Sveinbjörg Birna ósátt við skýrslu um fátækt Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Í skýrslu Rauða krossins kemur fram að staða Breiðholtsins hafi breyst til batnaðar að undanförnu en Sveinbjörgu finnst of dökk mynd dregin upp. vísir/eyþór „Mér finnst skýrslan ekki vera nægjanlega vel unnin,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, um nýja skýrslu Rauða krossins. Í skýrslunni, sem ber titilinn Fólkið í skugganum, er fjallað um fátækt í Reykjavík. Borgarráð Reykjavíkurborgar bókaði á fundi sínum á fimmtudag að setja þyrfti í sérstakan forgang aðgerðir til að stemma stigu við fátækt barna í borginni. Einnig að leita þurfi allra leiða til að bæta aðbúnað og kjör þeirra tekjulægstu, svo sem með lækkun gjalda, fjölgun úrræða og betri kynningu á þeirri þjónustu sem er í boði. Sveinbjörg Birna átti aðild að bókuninni en lagði jafnframt fram aðra bókun þar sem hún gagnrýnir skýrsluna. „Ég er eini borgarfulltrúinn sem býr í Breiðholtinu. Ég bý í Bakkaselinu og ég veit að þessi skýrsla kemur mjög illa við marga,“ segir hún.Sveinbjörg Birna SveinbjörnsdóttirVísir/valliSveinbjörg Birna gerir athugasemd við að í skýrslunni séu ekki skoðuð önnur hverfi en Breiðholt. „Þó svo að við vitum að það er mikið af félagslegum vandamálum í öðrum hverfum. Þau hafa verið að aukast að einhverju leyti. Alla vega í ákveðnum hverfum þar sem blöndunin er meiri,“ segir Sveinbjörg. Hún segir að fólk sem býr í Breiðholti upplifi sig almennt ekki fátækt eða í skugganum. „Ég vil ekki taka þátt í því að vera að aumingjavæða eitt hverfið,“ segir Sveinbjörg og tekur fram að skýrslan sé gildishlaðin. Hún gerir líka athugasemdir við meðferð heimilda í skýrslunni. „Tilvitnunarskráin er ekki vel unnin. Við hverja er verið að tala?“ spyr hún. Sveinbjörg segir að hún hefði viljað sjá skýrsluna sem vinnugagn og segir það ábyrgðarhluta að birta hana opinberlega. „En auðvitað tekur maður það til sín sem þarna stendur, eins og allt annað. Í öllum hverfum er fátækt í Reykjavík. Þau búa ekki bara í Breiðholtinu,“ segir hún. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Þjónusta við Breiðhyltinga til skoðunar hjá lögreglu Embættið sakað um að sinna útköllum í Fellahverfi seint og illa. 5. nóvember 2016 13:41 Félagslegar íbúðir dreifist víðar Ekki hefur tekist að vinda ofan af félagslegu leiguhúsnæði sem byggt var í Fellunum á sínum tíma. Stefna ætti að því að dreifa slíkum íbúðum um alla Reykjavík en ekki bara í Efra-Breiðholt að mati verkefnisstjóra. 7. nóvember 2016 07:00 Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
„Mér finnst skýrslan ekki vera nægjanlega vel unnin,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, um nýja skýrslu Rauða krossins. Í skýrslunni, sem ber titilinn Fólkið í skugganum, er fjallað um fátækt í Reykjavík. Borgarráð Reykjavíkurborgar bókaði á fundi sínum á fimmtudag að setja þyrfti í sérstakan forgang aðgerðir til að stemma stigu við fátækt barna í borginni. Einnig að leita þurfi allra leiða til að bæta aðbúnað og kjör þeirra tekjulægstu, svo sem með lækkun gjalda, fjölgun úrræða og betri kynningu á þeirri þjónustu sem er í boði. Sveinbjörg Birna átti aðild að bókuninni en lagði jafnframt fram aðra bókun þar sem hún gagnrýnir skýrsluna. „Ég er eini borgarfulltrúinn sem býr í Breiðholtinu. Ég bý í Bakkaselinu og ég veit að þessi skýrsla kemur mjög illa við marga,“ segir hún.Sveinbjörg Birna SveinbjörnsdóttirVísir/valliSveinbjörg Birna gerir athugasemd við að í skýrslunni séu ekki skoðuð önnur hverfi en Breiðholt. „Þó svo að við vitum að það er mikið af félagslegum vandamálum í öðrum hverfum. Þau hafa verið að aukast að einhverju leyti. Alla vega í ákveðnum hverfum þar sem blöndunin er meiri,“ segir Sveinbjörg. Hún segir að fólk sem býr í Breiðholti upplifi sig almennt ekki fátækt eða í skugganum. „Ég vil ekki taka þátt í því að vera að aumingjavæða eitt hverfið,“ segir Sveinbjörg og tekur fram að skýrslan sé gildishlaðin. Hún gerir líka athugasemdir við meðferð heimilda í skýrslunni. „Tilvitnunarskráin er ekki vel unnin. Við hverja er verið að tala?“ spyr hún. Sveinbjörg segir að hún hefði viljað sjá skýrsluna sem vinnugagn og segir það ábyrgðarhluta að birta hana opinberlega. „En auðvitað tekur maður það til sín sem þarna stendur, eins og allt annað. Í öllum hverfum er fátækt í Reykjavík. Þau búa ekki bara í Breiðholtinu,“ segir hún. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Þjónusta við Breiðhyltinga til skoðunar hjá lögreglu Embættið sakað um að sinna útköllum í Fellahverfi seint og illa. 5. nóvember 2016 13:41 Félagslegar íbúðir dreifist víðar Ekki hefur tekist að vinda ofan af félagslegu leiguhúsnæði sem byggt var í Fellunum á sínum tíma. Stefna ætti að því að dreifa slíkum íbúðum um alla Reykjavík en ekki bara í Efra-Breiðholt að mati verkefnisstjóra. 7. nóvember 2016 07:00 Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00
Þjónusta við Breiðhyltinga til skoðunar hjá lögreglu Embættið sakað um að sinna útköllum í Fellahverfi seint og illa. 5. nóvember 2016 13:41
Félagslegar íbúðir dreifist víðar Ekki hefur tekist að vinda ofan af félagslegu leiguhúsnæði sem byggt var í Fellunum á sínum tíma. Stefna ætti að því að dreifa slíkum íbúðum um alla Reykjavík en ekki bara í Efra-Breiðholt að mati verkefnisstjóra. 7. nóvember 2016 07:00
Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00