Hröð fjölgun umhverfis höfuðborgarsvæðið Sveinn Arnarsson skrifar 5. febrúar 2016 07:00 Fjölgun á höfuðborgarsvæðinu er aðeins helmingur á við fjölgun í nærsveitum þess. Fréttablaðið/Vilhelm Fólki fjölgar tvöfalt hraðar í kraganum utan um höfuðborgarsvæðið en á höfuðborgarsvæðinu sjálfu. Þetta sýna nýjar tölur Hagstofunnar um mannfjölda á landinu á síðasta fjórðungi ársins 2015. Mikil fjölgun er á Akranesi, á Suðurnesjum og austan Hellisheiðar. Áframhaldandi fækkun á Vestfjörðum er staðreynd sem og að íbúum fækkar á Austurlandi.Í lok fjórða ársfjórðungs í fyrra bjuggu 332.750 manns á Íslandi, 213.760 á höfuðborgarsvæðinu en 119.000 utan þess. Fjölgar íbúum um rúmt eitt prósent bæði á höfuðborgarsvæðinu og í landsbyggðunum. Hins vegar ef tölurnar eru skoðaðar kemur í ljós að staðan er misgóð í landsbyggðunum. Til að mynda fjölgar mjög mikið á Akranesi, á Suðurnesjum og austan Hellisheiðar. Eru þetta byggðarlög í kringum höfuðborgina sem njóta góðs af nálægð við þá þjónustu sem þar er í boði. „Byggðarlög á Suðvesturlandi í allt að 50 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu vaxa tvöfalt hraðar en höfuðborgarsvæðið. Þessi þróun hefur staðið í allmörg ár og er sambærileg við þróun byggða víða annars staðar á Vesturlöndum,“ segir Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi formaður Byggðastofnunar. „Margir sækjast eftir því að sameina helstu kosti þéttbýlis og dreifbýlis með búsetu í meðalstórum byggðarlögum í seilingarfjarlægð frá borginni. Það er mikilvægt að rugla þessum svæðum ekki saman við borgina, þau hafa umtalsverða sérstöðu og þróast eftir eigin lögmálum.“ Annars staðar á landinu stendur mannfjöldi í stað á flestum svæðum eða eykst örlítið. Þó er marktæk fækkun íbúa á Austurlandi staðreynd sem og að íbúum á Vestfjörðum heldur áfram að fækka, nú um 1,3 prósent milli ára. „Það er verulegt áhyggjuefni að íbúum Vestfjarða fækkar enn milli ára. Raunar stendur mannfjöldi Ísafjarðarbæjar í stað og fólki fjölgar í Vesturbyggð, en víða annars staðar á Vestfjörðum er veruleg fólksfækkun,“ segir Þóroddur. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Fólki fjölgar tvöfalt hraðar í kraganum utan um höfuðborgarsvæðið en á höfuðborgarsvæðinu sjálfu. Þetta sýna nýjar tölur Hagstofunnar um mannfjölda á landinu á síðasta fjórðungi ársins 2015. Mikil fjölgun er á Akranesi, á Suðurnesjum og austan Hellisheiðar. Áframhaldandi fækkun á Vestfjörðum er staðreynd sem og að íbúum fækkar á Austurlandi.Í lok fjórða ársfjórðungs í fyrra bjuggu 332.750 manns á Íslandi, 213.760 á höfuðborgarsvæðinu en 119.000 utan þess. Fjölgar íbúum um rúmt eitt prósent bæði á höfuðborgarsvæðinu og í landsbyggðunum. Hins vegar ef tölurnar eru skoðaðar kemur í ljós að staðan er misgóð í landsbyggðunum. Til að mynda fjölgar mjög mikið á Akranesi, á Suðurnesjum og austan Hellisheiðar. Eru þetta byggðarlög í kringum höfuðborgina sem njóta góðs af nálægð við þá þjónustu sem þar er í boði. „Byggðarlög á Suðvesturlandi í allt að 50 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu vaxa tvöfalt hraðar en höfuðborgarsvæðið. Þessi þróun hefur staðið í allmörg ár og er sambærileg við þróun byggða víða annars staðar á Vesturlöndum,“ segir Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi formaður Byggðastofnunar. „Margir sækjast eftir því að sameina helstu kosti þéttbýlis og dreifbýlis með búsetu í meðalstórum byggðarlögum í seilingarfjarlægð frá borginni. Það er mikilvægt að rugla þessum svæðum ekki saman við borgina, þau hafa umtalsverða sérstöðu og þróast eftir eigin lögmálum.“ Annars staðar á landinu stendur mannfjöldi í stað á flestum svæðum eða eykst örlítið. Þó er marktæk fækkun íbúa á Austurlandi staðreynd sem og að íbúum á Vestfjörðum heldur áfram að fækka, nú um 1,3 prósent milli ára. „Það er verulegt áhyggjuefni að íbúum Vestfjarða fækkar enn milli ára. Raunar stendur mannfjöldi Ísafjarðarbæjar í stað og fólki fjölgar í Vesturbyggð, en víða annars staðar á Vestfjörðum er veruleg fólksfækkun,“ segir Þóroddur.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira