Innlent

Segja upp leigusamningi Hringrásar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fyrirtækið fær frest til að flytja sig og ber að hreinsa lóðina eftir sig.
Fyrirtækið fær frest til að flytja sig og ber að hreinsa lóðina eftir sig. vísir/Anton Brink
Stjórn Faxaflóahafna samþykkti í morgun á fundi sínum að segja lóðaleigusamningi Hringrásar upp. Fyrirtækið fær frest til að flytja sig og ber að hreinsa lóðina eftir sig.

Frá þessu greinir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í vikulegum pistli sínum. Hringrás fær tuttugu daga frest til að koma við andmælum sínum við fyrirætlun Faxaflóahafna.

Að minnsta kosti þrír brunar hafa orðið frá árinu 2004 á athafnasvæði Hringrásar. Íbúar á Laugarnesinu eru margir hverjir ósáttir við að starfsemi Hringrásar sé enn til staðar við Klettagarða.

Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð eftir að í ljós kom að fyrirtækið braut gegn starfsleyfi með því að geyma of mikið af efni á vinnusvæði sínu en Hringrás sagði að vegna tafa á útskipun og uppfærslu á dekkjatætara hafi of mikið efni safnast saman á svæði fyrirtækisins. 


Tengdar fréttir

Starfsemi Hringrásar stöðvuð

Í ljós kom að fyrirtækið brýtur gegn starfsleyfi með því að geyma of mikið efni á vinnusvæði sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×