Einna erfiðast að geta ekki lengur spurt mömmu spurninga sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. janúar 2016 20:26 Móðir Áslaugar lést úr krabbameini árið 2012. vísir/stefán „Sorgin er vitaskuld mjög mikil. Það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum er að horfa á mömmu mína kveðja þennan heim. Því þrátt fyrir að veikindin séu oft á tíðum mjög erfið og mjög mikil þá er það minni háttar fyrir manni þegar manneskjan er farin. Veikindin verða einhvern veginn bara örlítill hjalli í því samhengi.“ Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, á ráðstefnu Krafts krabbameinsfélags í Háskóla Íslands í kvöld. Áslaug missti móður sína 22 ára gömul árið 2012. Hún ræddi áfallið, sorgarferli sitt og þann lærdóm sem draga má eftir slíkt á fundinum.Mikilvægast að gefa sér tíma „Ég gerði ekkert allt rétt og upplifði ekkert endilega hlutina eins og aðrir. En samt sem áður hef ég lært mjög mikið á þessum tíma, bæði á sjálfa mig og lífið sjálft,“ sagði hún. Sorgarferlið sé enn í gangi og verði það eflaust alla tíð – en að hún læri að lifa með því. „Í áfallinu strax á eftir var einna mikilvægast að gefa sér tíma. Gefa sér tíma til að syrgja, líða illa og gefa sér tíma í að vera. Það er einhvern veginn ákveðin pressa á öllum að koma sér til baka í lífið sjálft og eðlilega rútínu. Sú pressa er alveg góð, sé manneskjan tilbúin.“Lærdómurinn erfiður í sorginni Áslaugu þótti hvað erfiðast að byrja aftur að læra. Hún nemur lögfræði í Háskóla Íslands, en hún tók ákvörðun um að hinkra með námið og einbeita sér að öðrum hlutum um skeið. Hún segir fólk hafa þrýst á sig að klára námið á ákveðnum tíma en segist afar þakklát sjálfri sér að hafa tekið ákvörðun um að bíða með lærdóminn. „Ár til eða frá skiptir engu í stóra samhenginu. Aftur á móti verður það mun verðmætara að gera þetta hægar og líða betur með það í stað þessa að hlaupa í gegnum það með alla þessa sorg á bakinu,“ segir Áslaug.Þráir ekkert heitar en að geta hringt í mömmu Áslaugu segist þykja erfitt að hugsa til þess að mamma hennar verði ekki partur af stórum viðburðum í lífi hennar. „Allir eiga sína drauma og þrátt og hafa séð fyrir sér að einhverju marki lífið í framtíðinni. Alltaf hafði ég reiknað með því að mamma yrði partur af því. Öll skref eða uppákomur í lífinu og maður þráir ekkert heitar en að geta hringt og deilt því með mömmu. Þegar maður flytur út, þegar og ef maður eignast barn eða giftir sig er meðal annars eitthvað sem er sárt að hafa hana ekki hjá sér. Spyrja allra spurninganna, fá öll ráðin, brosin, stuðninginn og gleðina. Stoltið, hvatninguna og ástina.“ Hún segir móður sína hafa verið stoð sína og styttu og enn leiðarljós sitt í þeim ákvörðunum sem hún taki. Það sem drífi hana áfram sé að hugsa hvernig mamma hennar hefði gert hlutina og hvernig hún hefði viljað hafa þá. „Þessi sorg mun held ég aldrei hverfa. Maður sættir sig við það, það verður skuggi á stórum viðburðum í hjartanu en á sama tíma hugsar maður hvernig hún hefði viljað sjá þetta. Hvernig hún hefði viljað að ég myndi halda áfram.“Lífið yndislegt og dýrmætt og því má ekki gleyma Áslaug segist oft hafa verið hvött til þess að spyrja móður sína spurninga og sækja til hennar vitneskju. Hún hafi ekki skilið hvers vegna, enda ætti hún ekkert vantalað við hana. „Eftir á og of seint áttaði ég mig á því að mamma bjó auðvitað yfir mikilli vitneskju sem ég hefði viljað fá meira af. Hvernig var ég sem barn, hvernig voru menntaskólaár hennar. Auðvitað hafði þetta verið rætt, en að fá aldrei annað tækifæri til að ræða hina ýmsu hluti er sárt. Ég á sem betur fer einstaka fjölskyldu og pabba sem geta sagt mér mjög mikið þegar ég treysti mér til að spyrja.“ Hún segist hafa dregið mikinn lærdóm af sorginni. Hann sé að lifa lífinu lifandi og njóta þess. Öllu máli skipti að njóta hvers dags og vera sáttur í dagslok. „Lífið er nefnilega yndislegt og dýrmætt og því má ekki gleyma þó dimmi fyrir. Að hinkra og njóta er held ég áskorun fyrir fleiri en mig. Að staldra við og muna að lífið er ekki sjálfgefið og muna að hver dagur er dýrmætur. En ekki síst lærði ég það af móður minni og hennar æðruleysi.“ Tengdar fréttir Vekja athygli á krabbameini Átakið #shareyourscar á vegum Krafts hefur vakið athygli fyrir áhrifamiklar myndir. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á krabbameini hjá ungu fólki. 15. janúar 2016 09:00 „Til að byrja með var krabbameinið greint sem athyglissýki“ Elma Lísa Kemp greindist með krabbamein í mænu og rifbeinum þegar hún var þrettán ára. Hún er meðal þeirra sem taka þátt í #ShareYourScar. 13. janúar 2016 22:00 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
„Sorgin er vitaskuld mjög mikil. Það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum er að horfa á mömmu mína kveðja þennan heim. Því þrátt fyrir að veikindin séu oft á tíðum mjög erfið og mjög mikil þá er það minni háttar fyrir manni þegar manneskjan er farin. Veikindin verða einhvern veginn bara örlítill hjalli í því samhengi.“ Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, á ráðstefnu Krafts krabbameinsfélags í Háskóla Íslands í kvöld. Áslaug missti móður sína 22 ára gömul árið 2012. Hún ræddi áfallið, sorgarferli sitt og þann lærdóm sem draga má eftir slíkt á fundinum.Mikilvægast að gefa sér tíma „Ég gerði ekkert allt rétt og upplifði ekkert endilega hlutina eins og aðrir. En samt sem áður hef ég lært mjög mikið á þessum tíma, bæði á sjálfa mig og lífið sjálft,“ sagði hún. Sorgarferlið sé enn í gangi og verði það eflaust alla tíð – en að hún læri að lifa með því. „Í áfallinu strax á eftir var einna mikilvægast að gefa sér tíma. Gefa sér tíma til að syrgja, líða illa og gefa sér tíma í að vera. Það er einhvern veginn ákveðin pressa á öllum að koma sér til baka í lífið sjálft og eðlilega rútínu. Sú pressa er alveg góð, sé manneskjan tilbúin.“Lærdómurinn erfiður í sorginni Áslaugu þótti hvað erfiðast að byrja aftur að læra. Hún nemur lögfræði í Háskóla Íslands, en hún tók ákvörðun um að hinkra með námið og einbeita sér að öðrum hlutum um skeið. Hún segir fólk hafa þrýst á sig að klára námið á ákveðnum tíma en segist afar þakklát sjálfri sér að hafa tekið ákvörðun um að bíða með lærdóminn. „Ár til eða frá skiptir engu í stóra samhenginu. Aftur á móti verður það mun verðmætara að gera þetta hægar og líða betur með það í stað þessa að hlaupa í gegnum það með alla þessa sorg á bakinu,“ segir Áslaug.Þráir ekkert heitar en að geta hringt í mömmu Áslaugu segist þykja erfitt að hugsa til þess að mamma hennar verði ekki partur af stórum viðburðum í lífi hennar. „Allir eiga sína drauma og þrátt og hafa séð fyrir sér að einhverju marki lífið í framtíðinni. Alltaf hafði ég reiknað með því að mamma yrði partur af því. Öll skref eða uppákomur í lífinu og maður þráir ekkert heitar en að geta hringt og deilt því með mömmu. Þegar maður flytur út, þegar og ef maður eignast barn eða giftir sig er meðal annars eitthvað sem er sárt að hafa hana ekki hjá sér. Spyrja allra spurninganna, fá öll ráðin, brosin, stuðninginn og gleðina. Stoltið, hvatninguna og ástina.“ Hún segir móður sína hafa verið stoð sína og styttu og enn leiðarljós sitt í þeim ákvörðunum sem hún taki. Það sem drífi hana áfram sé að hugsa hvernig mamma hennar hefði gert hlutina og hvernig hún hefði viljað hafa þá. „Þessi sorg mun held ég aldrei hverfa. Maður sættir sig við það, það verður skuggi á stórum viðburðum í hjartanu en á sama tíma hugsar maður hvernig hún hefði viljað sjá þetta. Hvernig hún hefði viljað að ég myndi halda áfram.“Lífið yndislegt og dýrmætt og því má ekki gleyma Áslaug segist oft hafa verið hvött til þess að spyrja móður sína spurninga og sækja til hennar vitneskju. Hún hafi ekki skilið hvers vegna, enda ætti hún ekkert vantalað við hana. „Eftir á og of seint áttaði ég mig á því að mamma bjó auðvitað yfir mikilli vitneskju sem ég hefði viljað fá meira af. Hvernig var ég sem barn, hvernig voru menntaskólaár hennar. Auðvitað hafði þetta verið rætt, en að fá aldrei annað tækifæri til að ræða hina ýmsu hluti er sárt. Ég á sem betur fer einstaka fjölskyldu og pabba sem geta sagt mér mjög mikið þegar ég treysti mér til að spyrja.“ Hún segist hafa dregið mikinn lærdóm af sorginni. Hann sé að lifa lífinu lifandi og njóta þess. Öllu máli skipti að njóta hvers dags og vera sáttur í dagslok. „Lífið er nefnilega yndislegt og dýrmætt og því má ekki gleyma þó dimmi fyrir. Að hinkra og njóta er held ég áskorun fyrir fleiri en mig. Að staldra við og muna að lífið er ekki sjálfgefið og muna að hver dagur er dýrmætur. En ekki síst lærði ég það af móður minni og hennar æðruleysi.“
Tengdar fréttir Vekja athygli á krabbameini Átakið #shareyourscar á vegum Krafts hefur vakið athygli fyrir áhrifamiklar myndir. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á krabbameini hjá ungu fólki. 15. janúar 2016 09:00 „Til að byrja með var krabbameinið greint sem athyglissýki“ Elma Lísa Kemp greindist með krabbamein í mænu og rifbeinum þegar hún var þrettán ára. Hún er meðal þeirra sem taka þátt í #ShareYourScar. 13. janúar 2016 22:00 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Vekja athygli á krabbameini Átakið #shareyourscar á vegum Krafts hefur vakið athygli fyrir áhrifamiklar myndir. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á krabbameini hjá ungu fólki. 15. janúar 2016 09:00
„Til að byrja með var krabbameinið greint sem athyglissýki“ Elma Lísa Kemp greindist með krabbamein í mænu og rifbeinum þegar hún var þrettán ára. Hún er meðal þeirra sem taka þátt í #ShareYourScar. 13. janúar 2016 22:00
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning