Gríðarlegt álag á starfsmönnum Útlendingastofnunar: Rúmlega 180 hælisumsóknir hafa borist í nóvember Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. nóvember 2016 19:30 Rúmlega 180 manns hafa sótt um hæli hér á landi í nóvember en síðast í gær komu 43 til landsins og sóttu um hæli. Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir gríðarlegt álag á starfsmönnum stofnunarinnar. Þá eru búsetuúrræði öll yfirfull en gerður hefur verið samningur um leigu á gamla Herkastalanum. „Þetta færir heildartöluna okkar yfir árið í 940 umsóknir eins og staðan er í dag,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Stofnunin sjái tölurnar alltaf hækka á milli mánaða en í október var heildarfjöldi umsókna um 200. Október var stærri en september og nóvember verði stærri en október. Felstir hælisleitendur koma á miðvikudögum og sunnudögum og hefur Útlendingastofnun tengt þá þróun við ákveðnar flugleiðir frá vestur-Balkanríkjunum en um 86% þeirra sem hafa sótt um hæli í nóvember koma þaðan. Árið 2015 störfuðu 38 manns hjá Útlendingastofnun en í dag starfa þar um 70 manns. Hins vegar hefur á sama tíma fjöldi umsókna um vernd tæplega þrefaldast. „Það er gríðarlega mikið álag á okkar starfsfólki þessa dagana og þetta er búið að vera mjög erfitt tímabil fyrir okkur. Það sem er verst í þessu er að þetta hefur áhrif á þá þjónustu sem við getum veitt þeim einstaklingum sem til okkar leita. Þjónustustigið hjá okkur er lækkandi eins og staðan er í dag,“ segir Þorsteinn. Þá eru öll búsetuúrræði Útlendingastofnunar yfirfull og reynir stofnunin eftir fremsta megni að útvega meira húsnæði. Á næstu dögum munu til að mynda um 100 hælisleitendur flytja inn í gamla Herkastalann í miðbæ Reykjavíkur. Það er fleiri að vinna að þessum málum en á dögunum ákvað ungmennahópur Rauða krossins í Reykjavík og Ungmennaráð Barnaheilla að slá til og hefja leikfangasöfnun fyrir börn í hælisleit. Talsvert mikið af fólki hefur gefið leikföng. Söfnunin heldur áfram á morgun og á næstu dögum verði lögföngunum raðað í pakka og þeim dreift til barnanna. Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Rúmlega 180 manns hafa sótt um hæli hér á landi í nóvember en síðast í gær komu 43 til landsins og sóttu um hæli. Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir gríðarlegt álag á starfsmönnum stofnunarinnar. Þá eru búsetuúrræði öll yfirfull en gerður hefur verið samningur um leigu á gamla Herkastalanum. „Þetta færir heildartöluna okkar yfir árið í 940 umsóknir eins og staðan er í dag,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Stofnunin sjái tölurnar alltaf hækka á milli mánaða en í október var heildarfjöldi umsókna um 200. Október var stærri en september og nóvember verði stærri en október. Felstir hælisleitendur koma á miðvikudögum og sunnudögum og hefur Útlendingastofnun tengt þá þróun við ákveðnar flugleiðir frá vestur-Balkanríkjunum en um 86% þeirra sem hafa sótt um hæli í nóvember koma þaðan. Árið 2015 störfuðu 38 manns hjá Útlendingastofnun en í dag starfa þar um 70 manns. Hins vegar hefur á sama tíma fjöldi umsókna um vernd tæplega þrefaldast. „Það er gríðarlega mikið álag á okkar starfsfólki þessa dagana og þetta er búið að vera mjög erfitt tímabil fyrir okkur. Það sem er verst í þessu er að þetta hefur áhrif á þá þjónustu sem við getum veitt þeim einstaklingum sem til okkar leita. Þjónustustigið hjá okkur er lækkandi eins og staðan er í dag,“ segir Þorsteinn. Þá eru öll búsetuúrræði Útlendingastofnunar yfirfull og reynir stofnunin eftir fremsta megni að útvega meira húsnæði. Á næstu dögum munu til að mynda um 100 hælisleitendur flytja inn í gamla Herkastalann í miðbæ Reykjavíkur. Það er fleiri að vinna að þessum málum en á dögunum ákvað ungmennahópur Rauða krossins í Reykjavík og Ungmennaráð Barnaheilla að slá til og hefja leikfangasöfnun fyrir börn í hælisleit. Talsvert mikið af fólki hefur gefið leikföng. Söfnunin heldur áfram á morgun og á næstu dögum verði lögföngunum raðað í pakka og þeim dreift til barnanna.
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira