Angel Di Maria grét eftir sigurleik Argentínumanna í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2016 08:00 Angel Di Maria minntist ömmu sinnar með því að fagna með þessari treyju. Vísir/Getty Argentínumenn byrjuðu Ameríkukeppninni á sigri í nótt þegar argentínska liðið vann 2-1 sigur á meistuum Síle en Síle vann Ameríkukeppnina fyrir ári síðan. Panamamenn fengu öll þrjú stigin í hinum leik riðilsins þegar þeir lögðu Bólivíu 2-1. Angel Di Maria minntist ömmu sinnar, sem féll frá nokkrum klukkutímum áður, með því að skora og leggja upp mark en hann brotnaði síðan niður í viðtölum eftir leikinn. Lionel Messi sat allan tímann á bekknum í leiknum í nótt en argentínski þjálfarinn var búinn að taka þá ákvörðun að hvíla hann í þessum fyrsta leik liðsins á mótinu. Það er reyndar nóg að taka af flottum leikmönnum hjá argentínska liðinu og kappar eins og Ezequiel Lavezzi, Javier Pastore, Sergio Aguero og Erik Lamela byrjuðu líka allir á bekknum. Angel Di Maria, Gonzalo Higuain, Ever Banega og Nicolás Gaitán voru fjórir fremstir í leiknum og það var samvinna tveggja þeirra sem sköpuðu bæði mörkin. Benfica-maðurinn Nicolás Gaitán, sem spilaði í stöðu Lionel Messi í leiknum, átti reyndar skalla í stöng eftir fyrirgjöf Angel Di Maria eftir aðeins tveggja mínútna leik. Gaitán var ógnandi en tókst ekki að skora. Mörkin komu bæði í seinni hálfleiknum. Fyrst skoraði Angel Di Maria á 51. mínútu eftir sendingu Ever Banega og sex mínútum síðar launaði Di Maria greiðann með því að leggja upp mark fyrir Ever Banega sem skoraði nánast af sama stað. Di Maria fagnaði marki sínu með því halda á lofti treyju með skilaboðum til ömmu sinnar sem lést aðeins nokkrum tímum fyrir leikinn. Di Maria brotnaði niður og grét í viðtali eftir leikinn. Varamaðurinn Jose Pedro Fuenzalida náði síðan að minnka muninn í uppbótartíma leiksins en sigur Argentínumanna var þó aldrei í mikilli hættu í nótt. Panama er að taka þátt í Ameríkukeppninni í fyrsta sinn og markakóngurinn Blas Perez sá til þess að liðið fagnaði sigri í sínum fyrsta leik. Panama vann 2-1 sigur á Bólivíu. Blas Perez skoraði bæði mörkin þar á meðal sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. Blas Perez skoraði fyrsta markið strax á 11. mínútu leiksins en Juan Carlos Arce jafnaði metin fyrir Bólivíu eftir níu mínútna leik í seinni hálfleik. Blas Perez er orðinn 35 ára gamall og vantar nú aðeins eitt mark til þess að jafna markamet þjóðar sinnar. Þetta voru landsliðsmörk númer 40 og 41. Perez spilar nú með Vancouver Whitecaps í bandarísku MLS-deildinni.Angel Di Maria fagnar marki sínu.Vísir/Getty Fótbolti Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira
Argentínumenn byrjuðu Ameríkukeppninni á sigri í nótt þegar argentínska liðið vann 2-1 sigur á meistuum Síle en Síle vann Ameríkukeppnina fyrir ári síðan. Panamamenn fengu öll þrjú stigin í hinum leik riðilsins þegar þeir lögðu Bólivíu 2-1. Angel Di Maria minntist ömmu sinnar, sem féll frá nokkrum klukkutímum áður, með því að skora og leggja upp mark en hann brotnaði síðan niður í viðtölum eftir leikinn. Lionel Messi sat allan tímann á bekknum í leiknum í nótt en argentínski þjálfarinn var búinn að taka þá ákvörðun að hvíla hann í þessum fyrsta leik liðsins á mótinu. Það er reyndar nóg að taka af flottum leikmönnum hjá argentínska liðinu og kappar eins og Ezequiel Lavezzi, Javier Pastore, Sergio Aguero og Erik Lamela byrjuðu líka allir á bekknum. Angel Di Maria, Gonzalo Higuain, Ever Banega og Nicolás Gaitán voru fjórir fremstir í leiknum og það var samvinna tveggja þeirra sem sköpuðu bæði mörkin. Benfica-maðurinn Nicolás Gaitán, sem spilaði í stöðu Lionel Messi í leiknum, átti reyndar skalla í stöng eftir fyrirgjöf Angel Di Maria eftir aðeins tveggja mínútna leik. Gaitán var ógnandi en tókst ekki að skora. Mörkin komu bæði í seinni hálfleiknum. Fyrst skoraði Angel Di Maria á 51. mínútu eftir sendingu Ever Banega og sex mínútum síðar launaði Di Maria greiðann með því að leggja upp mark fyrir Ever Banega sem skoraði nánast af sama stað. Di Maria fagnaði marki sínu með því halda á lofti treyju með skilaboðum til ömmu sinnar sem lést aðeins nokkrum tímum fyrir leikinn. Di Maria brotnaði niður og grét í viðtali eftir leikinn. Varamaðurinn Jose Pedro Fuenzalida náði síðan að minnka muninn í uppbótartíma leiksins en sigur Argentínumanna var þó aldrei í mikilli hættu í nótt. Panama er að taka þátt í Ameríkukeppninni í fyrsta sinn og markakóngurinn Blas Perez sá til þess að liðið fagnaði sigri í sínum fyrsta leik. Panama vann 2-1 sigur á Bólivíu. Blas Perez skoraði bæði mörkin þar á meðal sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. Blas Perez skoraði fyrsta markið strax á 11. mínútu leiksins en Juan Carlos Arce jafnaði metin fyrir Bólivíu eftir níu mínútna leik í seinni hálfleik. Blas Perez er orðinn 35 ára gamall og vantar nú aðeins eitt mark til þess að jafna markamet þjóðar sinnar. Þetta voru landsliðsmörk númer 40 og 41. Perez spilar nú með Vancouver Whitecaps í bandarísku MLS-deildinni.Angel Di Maria fagnar marki sínu.Vísir/Getty
Fótbolti Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira