Í farbann vegna kókaínsmygls Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2016 18:18 Maðurinn var stöðvaður í Leifsstöð. Vísir/Anton Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að maður, erlendur ríkisborgari, skyldi sæta farbanni til 21. september næstkomandi. Maðurinn er grunaður um að hafa átt þátt í tilraun til smygls á 870 grömmum af kókaíni hingað til lands fyrr í sumar. Maðurinn var, ásamt ferðafélaga sínum, stöðvaður í tollhliði í Leifsstöð 16. ágúst. Við leit í farangri ferðafélaga mannsins fundust hylki með fíkniefnum í og gekkst hann undir röntgenrannsókn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sama dag og þeir komu til landsins. Niðurstaða þeirrar rannsóknar leiddi í ljós að ferðafélaginn hafði haft innvortis yfir 30 pakkningar af ætluðum fíkniefnum. Við yfirheyrslu sagði maðurinn að hann hefði komið hingað til lands til að horfa á fótbolta með frænda sínum sem átti að koma til landsins síðar. Hafi þeir ætlað að gista á hóteli sem maðurinn hafði bókað. Að öðru leyti neitaði hann að tjá sig um málið. Við nánari athugun fann lögregla þó ekki neinn sem hafði komið til landsins á því nafni sem maðurinn gaf upp að væri frændi sinn. Kærði hafi heldur ekki vitað á hvaða fótboltaleik hann væri að koma á. Ferðafélaginn hafði jafnframt lýst því í skýrslutöku að hann væri einungis burðardýr og að hann hafi verið neyddur til fararinnar þar sem maður að nafni hafi hótað fjölskyldu hans. Sagði ferðafélaginn að honum hafi verið sagt að maður myndi fylgja honum alla leið í fluginu og gefa sig fram við hann er þeir væru lentir og komnir í gegnum tollskoðun. Rannsókn lögreglu beinist nú að því að ná utan um þá starfsemi sem lögregla telur að maðurinn standi að. Umfangsmikilli og skipulagðri brotastarfsemi er snúi að innflutningi fíkniefna hingað til lands. Telur lögregla að maðurinn myndi reyna að komast úr landi eða leynast til þess að komast undan málsókn eða fullnustu refsingar gangi hann laus. Var því óskað eftir farbanni og fallist var á kröfu lögreglustjóra. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að maður, erlendur ríkisborgari, skyldi sæta farbanni til 21. september næstkomandi. Maðurinn er grunaður um að hafa átt þátt í tilraun til smygls á 870 grömmum af kókaíni hingað til lands fyrr í sumar. Maðurinn var, ásamt ferðafélaga sínum, stöðvaður í tollhliði í Leifsstöð 16. ágúst. Við leit í farangri ferðafélaga mannsins fundust hylki með fíkniefnum í og gekkst hann undir röntgenrannsókn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sama dag og þeir komu til landsins. Niðurstaða þeirrar rannsóknar leiddi í ljós að ferðafélaginn hafði haft innvortis yfir 30 pakkningar af ætluðum fíkniefnum. Við yfirheyrslu sagði maðurinn að hann hefði komið hingað til lands til að horfa á fótbolta með frænda sínum sem átti að koma til landsins síðar. Hafi þeir ætlað að gista á hóteli sem maðurinn hafði bókað. Að öðru leyti neitaði hann að tjá sig um málið. Við nánari athugun fann lögregla þó ekki neinn sem hafði komið til landsins á því nafni sem maðurinn gaf upp að væri frændi sinn. Kærði hafi heldur ekki vitað á hvaða fótboltaleik hann væri að koma á. Ferðafélaginn hafði jafnframt lýst því í skýrslutöku að hann væri einungis burðardýr og að hann hafi verið neyddur til fararinnar þar sem maður að nafni hafi hótað fjölskyldu hans. Sagði ferðafélaginn að honum hafi verið sagt að maður myndi fylgja honum alla leið í fluginu og gefa sig fram við hann er þeir væru lentir og komnir í gegnum tollskoðun. Rannsókn lögreglu beinist nú að því að ná utan um þá starfsemi sem lögregla telur að maðurinn standi að. Umfangsmikilli og skipulagðri brotastarfsemi er snúi að innflutningi fíkniefna hingað til lands. Telur lögregla að maðurinn myndi reyna að komast úr landi eða leynast til þess að komast undan málsókn eða fullnustu refsingar gangi hann laus. Var því óskað eftir farbanni og fallist var á kröfu lögreglustjóra.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira