Innlent

Fjórir í haldi vegna fíkniefnainnflutnings

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Alls voru fimm handteknir vegna málsins.
Alls voru fimm handteknir vegna málsins. Vísir/Pjetur
Fjórir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um innflutning á um fjórum kílóum af amfetamíni auk töluverðs magns af sterum. Einn til viðbótar var jafnframt handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald, en sá er nú laus úr haldi.

Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Þar segir að fíkniefnin hafi uppgötvast í póstsendingu til landsins.  

Rannsókn málsins hefur staðið yfir í nokkrar vikur. Gerðar hafa verið nokkrar húsleitir á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×