Þingmaður Pírata segir ófrávíkjanlega kröfu um utanþingsráðherra „absúrd“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2016 14:02 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata. Vísir/ernir Þó nokkur umræða hefur skapast á Pírataspjallinu á Facebook í dag í kjölfar þess að Fréttablaðið greindi frá því í morgun að þingflokkur Pírata hyggist slaka á kröfunni um utanþingsráðherra en í stefnu Pírata segir að flokkurinn skuli ekki eiga aðild að ríkisstjórn þar sem ráðherrar sitji jafnframt sem þingmenn. Mismikil ánægja virðist vera innan flokksins með þetta en á Pírataspjallinu blanda tveir þingmenn Pírata sér í umræður um málið, Björn Leví Gunnarsson annars vegar og Ásta Guðrún Helgadóttir hins vegar. Bæði leggja þau áherslu á það að ráðherrar Pírata í ríkisstjórn verði ekki einnig þingmenn en í svari sínu inni á spjallinu segir Ásta Guðrún að hún líti ekki á þessa stefnu sem stefnu heldur sem tilskipun til þingflokksins. Það eigi hún svolítið erfitt með.Allir í þingflokknum sammála um kosti þess að ráðherrar séu ekki líka þingmenn Þá spyr hún hvort sé skynsamlegra „að bakka aðeins með absúrd ófrávíkjanlega körfu og ná í reynd markmiðunum sem við viljum ná fram,“ eða „vera með óraunhæfa þvermóðsku sem myndi leiða til stjórnarkreppu:“ „Segið mér, hvort er þá skynsamlegra? Að bakka aðeins með absúrd ófrávíkjanlega kröfu og ná í reynd markmiðunum sem við viljum ná fram? Ef stefnan væri að við ættum að gera þingmönnum kleift að segja af sér þingmennsku tímabundið til þess geta gegnt ráðherradómi, þá væri þetta annað mál. Ef stefnan væri að breyta stjórnarskrá landsins á þann veg eins og lagt er til með frumvarpi stjórnlagaráðs, þá er það annað mál. Það er stefna - þarna er verið að stefna okkur þingmönnum að einhverju sem er til hins betra og ég styð það! En að setja það sem ófrávíkjanlega kröfu hitt og þetta annars förum við ekki í ríkisstjórn, er bara sorry stína, ekki stefna heldur tilskipun og ég á svolitið erfitt með það. Að því sögðu þá eru allir í þingflokknum sammála um kosti þess að hafa ráðherra sem sitja ekki á jafnframt á þingi. Við munum _stefna_ að því að það verði raunhæfur möguleiki í framtíðinni, bæði með breytingu á þingsköpum sem ætti að geta farið löðurmannlega í gegn, og einnig með nýrri stjórnarskrá. Ég tel það vera áhrifaríkari leið til þess að ná markmiði sem þessi umrædda stefna er í reynd að biðja um - að þingmenn gegni ekki jafnframt ráðherradómi, heldur en að vera með óraunhæfa þvermóðsku sem myndi leiða til stjórnarkreppu. Það þætti mér óábyrgt. Hinsvegar þá munu þingmenn Pírata segja af sér þingmennsku til þess að gegna ráðherradómi, komist samningaviðræður á það stig. Það tel ég vera anda stefnunnar, og það sem er raunhæft að stefna um þessi mál geti krafist af þingmönnum.“Krafan sé ekki í samræmi við stjórnskipun landsins Ásta Guðrún bendir jafnframt á að þessi ófrávíkjanlega krafa Pírata sé ekki í stjórnskipun landsins samkvæmt stjórnarskrá og að ekki séu heimildir til þess í lögum „að þingmenn segi af sér þingmennsku tímabundið og kalli inn varamann til að gegna ráðherrastöðu og c) hvað þá að setja þessar kröfur á aðra flokka þegar þeim ber engin lagaleg skylda til þess að fylgja þvi þegar við getum mögulega komist i ríkisstjorn, komið inn nýrri stjórnarskrá þar sem þetta væri SKYLDAÐ og í millitíðinni komið í gegn lögum sem heimila það að þingmenn segi af sér þingmennsku tímabundið til þess að gegna ráðherradómi og kalli inn varamann.“Þráðinn á Pírataspjallinu má lesa hér. Tengdar fréttir „Algjör dónaskapur við þjóðina að Samfylkingin fari í ríkisstjórn“ Stuðningsmenn núverandi stjórnarflokka engjast á hliðarlínunni og tjá vanlíðan sína á Facebook. 21. nóvember 2016 12:04 Slaka á kröfunni um utanþingsráðherra Þingflokkur Pírata vill að stefnu flokksins verði breytt svo þingmenn annarra flokka geti orðið ráðherrar í stjórn með Pírötum. Þeirra eigin ráðherrar verði þó ekki þingmenn samtímis. 21. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Þó nokkur umræða hefur skapast á Pírataspjallinu á Facebook í dag í kjölfar þess að Fréttablaðið greindi frá því í morgun að þingflokkur Pírata hyggist slaka á kröfunni um utanþingsráðherra en í stefnu Pírata segir að flokkurinn skuli ekki eiga aðild að ríkisstjórn þar sem ráðherrar sitji jafnframt sem þingmenn. Mismikil ánægja virðist vera innan flokksins með þetta en á Pírataspjallinu blanda tveir þingmenn Pírata sér í umræður um málið, Björn Leví Gunnarsson annars vegar og Ásta Guðrún Helgadóttir hins vegar. Bæði leggja þau áherslu á það að ráðherrar Pírata í ríkisstjórn verði ekki einnig þingmenn en í svari sínu inni á spjallinu segir Ásta Guðrún að hún líti ekki á þessa stefnu sem stefnu heldur sem tilskipun til þingflokksins. Það eigi hún svolítið erfitt með.Allir í þingflokknum sammála um kosti þess að ráðherrar séu ekki líka þingmenn Þá spyr hún hvort sé skynsamlegra „að bakka aðeins með absúrd ófrávíkjanlega körfu og ná í reynd markmiðunum sem við viljum ná fram,“ eða „vera með óraunhæfa þvermóðsku sem myndi leiða til stjórnarkreppu:“ „Segið mér, hvort er þá skynsamlegra? Að bakka aðeins með absúrd ófrávíkjanlega kröfu og ná í reynd markmiðunum sem við viljum ná fram? Ef stefnan væri að við ættum að gera þingmönnum kleift að segja af sér þingmennsku tímabundið til þess geta gegnt ráðherradómi, þá væri þetta annað mál. Ef stefnan væri að breyta stjórnarskrá landsins á þann veg eins og lagt er til með frumvarpi stjórnlagaráðs, þá er það annað mál. Það er stefna - þarna er verið að stefna okkur þingmönnum að einhverju sem er til hins betra og ég styð það! En að setja það sem ófrávíkjanlega kröfu hitt og þetta annars förum við ekki í ríkisstjórn, er bara sorry stína, ekki stefna heldur tilskipun og ég á svolitið erfitt með það. Að því sögðu þá eru allir í þingflokknum sammála um kosti þess að hafa ráðherra sem sitja ekki á jafnframt á þingi. Við munum _stefna_ að því að það verði raunhæfur möguleiki í framtíðinni, bæði með breytingu á þingsköpum sem ætti að geta farið löðurmannlega í gegn, og einnig með nýrri stjórnarskrá. Ég tel það vera áhrifaríkari leið til þess að ná markmiði sem þessi umrædda stefna er í reynd að biðja um - að þingmenn gegni ekki jafnframt ráðherradómi, heldur en að vera með óraunhæfa þvermóðsku sem myndi leiða til stjórnarkreppu. Það þætti mér óábyrgt. Hinsvegar þá munu þingmenn Pírata segja af sér þingmennsku til þess að gegna ráðherradómi, komist samningaviðræður á það stig. Það tel ég vera anda stefnunnar, og það sem er raunhæft að stefna um þessi mál geti krafist af þingmönnum.“Krafan sé ekki í samræmi við stjórnskipun landsins Ásta Guðrún bendir jafnframt á að þessi ófrávíkjanlega krafa Pírata sé ekki í stjórnskipun landsins samkvæmt stjórnarskrá og að ekki séu heimildir til þess í lögum „að þingmenn segi af sér þingmennsku tímabundið og kalli inn varamann til að gegna ráðherrastöðu og c) hvað þá að setja þessar kröfur á aðra flokka þegar þeim ber engin lagaleg skylda til þess að fylgja þvi þegar við getum mögulega komist i ríkisstjorn, komið inn nýrri stjórnarskrá þar sem þetta væri SKYLDAÐ og í millitíðinni komið í gegn lögum sem heimila það að þingmenn segi af sér þingmennsku tímabundið til þess að gegna ráðherradómi og kalli inn varamann.“Þráðinn á Pírataspjallinu má lesa hér.
Tengdar fréttir „Algjör dónaskapur við þjóðina að Samfylkingin fari í ríkisstjórn“ Stuðningsmenn núverandi stjórnarflokka engjast á hliðarlínunni og tjá vanlíðan sína á Facebook. 21. nóvember 2016 12:04 Slaka á kröfunni um utanþingsráðherra Þingflokkur Pírata vill að stefnu flokksins verði breytt svo þingmenn annarra flokka geti orðið ráðherrar í stjórn með Pírötum. Þeirra eigin ráðherrar verði þó ekki þingmenn samtímis. 21. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
„Algjör dónaskapur við þjóðina að Samfylkingin fari í ríkisstjórn“ Stuðningsmenn núverandi stjórnarflokka engjast á hliðarlínunni og tjá vanlíðan sína á Facebook. 21. nóvember 2016 12:04
Slaka á kröfunni um utanþingsráðherra Þingflokkur Pírata vill að stefnu flokksins verði breytt svo þingmenn annarra flokka geti orðið ráðherrar í stjórn með Pírötum. Þeirra eigin ráðherrar verði þó ekki þingmenn samtímis. 21. nóvember 2016 07:00