Grænn silkikjóll varð fyrir valinu Guðný Hrönn Antonsdóttir skrifar 11. desember 2016 21:00 Magnea Einarsdóttir er búin að finna jóladressið. Vísir/Eyþór Fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir er búin að finna jóladressið þetta árið. Hún leitaði ekki lagt yfir skammt því hún klæðist sinni eigin hönnun yfir hátíðirnar. Magnea klæðist flíkum úr sinni eigin vetrarlínu yfir jólin. „Ég er þannig að ég vil helst ekki mæta í tvö jólaboð í sama kjólnum svo það kemur sér ágætlega að vera með gott úrval sem ég get valið úr. Ég ætla að vera í uppáhaldsflíkinni minni – grænum silkikjól með gegnsæju bakstykki á aðfangadag og nota svo prjónakjólana mína í veislurnar dagana á eftir sem ég hef hugsað mér að poppa upp með silkitoppum og skarti. Eftir jólin held ég svo áfram að nota þá hversdags,“ segir hún. Magnea kveðst vera vandlát þegar kemur að jólafötunum. „Já, síðustu ár hef ég fengið mér fallega íslenska hönnun fyrir jólin. Annars finn ég oftast eitthvað í „vintage“-verslunum. Ég get verið mjög vandlát á föt og vil helst vera í einhverju sem enginn annar á svo ég hef oftar en ekki endað á að setja saman mín eigin dress úr fataskápnum og keypt mér fylgihluti til að setja punktinn yfir i-ð.“Græni kjóllinn sem Magnea ætlar að klæðast um jólin.„Vintage“-prjónakjóll eftirminnilegasturÞegar Magnea rifjar upp eftirminnilegasta jóladress sitt þá kemur „vintage“-kjóll upp í hugann. „Það er hvítur síður prjónakjóll með silfurþráðum sem ég keypti í „vintage“-búð í London þegar ég bjó þar fyrir nokkrum árum.“ Aðspurð út í eftirminnilegustu tísku-jólagjöfina sína nefnir hún bækur. „Fyrsta árið mitt í fatahönnun fengu allir fjölskyldumeðlimir sömu hugmynd og gáfu mér veglegar tískubækur í jólagjöf. Ég elska fátt meira en fallegar bækur svo ég var í skýjunum með þessar gjafir.“ Magnea selur hönnun sína í versluninni Kiosk á Laugavegi ásamt öðrum hönnuðum. Í þeirri verslun er ýmislegt fallegt að finna og sú flík sem er á óskalista Magneu þessa stundina kemur einmitt frá öðrum hönnuði Kiosk. „Mig dreymir um dásamlega fallegan bláan kjól frá Millu Snorrason sem var að koma í verslunina okkar.“ Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir er búin að finna jóladressið þetta árið. Hún leitaði ekki lagt yfir skammt því hún klæðist sinni eigin hönnun yfir hátíðirnar. Magnea klæðist flíkum úr sinni eigin vetrarlínu yfir jólin. „Ég er þannig að ég vil helst ekki mæta í tvö jólaboð í sama kjólnum svo það kemur sér ágætlega að vera með gott úrval sem ég get valið úr. Ég ætla að vera í uppáhaldsflíkinni minni – grænum silkikjól með gegnsæju bakstykki á aðfangadag og nota svo prjónakjólana mína í veislurnar dagana á eftir sem ég hef hugsað mér að poppa upp með silkitoppum og skarti. Eftir jólin held ég svo áfram að nota þá hversdags,“ segir hún. Magnea kveðst vera vandlát þegar kemur að jólafötunum. „Já, síðustu ár hef ég fengið mér fallega íslenska hönnun fyrir jólin. Annars finn ég oftast eitthvað í „vintage“-verslunum. Ég get verið mjög vandlát á föt og vil helst vera í einhverju sem enginn annar á svo ég hef oftar en ekki endað á að setja saman mín eigin dress úr fataskápnum og keypt mér fylgihluti til að setja punktinn yfir i-ð.“Græni kjóllinn sem Magnea ætlar að klæðast um jólin.„Vintage“-prjónakjóll eftirminnilegasturÞegar Magnea rifjar upp eftirminnilegasta jóladress sitt þá kemur „vintage“-kjóll upp í hugann. „Það er hvítur síður prjónakjóll með silfurþráðum sem ég keypti í „vintage“-búð í London þegar ég bjó þar fyrir nokkrum árum.“ Aðspurð út í eftirminnilegustu tísku-jólagjöfina sína nefnir hún bækur. „Fyrsta árið mitt í fatahönnun fengu allir fjölskyldumeðlimir sömu hugmynd og gáfu mér veglegar tískubækur í jólagjöf. Ég elska fátt meira en fallegar bækur svo ég var í skýjunum með þessar gjafir.“ Magnea selur hönnun sína í versluninni Kiosk á Laugavegi ásamt öðrum hönnuðum. Í þeirri verslun er ýmislegt fallegt að finna og sú flík sem er á óskalista Magneu þessa stundina kemur einmitt frá öðrum hönnuði Kiosk. „Mig dreymir um dásamlega fallegan bláan kjól frá Millu Snorrason sem var að koma í verslunina okkar.“
Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira