Einna erfiðast að geta ekki lengur spurt mömmu spurninga sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. janúar 2016 20:26 Móðir Áslaugar lést úr krabbameini árið 2012. vísir/stefán „Sorgin er vitaskuld mjög mikil. Það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum er að horfa á mömmu mína kveðja þennan heim. Því þrátt fyrir að veikindin séu oft á tíðum mjög erfið og mjög mikil þá er það minni háttar fyrir manni þegar manneskjan er farin. Veikindin verða einhvern veginn bara örlítill hjalli í því samhengi.“ Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, á ráðstefnu Krafts krabbameinsfélags í Háskóla Íslands í kvöld. Áslaug missti móður sína 22 ára gömul árið 2012. Hún ræddi áfallið, sorgarferli sitt og þann lærdóm sem draga má eftir slíkt á fundinum.Mikilvægast að gefa sér tíma „Ég gerði ekkert allt rétt og upplifði ekkert endilega hlutina eins og aðrir. En samt sem áður hef ég lært mjög mikið á þessum tíma, bæði á sjálfa mig og lífið sjálft,“ sagði hún. Sorgarferlið sé enn í gangi og verði það eflaust alla tíð – en að hún læri að lifa með því. „Í áfallinu strax á eftir var einna mikilvægast að gefa sér tíma. Gefa sér tíma til að syrgja, líða illa og gefa sér tíma í að vera. Það er einhvern veginn ákveðin pressa á öllum að koma sér til baka í lífið sjálft og eðlilega rútínu. Sú pressa er alveg góð, sé manneskjan tilbúin.“Lærdómurinn erfiður í sorginni Áslaugu þótti hvað erfiðast að byrja aftur að læra. Hún nemur lögfræði í Háskóla Íslands, en hún tók ákvörðun um að hinkra með námið og einbeita sér að öðrum hlutum um skeið. Hún segir fólk hafa þrýst á sig að klára námið á ákveðnum tíma en segist afar þakklát sjálfri sér að hafa tekið ákvörðun um að bíða með lærdóminn. „Ár til eða frá skiptir engu í stóra samhenginu. Aftur á móti verður það mun verðmætara að gera þetta hægar og líða betur með það í stað þessa að hlaupa í gegnum það með alla þessa sorg á bakinu,“ segir Áslaug.Þráir ekkert heitar en að geta hringt í mömmu Áslaugu segist þykja erfitt að hugsa til þess að mamma hennar verði ekki partur af stórum viðburðum í lífi hennar. „Allir eiga sína drauma og þrátt og hafa séð fyrir sér að einhverju marki lífið í framtíðinni. Alltaf hafði ég reiknað með því að mamma yrði partur af því. Öll skref eða uppákomur í lífinu og maður þráir ekkert heitar en að geta hringt og deilt því með mömmu. Þegar maður flytur út, þegar og ef maður eignast barn eða giftir sig er meðal annars eitthvað sem er sárt að hafa hana ekki hjá sér. Spyrja allra spurninganna, fá öll ráðin, brosin, stuðninginn og gleðina. Stoltið, hvatninguna og ástina.“ Hún segir móður sína hafa verið stoð sína og styttu og enn leiðarljós sitt í þeim ákvörðunum sem hún taki. Það sem drífi hana áfram sé að hugsa hvernig mamma hennar hefði gert hlutina og hvernig hún hefði viljað hafa þá. „Þessi sorg mun held ég aldrei hverfa. Maður sættir sig við það, það verður skuggi á stórum viðburðum í hjartanu en á sama tíma hugsar maður hvernig hún hefði viljað sjá þetta. Hvernig hún hefði viljað að ég myndi halda áfram.“Lífið yndislegt og dýrmætt og því má ekki gleyma Áslaug segist oft hafa verið hvött til þess að spyrja móður sína spurninga og sækja til hennar vitneskju. Hún hafi ekki skilið hvers vegna, enda ætti hún ekkert vantalað við hana. „Eftir á og of seint áttaði ég mig á því að mamma bjó auðvitað yfir mikilli vitneskju sem ég hefði viljað fá meira af. Hvernig var ég sem barn, hvernig voru menntaskólaár hennar. Auðvitað hafði þetta verið rætt, en að fá aldrei annað tækifæri til að ræða hina ýmsu hluti er sárt. Ég á sem betur fer einstaka fjölskyldu og pabba sem geta sagt mér mjög mikið þegar ég treysti mér til að spyrja.“ Hún segist hafa dregið mikinn lærdóm af sorginni. Hann sé að lifa lífinu lifandi og njóta þess. Öllu máli skipti að njóta hvers dags og vera sáttur í dagslok. „Lífið er nefnilega yndislegt og dýrmætt og því má ekki gleyma þó dimmi fyrir. Að hinkra og njóta er held ég áskorun fyrir fleiri en mig. Að staldra við og muna að lífið er ekki sjálfgefið og muna að hver dagur er dýrmætur. En ekki síst lærði ég það af móður minni og hennar æðruleysi.“ Tengdar fréttir Vekja athygli á krabbameini Átakið #shareyourscar á vegum Krafts hefur vakið athygli fyrir áhrifamiklar myndir. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á krabbameini hjá ungu fólki. 15. janúar 2016 09:00 „Til að byrja með var krabbameinið greint sem athyglissýki“ Elma Lísa Kemp greindist með krabbamein í mænu og rifbeinum þegar hún var þrettán ára. Hún er meðal þeirra sem taka þátt í #ShareYourScar. 13. janúar 2016 22:00 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
„Sorgin er vitaskuld mjög mikil. Það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum er að horfa á mömmu mína kveðja þennan heim. Því þrátt fyrir að veikindin séu oft á tíðum mjög erfið og mjög mikil þá er það minni háttar fyrir manni þegar manneskjan er farin. Veikindin verða einhvern veginn bara örlítill hjalli í því samhengi.“ Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, á ráðstefnu Krafts krabbameinsfélags í Háskóla Íslands í kvöld. Áslaug missti móður sína 22 ára gömul árið 2012. Hún ræddi áfallið, sorgarferli sitt og þann lærdóm sem draga má eftir slíkt á fundinum.Mikilvægast að gefa sér tíma „Ég gerði ekkert allt rétt og upplifði ekkert endilega hlutina eins og aðrir. En samt sem áður hef ég lært mjög mikið á þessum tíma, bæði á sjálfa mig og lífið sjálft,“ sagði hún. Sorgarferlið sé enn í gangi og verði það eflaust alla tíð – en að hún læri að lifa með því. „Í áfallinu strax á eftir var einna mikilvægast að gefa sér tíma. Gefa sér tíma til að syrgja, líða illa og gefa sér tíma í að vera. Það er einhvern veginn ákveðin pressa á öllum að koma sér til baka í lífið sjálft og eðlilega rútínu. Sú pressa er alveg góð, sé manneskjan tilbúin.“Lærdómurinn erfiður í sorginni Áslaugu þótti hvað erfiðast að byrja aftur að læra. Hún nemur lögfræði í Háskóla Íslands, en hún tók ákvörðun um að hinkra með námið og einbeita sér að öðrum hlutum um skeið. Hún segir fólk hafa þrýst á sig að klára námið á ákveðnum tíma en segist afar þakklát sjálfri sér að hafa tekið ákvörðun um að bíða með lærdóminn. „Ár til eða frá skiptir engu í stóra samhenginu. Aftur á móti verður það mun verðmætara að gera þetta hægar og líða betur með það í stað þessa að hlaupa í gegnum það með alla þessa sorg á bakinu,“ segir Áslaug.Þráir ekkert heitar en að geta hringt í mömmu Áslaugu segist þykja erfitt að hugsa til þess að mamma hennar verði ekki partur af stórum viðburðum í lífi hennar. „Allir eiga sína drauma og þrátt og hafa séð fyrir sér að einhverju marki lífið í framtíðinni. Alltaf hafði ég reiknað með því að mamma yrði partur af því. Öll skref eða uppákomur í lífinu og maður þráir ekkert heitar en að geta hringt og deilt því með mömmu. Þegar maður flytur út, þegar og ef maður eignast barn eða giftir sig er meðal annars eitthvað sem er sárt að hafa hana ekki hjá sér. Spyrja allra spurninganna, fá öll ráðin, brosin, stuðninginn og gleðina. Stoltið, hvatninguna og ástina.“ Hún segir móður sína hafa verið stoð sína og styttu og enn leiðarljós sitt í þeim ákvörðunum sem hún taki. Það sem drífi hana áfram sé að hugsa hvernig mamma hennar hefði gert hlutina og hvernig hún hefði viljað hafa þá. „Þessi sorg mun held ég aldrei hverfa. Maður sættir sig við það, það verður skuggi á stórum viðburðum í hjartanu en á sama tíma hugsar maður hvernig hún hefði viljað sjá þetta. Hvernig hún hefði viljað að ég myndi halda áfram.“Lífið yndislegt og dýrmætt og því má ekki gleyma Áslaug segist oft hafa verið hvött til þess að spyrja móður sína spurninga og sækja til hennar vitneskju. Hún hafi ekki skilið hvers vegna, enda ætti hún ekkert vantalað við hana. „Eftir á og of seint áttaði ég mig á því að mamma bjó auðvitað yfir mikilli vitneskju sem ég hefði viljað fá meira af. Hvernig var ég sem barn, hvernig voru menntaskólaár hennar. Auðvitað hafði þetta verið rætt, en að fá aldrei annað tækifæri til að ræða hina ýmsu hluti er sárt. Ég á sem betur fer einstaka fjölskyldu og pabba sem geta sagt mér mjög mikið þegar ég treysti mér til að spyrja.“ Hún segist hafa dregið mikinn lærdóm af sorginni. Hann sé að lifa lífinu lifandi og njóta þess. Öllu máli skipti að njóta hvers dags og vera sáttur í dagslok. „Lífið er nefnilega yndislegt og dýrmætt og því má ekki gleyma þó dimmi fyrir. Að hinkra og njóta er held ég áskorun fyrir fleiri en mig. Að staldra við og muna að lífið er ekki sjálfgefið og muna að hver dagur er dýrmætur. En ekki síst lærði ég það af móður minni og hennar æðruleysi.“
Tengdar fréttir Vekja athygli á krabbameini Átakið #shareyourscar á vegum Krafts hefur vakið athygli fyrir áhrifamiklar myndir. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á krabbameini hjá ungu fólki. 15. janúar 2016 09:00 „Til að byrja með var krabbameinið greint sem athyglissýki“ Elma Lísa Kemp greindist með krabbamein í mænu og rifbeinum þegar hún var þrettán ára. Hún er meðal þeirra sem taka þátt í #ShareYourScar. 13. janúar 2016 22:00 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Vekja athygli á krabbameini Átakið #shareyourscar á vegum Krafts hefur vakið athygli fyrir áhrifamiklar myndir. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á krabbameini hjá ungu fólki. 15. janúar 2016 09:00
„Til að byrja með var krabbameinið greint sem athyglissýki“ Elma Lísa Kemp greindist með krabbamein í mænu og rifbeinum þegar hún var þrettán ára. Hún er meðal þeirra sem taka þátt í #ShareYourScar. 13. janúar 2016 22:00