Óður til íslenskra bifvélavirkja Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. desember 2016 19:30 Íslenskur bílaáhugamaður hefur undanfarin þrjú ár tekið yfir fimmtán hundruð myndir af hinu ýmsu bílum sem hafa verið gerðir upp hér á landi. Afraksturinn birtir hann svo á Instagram þar sem næstu þrjátíu þúsund manns fylgjast með. Hann segir myndirnar vera óð til íslenskra bifvélavirkja og hugvitsmanna. Gylfi Blöndal hefur undanfarin þrjú ár haldið úti Instagramsíðunni Iceland Car Culture, þar sem hann deilir myndum af gömlum uppgerðum bílum. Hann segir bílaáhugann hafa kviknað á uppvaxtarárunum í ferjubænum Seyðisfirði.Uppgerðir bílar sem Gylfi hefur myndað. Eins og sést eru þeir hver öðrum litríkari og fallegri.„Sem krakki og unglingur vann ég við að dæla bensíni á bíla þarna. Þá sá ég alla gömlu flottu bílana vera að fara inn og út úr landinu. Þá serstaklega svona gamla ferðabíla, mikið breytta bíla og bíla sem fólk getur búið í. Þá hugsaði ég með mér að einhvern daginn ætlaði ég að eignast svona bíl,“ segir Gylfi. Hann á nú sjálfur tvo uppgerða bíla sem hann er duglegur að ferðast í um landið. Þegar sá draumur hafði ræst fór hann að taka myndir af öðrum ökutækjum sem vöktu athygli hans. „Ég hef áhuga líka á að varðveita eitthvað af heimildum um þessa skrítnu bíla sem eru að fara að hverfa af vettvangi á nýrri bílaöld. Það dreif mig áfram í þessu, en líka bara minn persónulegi áhugi. Áhuginn sem ég hef fundið að utan hefur eiginlega bara komið mér á óvart.“Fagurgulur uppgerður Volvo.Yfir 26.000 fylgjendur á Instagram Yfir tuttugu og sex þúsund manns fylgja Gylfa á Instagram, en hvar finnur hann alla þessa bíla? „Ég leita að bílum. Þetta rennur ekkert í innkeyrsluna hjá manni af sjálfsdáðum. Oft þarf að hafa svolítið mikið fyrir að finna bestu bílana. Stundum finn ég þá í myrkri og þarf að koma aftur seinna, og þá er hann kannski farinn. Þá þarf ég að koma aftur og þá er hann kannski kominn aftur og birtan rétt. Þetta er svolítið veiði. Ég þarf að veiða þá. Nú er ég búin að mynda hátt í fimmtán hundruð bíla svo þetta er orðið ágætis safn.“ Gylfi segist líta á bílamyndirnar sem mikilvæga heimildaöflun. „Á vissan máta má í raun segja að þetta sé hálfgerður óður til íslenskra bifvélavirkja og hugvitsmanna. Og á vissan hátt er þetta líka svona „icelandic design“. Ef ég finn bílinn og finn eigandann nálægt þá reyni ég alltaf að tala við hann og fá einhverjar frekari upplýsingar og skemmtilegar sögur sem ég reyni að deila svo áfram með mínum fylgjendum á Instagram.“ Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Íslenskur bílaáhugamaður hefur undanfarin þrjú ár tekið yfir fimmtán hundruð myndir af hinu ýmsu bílum sem hafa verið gerðir upp hér á landi. Afraksturinn birtir hann svo á Instagram þar sem næstu þrjátíu þúsund manns fylgjast með. Hann segir myndirnar vera óð til íslenskra bifvélavirkja og hugvitsmanna. Gylfi Blöndal hefur undanfarin þrjú ár haldið úti Instagramsíðunni Iceland Car Culture, þar sem hann deilir myndum af gömlum uppgerðum bílum. Hann segir bílaáhugann hafa kviknað á uppvaxtarárunum í ferjubænum Seyðisfirði.Uppgerðir bílar sem Gylfi hefur myndað. Eins og sést eru þeir hver öðrum litríkari og fallegri.„Sem krakki og unglingur vann ég við að dæla bensíni á bíla þarna. Þá sá ég alla gömlu flottu bílana vera að fara inn og út úr landinu. Þá serstaklega svona gamla ferðabíla, mikið breytta bíla og bíla sem fólk getur búið í. Þá hugsaði ég með mér að einhvern daginn ætlaði ég að eignast svona bíl,“ segir Gylfi. Hann á nú sjálfur tvo uppgerða bíla sem hann er duglegur að ferðast í um landið. Þegar sá draumur hafði ræst fór hann að taka myndir af öðrum ökutækjum sem vöktu athygli hans. „Ég hef áhuga líka á að varðveita eitthvað af heimildum um þessa skrítnu bíla sem eru að fara að hverfa af vettvangi á nýrri bílaöld. Það dreif mig áfram í þessu, en líka bara minn persónulegi áhugi. Áhuginn sem ég hef fundið að utan hefur eiginlega bara komið mér á óvart.“Fagurgulur uppgerður Volvo.Yfir 26.000 fylgjendur á Instagram Yfir tuttugu og sex þúsund manns fylgja Gylfa á Instagram, en hvar finnur hann alla þessa bíla? „Ég leita að bílum. Þetta rennur ekkert í innkeyrsluna hjá manni af sjálfsdáðum. Oft þarf að hafa svolítið mikið fyrir að finna bestu bílana. Stundum finn ég þá í myrkri og þarf að koma aftur seinna, og þá er hann kannski farinn. Þá þarf ég að koma aftur og þá er hann kannski kominn aftur og birtan rétt. Þetta er svolítið veiði. Ég þarf að veiða þá. Nú er ég búin að mynda hátt í fimmtán hundruð bíla svo þetta er orðið ágætis safn.“ Gylfi segist líta á bílamyndirnar sem mikilvæga heimildaöflun. „Á vissan máta má í raun segja að þetta sé hálfgerður óður til íslenskra bifvélavirkja og hugvitsmanna. Og á vissan hátt er þetta líka svona „icelandic design“. Ef ég finn bílinn og finn eigandann nálægt þá reyni ég alltaf að tala við hann og fá einhverjar frekari upplýsingar og skemmtilegar sögur sem ég reyni að deila svo áfram með mínum fylgjendum á Instagram.“
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira