Þyrla hefði getað flutt hjartasjúkling suður Sveinn Arnarsson skrifar 30. desember 2016 07:00 NA/SV-brautinni var lokað með samkomulagi ríkis og borgar. vísir/ernir Sjúklingurinn sem fluttur var með sjúkraflugi frá Hornafirði til Akureyrar í fyrradag vegna þess að ekki var hægt að lenda á Reykjavíkurflugvelli var ekki í lífshættu þrátt fyrir að vera í svokölluðum F1 forgangi sem er bráð lífsógn eða bráðatilvik sjúklinga. Ekki var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar til að koma sjúklingnum í þessum forgangi til Reykjavíkur. „Sjúklingurinn sem hér um ræðir hefur verið til meðferðar á hjartadeild Landspítalans og var það fyrsta val að koma sjúklingnum undir læknishendur þar til hjartasérfræðinga sem hafa unnið með sjúklinginn og þekkja hann þar af leiðandi best,“ segir Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri. „Þess í stað kom hann hingað í læknishendur hjartasérfræðinga hér nyrðra. Við getum tekið við sjúklingum af þessari tegund en ef um bráðahjartaþræðingu er að ræða getum við lítið gert.“Sigurður Einar SigurðssonHins vegar var þyrla Landhelgisgæslunnar ekki sett í viðbragðsstöðu til að fljúga með sjúklinginn til Reykjavíkur. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir enga beiðni hafa borist vegna þessa flugs. Einnig segir hann mjög líklegt að þyrla gæslunnar hefði getað komið sjúklingnum til Reykjavíkur klakklaust. Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, segir bara tímaspursmál hvenær einstaklingur í lífshættu þurfi að komast í læknishendur. „Í raun er það bara tímaspursmál hvenær alvarlegt atvik kemur upp og því þarf að gera eitthvað til að tryggja öryggi allra landsmanna og aðgang þeirra að heilbrigðisþjónustu,“ segir Leifur. Ástæða þess að ekki var hægt að lenda í Reykjavík var sú að flugbraut 06/24 er ekki í notkun en Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi samgönguráðherra, skrifaði undir samkomulag við Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóra, í október 2013 sem fól í sér lokun flugbrautarinnar. Þorkell Ásgeir Jóhannsson flugmaður, sem var flugstjóri í umræddri ferð, sagði á Facebook að það væri að „storka örlögum“ fólks að hafa flugbrautina lokaða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjúkravél Mýflugs gat ekki lent í Reykjavík Ekki var hægt að fljúga sjúkraflug með alvarlegan veikan mann frá Hornafirði til Reykjavíkur í gær vegna þess að allar brautir nema NA/SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar voru ófærar vegna veðurs. Brautinni var lokað í júlí síðastlið 29. desember 2016 07:00 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Sjúklingurinn sem fluttur var með sjúkraflugi frá Hornafirði til Akureyrar í fyrradag vegna þess að ekki var hægt að lenda á Reykjavíkurflugvelli var ekki í lífshættu þrátt fyrir að vera í svokölluðum F1 forgangi sem er bráð lífsógn eða bráðatilvik sjúklinga. Ekki var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar til að koma sjúklingnum í þessum forgangi til Reykjavíkur. „Sjúklingurinn sem hér um ræðir hefur verið til meðferðar á hjartadeild Landspítalans og var það fyrsta val að koma sjúklingnum undir læknishendur þar til hjartasérfræðinga sem hafa unnið með sjúklinginn og þekkja hann þar af leiðandi best,“ segir Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri. „Þess í stað kom hann hingað í læknishendur hjartasérfræðinga hér nyrðra. Við getum tekið við sjúklingum af þessari tegund en ef um bráðahjartaþræðingu er að ræða getum við lítið gert.“Sigurður Einar SigurðssonHins vegar var þyrla Landhelgisgæslunnar ekki sett í viðbragðsstöðu til að fljúga með sjúklinginn til Reykjavíkur. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir enga beiðni hafa borist vegna þessa flugs. Einnig segir hann mjög líklegt að þyrla gæslunnar hefði getað komið sjúklingnum til Reykjavíkur klakklaust. Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, segir bara tímaspursmál hvenær einstaklingur í lífshættu þurfi að komast í læknishendur. „Í raun er það bara tímaspursmál hvenær alvarlegt atvik kemur upp og því þarf að gera eitthvað til að tryggja öryggi allra landsmanna og aðgang þeirra að heilbrigðisþjónustu,“ segir Leifur. Ástæða þess að ekki var hægt að lenda í Reykjavík var sú að flugbraut 06/24 er ekki í notkun en Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi samgönguráðherra, skrifaði undir samkomulag við Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóra, í október 2013 sem fól í sér lokun flugbrautarinnar. Þorkell Ásgeir Jóhannsson flugmaður, sem var flugstjóri í umræddri ferð, sagði á Facebook að það væri að „storka örlögum“ fólks að hafa flugbrautina lokaða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjúkravél Mýflugs gat ekki lent í Reykjavík Ekki var hægt að fljúga sjúkraflug með alvarlegan veikan mann frá Hornafirði til Reykjavíkur í gær vegna þess að allar brautir nema NA/SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar voru ófærar vegna veðurs. Brautinni var lokað í júlí síðastlið 29. desember 2016 07:00 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Sjúkravél Mýflugs gat ekki lent í Reykjavík Ekki var hægt að fljúga sjúkraflug með alvarlegan veikan mann frá Hornafirði til Reykjavíkur í gær vegna þess að allar brautir nema NA/SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar voru ófærar vegna veðurs. Brautinni var lokað í júlí síðastlið 29. desember 2016 07:00