Enski boltinn

Pochettino með klásúlu í samningi sínum og getur yfirgefið Spurs

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pochettino
Pochettino Vísir/Getty
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, er með klásúlu í sínum samningi sem segir að hann geti yfirgefið félagið ef greiðsla upp á tíu milljónir punda berst til Spurs.

Þessi 44 ára stjóri hefur náð frábærum árangri í ensku úrvalsdeildinni, fyrst með Southampton og nú með Tottenham á White Hart Lane.

Tottenham á heldur betur möguleika á því að verða Englandsmeistari á þessum tímabili en liðið er í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Leicester.

Undanfarið hafa sést fréttir í erlendum miðlum að stórlið á borð við Manchester United hafi áhuga á því að klófesta þennan argentínska stjóra og það kostar greinilega sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×