líta í kringum sig og endaði á að fara til Bretlands, þar sem fóstureyðingar eru löglegar. Hún er hingað komin á vegum mannréttindasamtakanna Amnesty International til að vekja athygli á ástandinu á Írlandi. Með í för er Sorcha Tunney, sem er aðgerðastjóri Amnesty International á Írlandi. Í gærkvöld voru þær viðstaddar sýningu á heimildarmynd í Regnboganum, þar sem Edward og fleiri írskar konur skýra frá reynslu sinni. Myndina gerði Camilla Hamet, sem einnig er með í Íslandsferðinni. „Gaye er augljóslega ekki eina konan sem hefur þurft að takast á við þetta,“ segir Tunney. „Á hverjum einasta degi lenda tíu til tuttugu konur í þessu, þannig að við erum með eitthvað um 150 þúsund konur sem hafa reynslu af þessu. Þeim hefur liðið eins og glæpamönnum. Þetta er erfið ákvörðun og konan á ekki að þurfa að sitja ein uppi með hana.“ Þær Edward og Tunney eru hins vegar bjartsýnar á að breytingar séu í nánd. „Staðan er sú að þjóðin er reiðubúin og stjórnmálamenn eru líka reiðubúnir, tel ég vera, en það eina sem vantar er að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni,“ segir Tunney. „Það sem stendur í veginum er stjórnarskrárákvæði um jafnan rétt fósturs í móðurkviði til lífs. Það er ekki hægt að breyta lögum um þetta nema breyta stjórnarskránni fyrst, þannig að nú stendur það upp á ríkisstjórnina að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Hún segir að þjóðaratkvæðagreiðsla á síðasta ári um réttindi samkynhneigðra til að ganga í hjónaband, þar sem yfirgnæfandi meirihluti samþykkti það, sýni ótvírætt að viðhorfsbreyting sé að verða á Írlandi í málefnum, sem hingað til hefur þótt erfitt að ræða um. „Þegar litið verður til baka þá tel ég að margt sé nú að gerast sem stuðlar að breytingum. Sérstaklega munar þar um það að konur stígi fram og ræði reynslu sína,“ segir Edward. „Þetta eru svo margar konur að þetta hlýtur að snerta hverja einustu fjölskyldu á Írlandi. En fólk veit það bara ekki vegna þess að það hefur ekkert verið talað um þetta.“
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira