Sex íslenskar fjölskyldur hafa tekið að sér að fóstra fylgdarlaus flóttabörn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. nóvember 2016 20:00 Sex íslenskar fjölskyldur hafa tekið að sér að fóstra fylgdarlaus börn sem hafa fengið hæli á Íslandi. Félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu segir frábært hvað fjölskyldur á Íslandi hafi verið fljótar að svara kallinu og sýnt málinu mikinn áhuga. Það eru um fjörutíu íslenskar fjölskyldur sem hafa svarað kalli Barnaverndarstofu um að vista fylgdarlaus börn sem koma hingað til lands. Barnaverndarstofa auglýsti í febrúar eftir áhugasömu fólki sem væri tilbúið að fóstra barn á heimili sínu til lengri eða skemmri tíma. Í kjölfarið voru tveir drengir frá Afganistan fæddir árið 2000 og 2001 vistaðir hjá sitt hvorri íslensku fjölskyldunni. Á fyrstu 10 mánuðum ársins sóttu um 12 fylgdarlaus börn um hæli hér á landi. Barnaverndarstofa auglýsti á ný eftir fjölskyldum til að fóstra börnin í september. „Það voru tæplega 30 fjölskyldur sem komu á námskeið sem við héldum í október og byrjun nóvember. Nú eru tuttugu fjölskyldur sem hafa lýst áhuga á að koma á næsta námskeið sem við höldum þann 5. desember næstkomandi,“ segir Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu. Hún segir að það sé aldrei að vita hvort þörf verði fyrir allar fjölskyldurnar. Börn sem koma hingað hafa mismunandi þarfir. Þau hafa kannski sum hver ferðast hér um Evrópu í tvö þrjú ár þessvegna. Þau hafa orðið viðskila við fjölskyldurna á mismunandi tímum, jafnvel í heimalandinu eða einhverstaðar á leiðinni. Við viljum bara vera reiðubúin og hafa tilbúnar fjölskyldur,“ segir Steinunn. Nýlega hafa fjórir drengir sem fæddir eru árið 1999 verið vistaðir hjá fjölskyldum eða eru í aðlögunarferli fyrir vistun. Þessir drengir eru frá Afganistan, Írak, Kúrdistan og Albaníu. Auk þess dvelja þrír einstaklingar sem fengu hæli sem fylgdarlaus börn á árinu 2016 hjá ættingjum en lúta umsjá barnaverndarnefnda. Steinunn segir frábært að sjá hve mikinn áhuga fjölskyldur á Íslandi hafi sýnt þessu máli. „Þetta eru allskonar fjölskyldur sem er mjög mikilvægt af því að börnin sem koma til okkar eru með allskonar þarfir,“ segir Steinunn. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Sex íslenskar fjölskyldur hafa tekið að sér að fóstra fylgdarlaus börn sem hafa fengið hæli á Íslandi. Félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu segir frábært hvað fjölskyldur á Íslandi hafi verið fljótar að svara kallinu og sýnt málinu mikinn áhuga. Það eru um fjörutíu íslenskar fjölskyldur sem hafa svarað kalli Barnaverndarstofu um að vista fylgdarlaus börn sem koma hingað til lands. Barnaverndarstofa auglýsti í febrúar eftir áhugasömu fólki sem væri tilbúið að fóstra barn á heimili sínu til lengri eða skemmri tíma. Í kjölfarið voru tveir drengir frá Afganistan fæddir árið 2000 og 2001 vistaðir hjá sitt hvorri íslensku fjölskyldunni. Á fyrstu 10 mánuðum ársins sóttu um 12 fylgdarlaus börn um hæli hér á landi. Barnaverndarstofa auglýsti á ný eftir fjölskyldum til að fóstra börnin í september. „Það voru tæplega 30 fjölskyldur sem komu á námskeið sem við héldum í október og byrjun nóvember. Nú eru tuttugu fjölskyldur sem hafa lýst áhuga á að koma á næsta námskeið sem við höldum þann 5. desember næstkomandi,“ segir Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu. Hún segir að það sé aldrei að vita hvort þörf verði fyrir allar fjölskyldurnar. Börn sem koma hingað hafa mismunandi þarfir. Þau hafa kannski sum hver ferðast hér um Evrópu í tvö þrjú ár þessvegna. Þau hafa orðið viðskila við fjölskyldurna á mismunandi tímum, jafnvel í heimalandinu eða einhverstaðar á leiðinni. Við viljum bara vera reiðubúin og hafa tilbúnar fjölskyldur,“ segir Steinunn. Nýlega hafa fjórir drengir sem fæddir eru árið 1999 verið vistaðir hjá fjölskyldum eða eru í aðlögunarferli fyrir vistun. Þessir drengir eru frá Afganistan, Írak, Kúrdistan og Albaníu. Auk þess dvelja þrír einstaklingar sem fengu hæli sem fylgdarlaus börn á árinu 2016 hjá ættingjum en lúta umsjá barnaverndarnefnda. Steinunn segir frábært að sjá hve mikinn áhuga fjölskyldur á Íslandi hafi sýnt þessu máli. „Þetta eru allskonar fjölskyldur sem er mjög mikilvægt af því að börnin sem koma til okkar eru með allskonar þarfir,“ segir Steinunn.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira