Bjóða hælisleitendum í áramótafögnuð í Ráðhúsinu Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 31. desember 2016 11:45 Búið er að skreyta Ráðhúsið fyrir kvöldið. Laura Björg Þórunn Ólafsdóttir, formaður Akkeris og handhafi Mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar þetta árið, stendur ásamt hópi sjálfboðaliða fyrir áramótafögnuði og notalegri samverustund fyrir hælisleitendur í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld frá klukkan átta til eitt.Fyrsti viðburður Akkeris á Íslandi Þetta er í fyrsta skipti sem Akkeri stendur fyrir þess konar samverustund hér á landi en í sumar héldu þau samverustund í Grikklandi fyrir flóttafólk og fögnuðu þar Eid hátíðinni sem er hátíð sem markar lok Ramadan. Akkeri náði þá á 48 tímum að safna pening til að geta gert flóttafólkinu glaðan dag og hélt heljarinnar matarboð með dúkuðum borðum og þriggja rétta máltíð. Eftir að hafa upplifað þessa ótrúlegu gleði sem þar ríkti og auðveldað flóttafólkinu að gleyma stað og stund og gert þeim kleift að upplifa sig sem manneskjur, ákvað Þórunn að halda áfram með þess konar verkefni og standa að áramótafögnuðinum í kvöld. „Áramótin eru stór hátíð og mikil tímamót í hugum okkar flestra og það eru takmörkuð tækifæri fyrir hælisleitendur að halda upp á slíkt þar sem þau búa hérna við misgóðar aðstæður. Okkur datt því í hug að þetta yrði góð leið að sýna fólki stuðning og bjóða það velkomið og búa til eitthvað svolítið fallegt í anda þessara tíma,“ segir Þórunn. Heilmikið verður um að vera þessa kvöldstund og munu Magga Stína, Megas og Margrét Blöndal stíga á stokk og vera með skemmtiatriði. Ekki verður haldin sérstök flugeldasýning og því verður flugeldasýning íbúa miðborgarinnar látin duga enda Íslendingar með endæmum sprengiglöð þjóð. Þórunn nefnir að boðið verður upp á eyrnatappa fyrir hælisleitendurnar. Lagt verður upp með að útskýra fyrir þeim sprengigleði landans, enda sé þarna fólk sem hafi upplifað stríðsátök og því geti það verið viðkvæmt fyrir sprengingunum.Rútur sækja boðsgestiBúist er við að fjöldi hælisleitenda muni koma í fögnuðinn en Þórunn segist ekki vita nákvæmlega hver fjöldinn verði. Hún nefnir að um 800 hælisleitendur séu staðsettir á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni og að þau hafi auglýst viðburðinn í híbýlum þeirra. Þórunn segir að þau sem standi að boðinu séu búin að fá rútu að láni og ætla sér að sækja boðsgesti og keyra þá beint að dyrum og inn í áramótagleðina. Því má sjá að margt er lagt á sig til að þessi fögnuður verði að veruleika. „Ég var sjálf veðurtæpt út á landi og keyrði í bæinn í fyrradag á bílaleigubíl til að ná þessu,“ segir Þórunn og bætir við að það hafi samt ekkert stress verið í kringum þetta allt saman. „Það magnaða við þetta er að þetta hefur aldrei verið stress því um leið og ég kastaði þessari hugmynd út í kosmosið þá byrjaði þetta bara að gerast af sjálfu sér.‘‘ Allir leggja hönd á plóg Mörg fyrirtæki hafa styrkt Akkeri og Þórunn talar um að hægt sé að tala um landsátak í þeim málum. 50 manns eru í skipulagshópnum og þeir ásamt sjálfboðaliðum hafa unnið sleitulaust að því að gera þessa stund sem eftirminnilegasta. Boðið verður upp á smárétti, kökur, kaffi og drykkjarföng og búið er að gera aðstöðu fyrir börnin sem mæta. Þar geta þau leikið sér og horft á kvikmyndir. „Reykjavíkurborg lét okkur eftir Ráðhúsið og við verðum hérna í Tjarnarsalnum,“ segir Þórunn. Þörf á endurbótum í málefnum hælisleitenda Nú taka við nýir tímar hjá Þórunni þar sem hún er flutt heim í bili. Hún ætlar að halda áfram að efla starfsemi Akkeris og sjá samtökin blómstra hér heima enda sé ávallt þörf á samtökum sem vilja auðvelda og hjálpa flóttafólki. Þórunn nefnir að aðstaða flóttamanna hér á landi sé ekki upp á marga fiska og að margt þurfi að bæta. „Ég verð eiginlega að segja að mér finnst kerfið hérna ofboðslega illa undirbúið. Nú höfðum við forskot í rauninni. Þegar að flóttafólk fór að streyma inn í Evrópu þá held ég að það hafi liðið allavega ár þangað til að við fórum að sjá mikla aukningu. Mér finnst hvorki stjórnvöld né kerfið hérna heima hafa sótt þá þekkingu sem var til staðar á meginlandi Evrópu. Þetta virðist hafa komið öllum svolítið á óvart. Svo er kerfið ofboðslega hægt. Fólk býr við slæmar aðstæður,“ segir Þórunn og nefnir að sjálfboðaliðum séu jafnvel settar hömlur af útlendingastofnun og meini þeim aðgang inn í miðstöðvar Hælisleitanda. Þórunn leggur áherslu á að almenningur sé duglegur að standa sig og að mikil samstaða sé með flóttafólki í samfélaginu. Þetta stefnir því allt í ljúfa áramótakvöldstund í Ráðhúsinu og víst er að Akkeri og sjálfboðaliðar munu gleðja mörg hjörtu og senda sáttar sálir inn í nýja árið.Rætt var við Þórunni í hádegisfréttum Stöðvar 2 á gamlársdag. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Þórunn Ólafsdóttir, formaður Akkeris og handhafi Mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar þetta árið, stendur ásamt hópi sjálfboðaliða fyrir áramótafögnuði og notalegri samverustund fyrir hælisleitendur í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld frá klukkan átta til eitt.Fyrsti viðburður Akkeris á Íslandi Þetta er í fyrsta skipti sem Akkeri stendur fyrir þess konar samverustund hér á landi en í sumar héldu þau samverustund í Grikklandi fyrir flóttafólk og fögnuðu þar Eid hátíðinni sem er hátíð sem markar lok Ramadan. Akkeri náði þá á 48 tímum að safna pening til að geta gert flóttafólkinu glaðan dag og hélt heljarinnar matarboð með dúkuðum borðum og þriggja rétta máltíð. Eftir að hafa upplifað þessa ótrúlegu gleði sem þar ríkti og auðveldað flóttafólkinu að gleyma stað og stund og gert þeim kleift að upplifa sig sem manneskjur, ákvað Þórunn að halda áfram með þess konar verkefni og standa að áramótafögnuðinum í kvöld. „Áramótin eru stór hátíð og mikil tímamót í hugum okkar flestra og það eru takmörkuð tækifæri fyrir hælisleitendur að halda upp á slíkt þar sem þau búa hérna við misgóðar aðstæður. Okkur datt því í hug að þetta yrði góð leið að sýna fólki stuðning og bjóða það velkomið og búa til eitthvað svolítið fallegt í anda þessara tíma,“ segir Þórunn. Heilmikið verður um að vera þessa kvöldstund og munu Magga Stína, Megas og Margrét Blöndal stíga á stokk og vera með skemmtiatriði. Ekki verður haldin sérstök flugeldasýning og því verður flugeldasýning íbúa miðborgarinnar látin duga enda Íslendingar með endæmum sprengiglöð þjóð. Þórunn nefnir að boðið verður upp á eyrnatappa fyrir hælisleitendurnar. Lagt verður upp með að útskýra fyrir þeim sprengigleði landans, enda sé þarna fólk sem hafi upplifað stríðsátök og því geti það verið viðkvæmt fyrir sprengingunum.Rútur sækja boðsgestiBúist er við að fjöldi hælisleitenda muni koma í fögnuðinn en Þórunn segist ekki vita nákvæmlega hver fjöldinn verði. Hún nefnir að um 800 hælisleitendur séu staðsettir á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni og að þau hafi auglýst viðburðinn í híbýlum þeirra. Þórunn segir að þau sem standi að boðinu séu búin að fá rútu að láni og ætla sér að sækja boðsgesti og keyra þá beint að dyrum og inn í áramótagleðina. Því má sjá að margt er lagt á sig til að þessi fögnuður verði að veruleika. „Ég var sjálf veðurtæpt út á landi og keyrði í bæinn í fyrradag á bílaleigubíl til að ná þessu,“ segir Þórunn og bætir við að það hafi samt ekkert stress verið í kringum þetta allt saman. „Það magnaða við þetta er að þetta hefur aldrei verið stress því um leið og ég kastaði þessari hugmynd út í kosmosið þá byrjaði þetta bara að gerast af sjálfu sér.‘‘ Allir leggja hönd á plóg Mörg fyrirtæki hafa styrkt Akkeri og Þórunn talar um að hægt sé að tala um landsátak í þeim málum. 50 manns eru í skipulagshópnum og þeir ásamt sjálfboðaliðum hafa unnið sleitulaust að því að gera þessa stund sem eftirminnilegasta. Boðið verður upp á smárétti, kökur, kaffi og drykkjarföng og búið er að gera aðstöðu fyrir börnin sem mæta. Þar geta þau leikið sér og horft á kvikmyndir. „Reykjavíkurborg lét okkur eftir Ráðhúsið og við verðum hérna í Tjarnarsalnum,“ segir Þórunn. Þörf á endurbótum í málefnum hælisleitenda Nú taka við nýir tímar hjá Þórunni þar sem hún er flutt heim í bili. Hún ætlar að halda áfram að efla starfsemi Akkeris og sjá samtökin blómstra hér heima enda sé ávallt þörf á samtökum sem vilja auðvelda og hjálpa flóttafólki. Þórunn nefnir að aðstaða flóttamanna hér á landi sé ekki upp á marga fiska og að margt þurfi að bæta. „Ég verð eiginlega að segja að mér finnst kerfið hérna ofboðslega illa undirbúið. Nú höfðum við forskot í rauninni. Þegar að flóttafólk fór að streyma inn í Evrópu þá held ég að það hafi liðið allavega ár þangað til að við fórum að sjá mikla aukningu. Mér finnst hvorki stjórnvöld né kerfið hérna heima hafa sótt þá þekkingu sem var til staðar á meginlandi Evrópu. Þetta virðist hafa komið öllum svolítið á óvart. Svo er kerfið ofboðslega hægt. Fólk býr við slæmar aðstæður,“ segir Þórunn og nefnir að sjálfboðaliðum séu jafnvel settar hömlur af útlendingastofnun og meini þeim aðgang inn í miðstöðvar Hælisleitanda. Þórunn leggur áherslu á að almenningur sé duglegur að standa sig og að mikil samstaða sé með flóttafólki í samfélaginu. Þetta stefnir því allt í ljúfa áramótakvöldstund í Ráðhúsinu og víst er að Akkeri og sjálfboðaliðar munu gleðja mörg hjörtu og senda sáttar sálir inn í nýja árið.Rætt var við Þórunni í hádegisfréttum Stöðvar 2 á gamlársdag.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira