Starfsemi Hringrásar stöðvuð Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. desember 2016 13:02 Frá slökkvistarfi á vinnusvæði Hringrásar síðastliðinn þriðjudag. Vísir/Ernir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur stöðvað starfsemi endurvinnslustöðvarinnar Hringrásar í Reykjavíkur. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að í ljós kom að fyrirtækið brýtur gegn starfsleyfi með því að geyma of mikið efni á vinnusvæði sínu. RÚV greindi fyrst frá.Eldur kom upp í safnhaugi á iðnaðarsvæði Hringrásar síðastliðið þriðjudagskvöld og var það sjöundi bruninn á tuttugu árum á svæðinu.Sjá einnig: Vanir slökkvistarfi á athafnasvæðinu og gekk greiðlega að slökkva eldinnHeilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Slökkviliðið skoðuðu aðstæður á svæðinu í gær og komust að þeirri niðurstöðu að brotið væri gegn reglum með þvi að hafa meira af brotajárni og öðrum efnum en heimilt er. Í samtali við RÚV sagði Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, að gripið hafi verið til ráðstafana strax í morgun. „Við erum búin að tilkynna fyrirtækinu að því er óheimilt að taka viðfrekara efni eins og staðan er,“ segir Árný. Það þýði í raun aðstarfsemin sé stöðvuð, þótt fyrirtækinu sé heimilt að taka til og gangafrá á vinnusvæðinu sjálfu,” sagði Árný.Óæskileg staðsetningSlökkviliðismenn hafa frá árinu 2004 haldið því fram að starfsemi Hringrásar eigi að vera á öðrum stað. „Auðvitað fer alltaf ónot um mann þegar maður verður var við eldsútkall í Hringrás,“ sagði Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu á miðvikudag. „Þetta er auðvitað starfsemi sem verður að vera, en hún þarf þá líka að vera á einhverjum stað sem bæði rúmar starfsemina og væntanlega hennar þarfir. Jafnframt þá þýðir það að hún verði ekki áhættuvaldur í umhverfi sínu.“Sjá einnig:Vilja Hringrás burtHelsta ógnin við elda á athafnasvæði Hringrásar er í raun ekki eldurinn heldur reykurinn sem að stígur upp frá honum. Það eru íbúar í Laugarneshverfinu og forsvarsmenn fyrirtækja í kring ósáttir með. Í samtali við RÚV tekur Árný undir með því að staðsetning starfseminnar sé óheppileg en segir jafnframt að það sé ekki í höndum Heilbrigðiseftirlitsins að finna henni nýja staðsetningu. Tengdar fréttir Vilja Hringrás burt Mildi þótti að vindur var lítill og vindátt var hagstæð þegar eldur kom upp á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða í gærkvöldi. 30. nóvember 2016 20:31 Vanir slökkvistarfi á athafnasvæðinu og gekk greiðlega að slökkva eldinn Eldur kom upp í safnhaug á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum í kvöld. 30. nóvember 2016 00:01 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur stöðvað starfsemi endurvinnslustöðvarinnar Hringrásar í Reykjavíkur. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að í ljós kom að fyrirtækið brýtur gegn starfsleyfi með því að geyma of mikið efni á vinnusvæði sínu. RÚV greindi fyrst frá.Eldur kom upp í safnhaugi á iðnaðarsvæði Hringrásar síðastliðið þriðjudagskvöld og var það sjöundi bruninn á tuttugu árum á svæðinu.Sjá einnig: Vanir slökkvistarfi á athafnasvæðinu og gekk greiðlega að slökkva eldinnHeilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Slökkviliðið skoðuðu aðstæður á svæðinu í gær og komust að þeirri niðurstöðu að brotið væri gegn reglum með þvi að hafa meira af brotajárni og öðrum efnum en heimilt er. Í samtali við RÚV sagði Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, að gripið hafi verið til ráðstafana strax í morgun. „Við erum búin að tilkynna fyrirtækinu að því er óheimilt að taka viðfrekara efni eins og staðan er,“ segir Árný. Það þýði í raun aðstarfsemin sé stöðvuð, þótt fyrirtækinu sé heimilt að taka til og gangafrá á vinnusvæðinu sjálfu,” sagði Árný.Óæskileg staðsetningSlökkviliðismenn hafa frá árinu 2004 haldið því fram að starfsemi Hringrásar eigi að vera á öðrum stað. „Auðvitað fer alltaf ónot um mann þegar maður verður var við eldsútkall í Hringrás,“ sagði Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu á miðvikudag. „Þetta er auðvitað starfsemi sem verður að vera, en hún þarf þá líka að vera á einhverjum stað sem bæði rúmar starfsemina og væntanlega hennar þarfir. Jafnframt þá þýðir það að hún verði ekki áhættuvaldur í umhverfi sínu.“Sjá einnig:Vilja Hringrás burtHelsta ógnin við elda á athafnasvæði Hringrásar er í raun ekki eldurinn heldur reykurinn sem að stígur upp frá honum. Það eru íbúar í Laugarneshverfinu og forsvarsmenn fyrirtækja í kring ósáttir með. Í samtali við RÚV tekur Árný undir með því að staðsetning starfseminnar sé óheppileg en segir jafnframt að það sé ekki í höndum Heilbrigðiseftirlitsins að finna henni nýja staðsetningu.
Tengdar fréttir Vilja Hringrás burt Mildi þótti að vindur var lítill og vindátt var hagstæð þegar eldur kom upp á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða í gærkvöldi. 30. nóvember 2016 20:31 Vanir slökkvistarfi á athafnasvæðinu og gekk greiðlega að slökkva eldinn Eldur kom upp í safnhaug á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum í kvöld. 30. nóvember 2016 00:01 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Vilja Hringrás burt Mildi þótti að vindur var lítill og vindátt var hagstæð þegar eldur kom upp á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða í gærkvöldi. 30. nóvember 2016 20:31
Vanir slökkvistarfi á athafnasvæðinu og gekk greiðlega að slökkva eldinn Eldur kom upp í safnhaug á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum í kvöld. 30. nóvember 2016 00:01