„Þrælmögnuð kona“ elti ökuníðing í Ártúnsbrekku uppi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2016 09:15 Suzuki Vitara jepplingurinn sem mennirnir óku á í Súðavogi á flótta undan konunni. Vísir/Anton Brink Óhætt er að segja að kona nokkur hafi gripið til sinna eigin ráða þegar ekið var aftan á bíl hennar á leiðinni niður Ártúnsbrekku seinnipart sunnudags. Sá sem ók aftan á konuna stöðvaði ekki bílinn heldur flúði af vettvangi. Konan lét ekki bjóða sér það og veitti honum eftirför niður Ártúnsbrekkuna. Áður en yfir lauk hafði hún haft uppi á mönnunum, sem höfðu ekið aftan á kyrrstæðan bíl og reif hún af þeim bjórglas og gerði lögreglu viðvart. Gunnar M. Zóphaníasson, sem rekur bifreiðaverkstæðið Tengsli í Súðavogi, segir konuna þrælmagnaða. Gunnar hafði skroppið í Hringrás í Klettagörðum þegar hann fékk símtal frá kollega sínum á verkstæðinu. Tilefnið var að ekið hafði verið á kyrrstæðan Suzuki Vitara jeppling sem var í viðgerð á verkstæðinu en hafði verið færður út á plan. „Þegar við komum til baka var hér lögreglan og konan,“ segir Gunnar sem var svo vinsamlegur að útskýra fyrir blaðamanni hvað gerst hafði. „Þegar þeir verða varir við hana stekkur bílstjórinn út úr bílnum og hleypur upp Súðavoginn,“ segir Gunnar. Hinn stökk inn í bílinn aftur og ók á brott. Vísir/Anton Brink Tók á rás þegar konan mætti Konan hafði veitt ökumanninum sem ók aftan á bíl hennar eftirför niður Ártúnsbrekkuna en misst sjónar af bílnum. Hún kom hins vegar að honum í Súðavogi og voru þar ökumaður og farþegi við bílinn sem hafði verið ekið á fyrrnefndan Suszuki Vitara jeppling á verkstæðinu. „Þegar þeir verða varir við hana stekkur bílstjórinn út úr bílnum og hleypur upp Súðavoginn,“ segir Gunnar. Hinn stökk inn í bílinn aftur og ók á brott. Samkvæmt heimildum Vísis náði konan að taka bjórglas af mönnunum áður en þeir hurfu á brott. Mun tilgangurinn hafa verið að ná fingraförum. Þá náði hún númerinu á bílnum og gat upplýst lögreglumenn um það þegar þeir mættu á vettvang.Þurfum fleiri svona! „Þetta var þrælmögnuð kona, stórglæsileg á miðjum aldri,“ segir Gunnar og greinilega ánægður með hvernig hún tók málin í sínar eigin hendur. „Hún er íslenskur víkingur. Við þurfum fleiri svona!“ Bíllinn sem var í viðgerð á verkstæðinu var nokkuð skemmdur fyrir en ekki bætti áreksturinn ástand hans. Bíllinn hafði verið á verkstæðinu innandyra en færður út á meðan verið var að færa hluti til á verkstæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði lögreglan samband við eiganda bílsins sem kom af fjöllum. Flest bendir til þess að sonur hans hafi tekið bílinn í leyfisleysi. Málið er í eðlilegum farvegi hjá lögreglunni. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Óhætt er að segja að kona nokkur hafi gripið til sinna eigin ráða þegar ekið var aftan á bíl hennar á leiðinni niður Ártúnsbrekku seinnipart sunnudags. Sá sem ók aftan á konuna stöðvaði ekki bílinn heldur flúði af vettvangi. Konan lét ekki bjóða sér það og veitti honum eftirför niður Ártúnsbrekkuna. Áður en yfir lauk hafði hún haft uppi á mönnunum, sem höfðu ekið aftan á kyrrstæðan bíl og reif hún af þeim bjórglas og gerði lögreglu viðvart. Gunnar M. Zóphaníasson, sem rekur bifreiðaverkstæðið Tengsli í Súðavogi, segir konuna þrælmagnaða. Gunnar hafði skroppið í Hringrás í Klettagörðum þegar hann fékk símtal frá kollega sínum á verkstæðinu. Tilefnið var að ekið hafði verið á kyrrstæðan Suzuki Vitara jeppling sem var í viðgerð á verkstæðinu en hafði verið færður út á plan. „Þegar við komum til baka var hér lögreglan og konan,“ segir Gunnar sem var svo vinsamlegur að útskýra fyrir blaðamanni hvað gerst hafði. „Þegar þeir verða varir við hana stekkur bílstjórinn út úr bílnum og hleypur upp Súðavoginn,“ segir Gunnar. Hinn stökk inn í bílinn aftur og ók á brott. Vísir/Anton Brink Tók á rás þegar konan mætti Konan hafði veitt ökumanninum sem ók aftan á bíl hennar eftirför niður Ártúnsbrekkuna en misst sjónar af bílnum. Hún kom hins vegar að honum í Súðavogi og voru þar ökumaður og farþegi við bílinn sem hafði verið ekið á fyrrnefndan Suszuki Vitara jeppling á verkstæðinu. „Þegar þeir verða varir við hana stekkur bílstjórinn út úr bílnum og hleypur upp Súðavoginn,“ segir Gunnar. Hinn stökk inn í bílinn aftur og ók á brott. Samkvæmt heimildum Vísis náði konan að taka bjórglas af mönnunum áður en þeir hurfu á brott. Mun tilgangurinn hafa verið að ná fingraförum. Þá náði hún númerinu á bílnum og gat upplýst lögreglumenn um það þegar þeir mættu á vettvang.Þurfum fleiri svona! „Þetta var þrælmögnuð kona, stórglæsileg á miðjum aldri,“ segir Gunnar og greinilega ánægður með hvernig hún tók málin í sínar eigin hendur. „Hún er íslenskur víkingur. Við þurfum fleiri svona!“ Bíllinn sem var í viðgerð á verkstæðinu var nokkuð skemmdur fyrir en ekki bætti áreksturinn ástand hans. Bíllinn hafði verið á verkstæðinu innandyra en færður út á meðan verið var að færa hluti til á verkstæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði lögreglan samband við eiganda bílsins sem kom af fjöllum. Flest bendir til þess að sonur hans hafi tekið bílinn í leyfisleysi. Málið er í eðlilegum farvegi hjá lögreglunni.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira