Sveinbjörg Birna ósátt við skýrslu um fátækt Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Í skýrslu Rauða krossins kemur fram að staða Breiðholtsins hafi breyst til batnaðar að undanförnu en Sveinbjörgu finnst of dökk mynd dregin upp. vísir/eyþór „Mér finnst skýrslan ekki vera nægjanlega vel unnin,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, um nýja skýrslu Rauða krossins. Í skýrslunni, sem ber titilinn Fólkið í skugganum, er fjallað um fátækt í Reykjavík. Borgarráð Reykjavíkurborgar bókaði á fundi sínum á fimmtudag að setja þyrfti í sérstakan forgang aðgerðir til að stemma stigu við fátækt barna í borginni. Einnig að leita þurfi allra leiða til að bæta aðbúnað og kjör þeirra tekjulægstu, svo sem með lækkun gjalda, fjölgun úrræða og betri kynningu á þeirri þjónustu sem er í boði. Sveinbjörg Birna átti aðild að bókuninni en lagði jafnframt fram aðra bókun þar sem hún gagnrýnir skýrsluna. „Ég er eini borgarfulltrúinn sem býr í Breiðholtinu. Ég bý í Bakkaselinu og ég veit að þessi skýrsla kemur mjög illa við marga,“ segir hún.Sveinbjörg Birna SveinbjörnsdóttirVísir/valliSveinbjörg Birna gerir athugasemd við að í skýrslunni séu ekki skoðuð önnur hverfi en Breiðholt. „Þó svo að við vitum að það er mikið af félagslegum vandamálum í öðrum hverfum. Þau hafa verið að aukast að einhverju leyti. Alla vega í ákveðnum hverfum þar sem blöndunin er meiri,“ segir Sveinbjörg. Hún segir að fólk sem býr í Breiðholti upplifi sig almennt ekki fátækt eða í skugganum. „Ég vil ekki taka þátt í því að vera að aumingjavæða eitt hverfið,“ segir Sveinbjörg og tekur fram að skýrslan sé gildishlaðin. Hún gerir líka athugasemdir við meðferð heimilda í skýrslunni. „Tilvitnunarskráin er ekki vel unnin. Við hverja er verið að tala?“ spyr hún. Sveinbjörg segir að hún hefði viljað sjá skýrsluna sem vinnugagn og segir það ábyrgðarhluta að birta hana opinberlega. „En auðvitað tekur maður það til sín sem þarna stendur, eins og allt annað. Í öllum hverfum er fátækt í Reykjavík. Þau búa ekki bara í Breiðholtinu,“ segir hún. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Þjónusta við Breiðhyltinga til skoðunar hjá lögreglu Embættið sakað um að sinna útköllum í Fellahverfi seint og illa. 5. nóvember 2016 13:41 Félagslegar íbúðir dreifist víðar Ekki hefur tekist að vinda ofan af félagslegu leiguhúsnæði sem byggt var í Fellunum á sínum tíma. Stefna ætti að því að dreifa slíkum íbúðum um alla Reykjavík en ekki bara í Efra-Breiðholt að mati verkefnisstjóra. 7. nóvember 2016 07:00 Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Mér finnst skýrslan ekki vera nægjanlega vel unnin,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, um nýja skýrslu Rauða krossins. Í skýrslunni, sem ber titilinn Fólkið í skugganum, er fjallað um fátækt í Reykjavík. Borgarráð Reykjavíkurborgar bókaði á fundi sínum á fimmtudag að setja þyrfti í sérstakan forgang aðgerðir til að stemma stigu við fátækt barna í borginni. Einnig að leita þurfi allra leiða til að bæta aðbúnað og kjör þeirra tekjulægstu, svo sem með lækkun gjalda, fjölgun úrræða og betri kynningu á þeirri þjónustu sem er í boði. Sveinbjörg Birna átti aðild að bókuninni en lagði jafnframt fram aðra bókun þar sem hún gagnrýnir skýrsluna. „Ég er eini borgarfulltrúinn sem býr í Breiðholtinu. Ég bý í Bakkaselinu og ég veit að þessi skýrsla kemur mjög illa við marga,“ segir hún.Sveinbjörg Birna SveinbjörnsdóttirVísir/valliSveinbjörg Birna gerir athugasemd við að í skýrslunni séu ekki skoðuð önnur hverfi en Breiðholt. „Þó svo að við vitum að það er mikið af félagslegum vandamálum í öðrum hverfum. Þau hafa verið að aukast að einhverju leyti. Alla vega í ákveðnum hverfum þar sem blöndunin er meiri,“ segir Sveinbjörg. Hún segir að fólk sem býr í Breiðholti upplifi sig almennt ekki fátækt eða í skugganum. „Ég vil ekki taka þátt í því að vera að aumingjavæða eitt hverfið,“ segir Sveinbjörg og tekur fram að skýrslan sé gildishlaðin. Hún gerir líka athugasemdir við meðferð heimilda í skýrslunni. „Tilvitnunarskráin er ekki vel unnin. Við hverja er verið að tala?“ spyr hún. Sveinbjörg segir að hún hefði viljað sjá skýrsluna sem vinnugagn og segir það ábyrgðarhluta að birta hana opinberlega. „En auðvitað tekur maður það til sín sem þarna stendur, eins og allt annað. Í öllum hverfum er fátækt í Reykjavík. Þau búa ekki bara í Breiðholtinu,“ segir hún. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Þjónusta við Breiðhyltinga til skoðunar hjá lögreglu Embættið sakað um að sinna útköllum í Fellahverfi seint og illa. 5. nóvember 2016 13:41 Félagslegar íbúðir dreifist víðar Ekki hefur tekist að vinda ofan af félagslegu leiguhúsnæði sem byggt var í Fellunum á sínum tíma. Stefna ætti að því að dreifa slíkum íbúðum um alla Reykjavík en ekki bara í Efra-Breiðholt að mati verkefnisstjóra. 7. nóvember 2016 07:00 Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00
Þjónusta við Breiðhyltinga til skoðunar hjá lögreglu Embættið sakað um að sinna útköllum í Fellahverfi seint og illa. 5. nóvember 2016 13:41
Félagslegar íbúðir dreifist víðar Ekki hefur tekist að vinda ofan af félagslegu leiguhúsnæði sem byggt var í Fellunum á sínum tíma. Stefna ætti að því að dreifa slíkum íbúðum um alla Reykjavík en ekki bara í Efra-Breiðholt að mati verkefnisstjóra. 7. nóvember 2016 07:00
Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00