Eyjólfur fer í fóstur á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2016 15:51 Eyjólfur ásamt móður sinni Elvu Christinu. vísir/anton brink Eyjólfur Kristinn Elvuson, hin fimm ára gamli drengur sem hefur verið í forgrunni forræðismáls eftir að flúið var með hann frá Noregi til Íslands mun verða settur í fóstur á vegum barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Tryggt verður þó að móðir hans og móðurfjölskylda fái umgengnisrétt. Þetta staðfestir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnastofu, í samtali við Vísi. Í dag varð endarleg niðurstaða í málinu ljós og hafa norsk barnaverndaryfirvöld hætt sínum afskiptum af málinu. Forsaga málsins er sú að norsk barnaverndaryfirvöld sviptu Elvu Christinu Hafnadóttur, móðir Eyjólfs, forsjá yfir drengnum, en hún var búsett þar í landi ásamt móður sinni. Þegar úrskurður yfirvalda kom tók fjölskyldan saman föggur sínar og flúði til Íslands. Eftir að dómstólar fjölluðu um málið átti að senda Eyjólf út til Noregs í byrjun desember.Sjá einnig:Móðir Eyjólfs í skýjunum með að hann verði áfram á Íslandi: „Ég gat ekki hætt að brosa“„Barnið fer í fóstur á vegum Barnaverndar Reykjavíkur. Það er gert í samráði við móður og móðurfjölskyldu. Því markmiði sem sett var í þessu að Eyjólfur fái að alast upp í íslensku samfélagi er náð með þessari niðurstöðu,“ segir Bragi.Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu.visir/valliHann segir að tryggt verði að móðurfjölskyldan fái umgengnisrétt en það verði samkvæmt ákvörðun Barnaverndarnefndar Reykjavíkur „Aðalatriðið í þessu er að hans uppruni er íslenskur, hans fjölskylda býr á Íslandi og nú er búið að tryggja það að hann verði hér. Það skiptir máli fyrir hann að geta átt umgengni við sína nánustu. Það er eðlilegt að hann fái að þekkja þetta fólk allt saman.“Óska eftir svigrúmiÍ yfirlýsingu frá lögmanni Elvu Christinar er komið á framfæri þakklæti vegna þess hlýhugs og stuðnings sem fjölskylda hennar hefur verið sýndur á undanförnum mánuðum. Þá er einnig óskað eftir því að fjölskyldunni verði nú gefið svigrúm til þess að huga að sínum málum. Elva Christina var í viðtali í Bítinu í gær þar sem hún þakkaði þjóðinni allri fyrir þann stuðning sem hún hafði fengið í gegnum þetta allt saman. „Maður fær fiðring í magann hugsandi út í það að þessi litla þjóð hafi bjargað honum. Ég hefði aldrei getað gert þetta ef það væri ekki fyrir fjölmiðla og fólkið þarna úti sem sagði bara nei og þetta kæmi ekki til greina. Ég hefði aldrei getað sagt þessar gleðifréttir ef ég hefði ekki fengið þessa hjálp.“ Tengdar fréttir Eyjólfur verður áfram á Íslandi Brottflutningur hins fimm ára gamla Eyjólfs Kristins Elvusonar frá Íslandi til Noregs hefur verið sleginn útaf borðinu 12. desember 2016 11:39 Móðir Eyjólfs í skýjunum með að hann verði áfram á Íslandi: „Ég gat ekki hætt að brosa“ Norsk barnayfirvöld hafa fært málið alfarið til Íslands. 13. desember 2016 10:52 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Eyjólfur Kristinn Elvuson, hin fimm ára gamli drengur sem hefur verið í forgrunni forræðismáls eftir að flúið var með hann frá Noregi til Íslands mun verða settur í fóstur á vegum barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Tryggt verður þó að móðir hans og móðurfjölskylda fái umgengnisrétt. Þetta staðfestir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnastofu, í samtali við Vísi. Í dag varð endarleg niðurstaða í málinu ljós og hafa norsk barnaverndaryfirvöld hætt sínum afskiptum af málinu. Forsaga málsins er sú að norsk barnaverndaryfirvöld sviptu Elvu Christinu Hafnadóttur, móðir Eyjólfs, forsjá yfir drengnum, en hún var búsett þar í landi ásamt móður sinni. Þegar úrskurður yfirvalda kom tók fjölskyldan saman föggur sínar og flúði til Íslands. Eftir að dómstólar fjölluðu um málið átti að senda Eyjólf út til Noregs í byrjun desember.Sjá einnig:Móðir Eyjólfs í skýjunum með að hann verði áfram á Íslandi: „Ég gat ekki hætt að brosa“„Barnið fer í fóstur á vegum Barnaverndar Reykjavíkur. Það er gert í samráði við móður og móðurfjölskyldu. Því markmiði sem sett var í þessu að Eyjólfur fái að alast upp í íslensku samfélagi er náð með þessari niðurstöðu,“ segir Bragi.Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu.visir/valliHann segir að tryggt verði að móðurfjölskyldan fái umgengnisrétt en það verði samkvæmt ákvörðun Barnaverndarnefndar Reykjavíkur „Aðalatriðið í þessu er að hans uppruni er íslenskur, hans fjölskylda býr á Íslandi og nú er búið að tryggja það að hann verði hér. Það skiptir máli fyrir hann að geta átt umgengni við sína nánustu. Það er eðlilegt að hann fái að þekkja þetta fólk allt saman.“Óska eftir svigrúmiÍ yfirlýsingu frá lögmanni Elvu Christinar er komið á framfæri þakklæti vegna þess hlýhugs og stuðnings sem fjölskylda hennar hefur verið sýndur á undanförnum mánuðum. Þá er einnig óskað eftir því að fjölskyldunni verði nú gefið svigrúm til þess að huga að sínum málum. Elva Christina var í viðtali í Bítinu í gær þar sem hún þakkaði þjóðinni allri fyrir þann stuðning sem hún hafði fengið í gegnum þetta allt saman. „Maður fær fiðring í magann hugsandi út í það að þessi litla þjóð hafi bjargað honum. Ég hefði aldrei getað gert þetta ef það væri ekki fyrir fjölmiðla og fólkið þarna úti sem sagði bara nei og þetta kæmi ekki til greina. Ég hefði aldrei getað sagt þessar gleðifréttir ef ég hefði ekki fengið þessa hjálp.“
Tengdar fréttir Eyjólfur verður áfram á Íslandi Brottflutningur hins fimm ára gamla Eyjólfs Kristins Elvusonar frá Íslandi til Noregs hefur verið sleginn útaf borðinu 12. desember 2016 11:39 Móðir Eyjólfs í skýjunum með að hann verði áfram á Íslandi: „Ég gat ekki hætt að brosa“ Norsk barnayfirvöld hafa fært málið alfarið til Íslands. 13. desember 2016 10:52 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Eyjólfur verður áfram á Íslandi Brottflutningur hins fimm ára gamla Eyjólfs Kristins Elvusonar frá Íslandi til Noregs hefur verið sleginn útaf borðinu 12. desember 2016 11:39
Móðir Eyjólfs í skýjunum með að hann verði áfram á Íslandi: „Ég gat ekki hætt að brosa“ Norsk barnayfirvöld hafa fært málið alfarið til Íslands. 13. desember 2016 10:52