Aukin áhersla á heimalestur skilar árangri Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. nóvember 2016 19:30 Börn í Öldutúnsskóla. MYND/Sigurjón Lestrarkunnáttu barna hefur fleygt fram í Hafnarfirði eftir að ráðist var í sérstakt átak í bænum til að efla læsi. Meðal annars er nú lögð áhersla á að börn lesi heima á hverjum degi, allan grunnskólann, í stað þess að gera það bara fyrstu árin. Ráðist var í verkefnið árið 2013. Meðal annars vegna þess að próf sýndu að íslenskum börnum gengi á þeim tíma ekki nógu vel að lesa. Einnig vegna þess að talmeinafræðingar í bænum voru að greina vanda hjá börnum strax á leikskólaaldri og töldu nauðsynlegt að aðstoða börnin sem fyrst. Meðal þeirra breytinga sem gerðar voru var að leggja meiri áherslu á heimalestur „Heimalestur hefur alltaf verið hérna ríkjandi. Sérstaklega á fyrstu árum grunnskólans. Það má segja kannski að oft á tíðum á miðstigi þá dró úr áherslu á lestur og menn fóru að veita öðrum hlutum meiri athygli. Það sem hefur kannski breyst er að nú erum við að fá, í samvinnu við heimilin, börn til þess að lesa á hverjum degi allan grunnskólann,“ segir Helgi Gíslason sérkennslufulltrúi grunnskóla á skrifstofu fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar. Þá er lögð áhersla á að byrjað sé í leikskólum að finna hvaða börn gætu þurft á aðstoð að halda og hefja undirbúning að lestrarkennslunni þar. „Þar finnum við þau auðvitað strax þau sem eiga í erfiðleikum og byrjum að vinna strax með þeim. Þannig að þetta er algjörlega undirstaðan fyrir læsi að vinna strax með hljóðkerfisvitundina,“ segir Þórdís Helga Ólafsdóttir verkefnisstjóri yfir bættum námsárangri hjá Hafnarfjarðarbæ. Átakið virðist vera að skila árangri. „Í 5. – 10. bekk þá mældum við síðastliðinn vetur þrisvar sinnum árangur í raddlestri, eða leshraða, og það ánægjulega gerist að frá september og til vors þá fækkar nemendum með slaka færni um helming. Það fækkar um helming í þeim hópi og nemendur með góða færni þeim fjölgar um helming. Þannig að ef að þetta er ekki góður árangur þá veit ég ekki hvað og er auðvitað þakkarvert hvernig að skólafólkið og foreldrar hafa í sameiningu, og svo nemendur sjálfir, náð þessum góða árangri,“ segir Helgi. Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira
Lestrarkunnáttu barna hefur fleygt fram í Hafnarfirði eftir að ráðist var í sérstakt átak í bænum til að efla læsi. Meðal annars er nú lögð áhersla á að börn lesi heima á hverjum degi, allan grunnskólann, í stað þess að gera það bara fyrstu árin. Ráðist var í verkefnið árið 2013. Meðal annars vegna þess að próf sýndu að íslenskum börnum gengi á þeim tíma ekki nógu vel að lesa. Einnig vegna þess að talmeinafræðingar í bænum voru að greina vanda hjá börnum strax á leikskólaaldri og töldu nauðsynlegt að aðstoða börnin sem fyrst. Meðal þeirra breytinga sem gerðar voru var að leggja meiri áherslu á heimalestur „Heimalestur hefur alltaf verið hérna ríkjandi. Sérstaklega á fyrstu árum grunnskólans. Það má segja kannski að oft á tíðum á miðstigi þá dró úr áherslu á lestur og menn fóru að veita öðrum hlutum meiri athygli. Það sem hefur kannski breyst er að nú erum við að fá, í samvinnu við heimilin, börn til þess að lesa á hverjum degi allan grunnskólann,“ segir Helgi Gíslason sérkennslufulltrúi grunnskóla á skrifstofu fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar. Þá er lögð áhersla á að byrjað sé í leikskólum að finna hvaða börn gætu þurft á aðstoð að halda og hefja undirbúning að lestrarkennslunni þar. „Þar finnum við þau auðvitað strax þau sem eiga í erfiðleikum og byrjum að vinna strax með þeim. Þannig að þetta er algjörlega undirstaðan fyrir læsi að vinna strax með hljóðkerfisvitundina,“ segir Þórdís Helga Ólafsdóttir verkefnisstjóri yfir bættum námsárangri hjá Hafnarfjarðarbæ. Átakið virðist vera að skila árangri. „Í 5. – 10. bekk þá mældum við síðastliðinn vetur þrisvar sinnum árangur í raddlestri, eða leshraða, og það ánægjulega gerist að frá september og til vors þá fækkar nemendum með slaka færni um helming. Það fækkar um helming í þeim hópi og nemendur með góða færni þeim fjölgar um helming. Þannig að ef að þetta er ekki góður árangur þá veit ég ekki hvað og er auðvitað þakkarvert hvernig að skólafólkið og foreldrar hafa í sameiningu, og svo nemendur sjálfir, náð þessum góða árangri,“ segir Helgi.
Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira