Þyrla hefði getað flutt hjartasjúkling suður Sveinn Arnarsson skrifar 30. desember 2016 07:00 NA/SV-brautinni var lokað með samkomulagi ríkis og borgar. vísir/ernir Sjúklingurinn sem fluttur var með sjúkraflugi frá Hornafirði til Akureyrar í fyrradag vegna þess að ekki var hægt að lenda á Reykjavíkurflugvelli var ekki í lífshættu þrátt fyrir að vera í svokölluðum F1 forgangi sem er bráð lífsógn eða bráðatilvik sjúklinga. Ekki var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar til að koma sjúklingnum í þessum forgangi til Reykjavíkur. „Sjúklingurinn sem hér um ræðir hefur verið til meðferðar á hjartadeild Landspítalans og var það fyrsta val að koma sjúklingnum undir læknishendur þar til hjartasérfræðinga sem hafa unnið með sjúklinginn og þekkja hann þar af leiðandi best,“ segir Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri. „Þess í stað kom hann hingað í læknishendur hjartasérfræðinga hér nyrðra. Við getum tekið við sjúklingum af þessari tegund en ef um bráðahjartaþræðingu er að ræða getum við lítið gert.“Sigurður Einar SigurðssonHins vegar var þyrla Landhelgisgæslunnar ekki sett í viðbragðsstöðu til að fljúga með sjúklinginn til Reykjavíkur. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir enga beiðni hafa borist vegna þessa flugs. Einnig segir hann mjög líklegt að þyrla gæslunnar hefði getað komið sjúklingnum til Reykjavíkur klakklaust. Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, segir bara tímaspursmál hvenær einstaklingur í lífshættu þurfi að komast í læknishendur. „Í raun er það bara tímaspursmál hvenær alvarlegt atvik kemur upp og því þarf að gera eitthvað til að tryggja öryggi allra landsmanna og aðgang þeirra að heilbrigðisþjónustu,“ segir Leifur. Ástæða þess að ekki var hægt að lenda í Reykjavík var sú að flugbraut 06/24 er ekki í notkun en Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi samgönguráðherra, skrifaði undir samkomulag við Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóra, í október 2013 sem fól í sér lokun flugbrautarinnar. Þorkell Ásgeir Jóhannsson flugmaður, sem var flugstjóri í umræddri ferð, sagði á Facebook að það væri að „storka örlögum“ fólks að hafa flugbrautina lokaða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjúkravél Mýflugs gat ekki lent í Reykjavík Ekki var hægt að fljúga sjúkraflug með alvarlegan veikan mann frá Hornafirði til Reykjavíkur í gær vegna þess að allar brautir nema NA/SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar voru ófærar vegna veðurs. Brautinni var lokað í júlí síðastlið 29. desember 2016 07:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Sjúklingurinn sem fluttur var með sjúkraflugi frá Hornafirði til Akureyrar í fyrradag vegna þess að ekki var hægt að lenda á Reykjavíkurflugvelli var ekki í lífshættu þrátt fyrir að vera í svokölluðum F1 forgangi sem er bráð lífsógn eða bráðatilvik sjúklinga. Ekki var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar til að koma sjúklingnum í þessum forgangi til Reykjavíkur. „Sjúklingurinn sem hér um ræðir hefur verið til meðferðar á hjartadeild Landspítalans og var það fyrsta val að koma sjúklingnum undir læknishendur þar til hjartasérfræðinga sem hafa unnið með sjúklinginn og þekkja hann þar af leiðandi best,“ segir Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri. „Þess í stað kom hann hingað í læknishendur hjartasérfræðinga hér nyrðra. Við getum tekið við sjúklingum af þessari tegund en ef um bráðahjartaþræðingu er að ræða getum við lítið gert.“Sigurður Einar SigurðssonHins vegar var þyrla Landhelgisgæslunnar ekki sett í viðbragðsstöðu til að fljúga með sjúklinginn til Reykjavíkur. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir enga beiðni hafa borist vegna þessa flugs. Einnig segir hann mjög líklegt að þyrla gæslunnar hefði getað komið sjúklingnum til Reykjavíkur klakklaust. Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, segir bara tímaspursmál hvenær einstaklingur í lífshættu þurfi að komast í læknishendur. „Í raun er það bara tímaspursmál hvenær alvarlegt atvik kemur upp og því þarf að gera eitthvað til að tryggja öryggi allra landsmanna og aðgang þeirra að heilbrigðisþjónustu,“ segir Leifur. Ástæða þess að ekki var hægt að lenda í Reykjavík var sú að flugbraut 06/24 er ekki í notkun en Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi samgönguráðherra, skrifaði undir samkomulag við Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóra, í október 2013 sem fól í sér lokun flugbrautarinnar. Þorkell Ásgeir Jóhannsson flugmaður, sem var flugstjóri í umræddri ferð, sagði á Facebook að það væri að „storka örlögum“ fólks að hafa flugbrautina lokaða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjúkravél Mýflugs gat ekki lent í Reykjavík Ekki var hægt að fljúga sjúkraflug með alvarlegan veikan mann frá Hornafirði til Reykjavíkur í gær vegna þess að allar brautir nema NA/SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar voru ófærar vegna veðurs. Brautinni var lokað í júlí síðastlið 29. desember 2016 07:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Sjúkravél Mýflugs gat ekki lent í Reykjavík Ekki var hægt að fljúga sjúkraflug með alvarlegan veikan mann frá Hornafirði til Reykjavíkur í gær vegna þess að allar brautir nema NA/SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar voru ófærar vegna veðurs. Brautinni var lokað í júlí síðastlið 29. desember 2016 07:00