Tálbeitur áttu að upplýsa um fjárdrátt vaktstjóra sem fær milljónir í bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2016 16:01 Maðurinn starfaði á Hótel Marina og var sakaður um að hafa dregið sér um tvær milljónir í peningum. Vísir/Getty Fyrrverandi vaktstjóri á Hótel Marina við Mýrargötu fær tvær milljónir í miskabætur eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdu honum í hag í gær í máli hans gegn eigenda hótelsins. Honum var sagt upp störfum fyrir þremur mánuðum eftir að grunur lék á að hann hefði dregið sér fé. Tálbeitur voru notaðar til þess að reyna að standa vakstjórann að verki.Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2013. Þar kom fram að lögregla væri að rannsaka meintan fjárdrátt mannsins sem grunaður var um að draga sér fé eftir að yfirmenn hótelsins höfðu tekið eftir mikilli rýrnun á þeim vöktum sem hann hafði forráð yfir og uppgjör í sölukerfinu stóðust ekki. Í dómi héraðsdóms kemur fram að yfirmenn á hótelinu hafi ákveðið að fá tálbeitur til þess að sjá hvort að vaktstjórinn væri í raun og veru að draga sér fé. Í því skyni fengu tálbeiturnar samtals 80 þúsund krónur í fimm þúsund króna seðlum til þess að versla hjá vakstjóranum. Höfðu yfirmenn skráð hjá sér raðnúmer seðlana svo kanna mætti hvort að seðlarnir skiluðu sér á réttan stað. Fylgst var með aðgerðunum í gegnum öryggismyndavélar auk þess sem að fylgst var með færslum í sjóðsvélum. Viðstaddir voru hótelstjóri hótelsins og öryggisfulltrúi Flugleiðahótela, eiganda hótelsins. Við eftirlitið töldu þeir sig sjá vaktstjórann taka við umræddum peningaseðlum auk þess sem að viðkomandi reikningar væru stimplaðir út úr sölukerfinu. Eftir lokun þann 10. ágúst var vaktstjórinn kallaður á fund á kaffistofu starfsmanna þar sem hótelstjórinn sakaði hann um að hafa tekið fjármuni í eigu hótelsins. Hafnaði vaktstjórinn því alfarið. Var lögregla kölluð á staðinn en við athugun á uppgjörum fundust peningaseðlarnir ekki. Tekin var skýrsla af vakstjóranum og leitað á honum og í fataskáp hans sem og í bifreið. Peningaseðlarnir fundust ekki þar. Var vaktstjórinn rekinn vegna brota á trúnaðar- og starfsskyldum sínum og gruns um refsiverða háttsemi en í lögregluskýrslu kemur fram að hann hafi verið grunaður um að draga sér tvær milljónir í peningum. Var hann kærður til lögreglu en tveimur árum síðar var málið fellt niður af Lögreglustjóra af þeim ástæðum að ekki væri hægt að sjá af myndbandsupptökum að vaktstjórinn hefði slegið eign sinni á fjármuni staðarins og ennfremur að ekki sé með nokkru móti hægt að fullyrða að enginn annar starfsmaður á staðnum hafi ekki getað slegið eign sinni á fjármunina. Vaktstjórinn krafði hótelið um miskabætur vegna málsins. Komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu í gær að hótelinu bæri að greiða honum tvær milljónir vegna tilhæfulausrar brottvikningar úr starfi. Í dóminum kemur fram að þær sakir þær sakir sem forsvarsmenn hótelsins hafi borið á hann hafi falið í sér ólögmæta og stórfellda meingerð gegn persónu hans og æru og valdið honum miska. Þó hafnaði héraðsdómur þeirri kröfu mannsins að Hótel Marína bæri að greiað honum miskabætur vegna umfjöllun fjölmiðla um málið. Flugleiðahótel þarf að greiða manninum tvær milljónir í miskabætur, auk rúmlega milljón króna í laun sem hann ætti rétt á vegna fyrirvaralausrar uppsagnar. Þá þurfa flugleiðahótel að greiða tvær milljónir í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Tengdar fréttir Barþjónn grunaður um fjárdrátt Karlmaður hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir fjárdrátt en hann er grunaður um að hafa dregið sér háar fjárhæðir í starfi sínu sem barþjónn. 31. ágúst 2013 18:30 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Fyrrverandi vaktstjóri á Hótel Marina við Mýrargötu fær tvær milljónir í miskabætur eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdu honum í hag í gær í máli hans gegn eigenda hótelsins. Honum var sagt upp störfum fyrir þremur mánuðum eftir að grunur lék á að hann hefði dregið sér fé. Tálbeitur voru notaðar til þess að reyna að standa vakstjórann að verki.Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2013. Þar kom fram að lögregla væri að rannsaka meintan fjárdrátt mannsins sem grunaður var um að draga sér fé eftir að yfirmenn hótelsins höfðu tekið eftir mikilli rýrnun á þeim vöktum sem hann hafði forráð yfir og uppgjör í sölukerfinu stóðust ekki. Í dómi héraðsdóms kemur fram að yfirmenn á hótelinu hafi ákveðið að fá tálbeitur til þess að sjá hvort að vaktstjórinn væri í raun og veru að draga sér fé. Í því skyni fengu tálbeiturnar samtals 80 þúsund krónur í fimm þúsund króna seðlum til þess að versla hjá vakstjóranum. Höfðu yfirmenn skráð hjá sér raðnúmer seðlana svo kanna mætti hvort að seðlarnir skiluðu sér á réttan stað. Fylgst var með aðgerðunum í gegnum öryggismyndavélar auk þess sem að fylgst var með færslum í sjóðsvélum. Viðstaddir voru hótelstjóri hótelsins og öryggisfulltrúi Flugleiðahótela, eiganda hótelsins. Við eftirlitið töldu þeir sig sjá vaktstjórann taka við umræddum peningaseðlum auk þess sem að viðkomandi reikningar væru stimplaðir út úr sölukerfinu. Eftir lokun þann 10. ágúst var vaktstjórinn kallaður á fund á kaffistofu starfsmanna þar sem hótelstjórinn sakaði hann um að hafa tekið fjármuni í eigu hótelsins. Hafnaði vaktstjórinn því alfarið. Var lögregla kölluð á staðinn en við athugun á uppgjörum fundust peningaseðlarnir ekki. Tekin var skýrsla af vakstjóranum og leitað á honum og í fataskáp hans sem og í bifreið. Peningaseðlarnir fundust ekki þar. Var vaktstjórinn rekinn vegna brota á trúnaðar- og starfsskyldum sínum og gruns um refsiverða háttsemi en í lögregluskýrslu kemur fram að hann hafi verið grunaður um að draga sér tvær milljónir í peningum. Var hann kærður til lögreglu en tveimur árum síðar var málið fellt niður af Lögreglustjóra af þeim ástæðum að ekki væri hægt að sjá af myndbandsupptökum að vaktstjórinn hefði slegið eign sinni á fjármuni staðarins og ennfremur að ekki sé með nokkru móti hægt að fullyrða að enginn annar starfsmaður á staðnum hafi ekki getað slegið eign sinni á fjármunina. Vaktstjórinn krafði hótelið um miskabætur vegna málsins. Komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu í gær að hótelinu bæri að greiða honum tvær milljónir vegna tilhæfulausrar brottvikningar úr starfi. Í dóminum kemur fram að þær sakir þær sakir sem forsvarsmenn hótelsins hafi borið á hann hafi falið í sér ólögmæta og stórfellda meingerð gegn persónu hans og æru og valdið honum miska. Þó hafnaði héraðsdómur þeirri kröfu mannsins að Hótel Marína bæri að greiað honum miskabætur vegna umfjöllun fjölmiðla um málið. Flugleiðahótel þarf að greiða manninum tvær milljónir í miskabætur, auk rúmlega milljón króna í laun sem hann ætti rétt á vegna fyrirvaralausrar uppsagnar. Þá þurfa flugleiðahótel að greiða tvær milljónir í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Tengdar fréttir Barþjónn grunaður um fjárdrátt Karlmaður hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir fjárdrátt en hann er grunaður um að hafa dregið sér háar fjárhæðir í starfi sínu sem barþjónn. 31. ágúst 2013 18:30 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Barþjónn grunaður um fjárdrátt Karlmaður hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir fjárdrátt en hann er grunaður um að hafa dregið sér háar fjárhæðir í starfi sínu sem barþjónn. 31. ágúst 2013 18:30