Sigríður Ingibjörg tæmir skrifstofuna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. nóvember 2016 19:00 Fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar viðurkennir að þjóðin hafi hafnað flokknum með afgerandi hætti öðru sinni í nýliðnum alþingiskosningum. Erfitt hefur gengið að ná í aðra fráfarandi þingmenn flokksins sem annað hvort neita að tjá sig eða láta ekki ná í sig vegna úrslitanna. Niðurstöður kosninganna um helgina bitnuðu einna harðast á Samfylkingunni sem galt afroð og missti 6 þingsæti en margir reyndir þingmenn flokksins hverfa á braut og vangaveltur eru uppi um hvort Samfylkingin sé einfaldlega að hverfa. Vika er langur tími í pólitík og hlutirnir gerast hratt og var Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar mætt í dag á skrifstofu sína á alþingi til þess að tæma skrifstofu sína og skila tölvu sem hún hafði til afnota.Þrír dagar frá kosningum. Hlutirnir gerast hratt. Þú ert strax komin á skrifstofuna til að pakka...„Já nú er bara...það kom mér á óvar að sjö og hálf árs starf, að maður er bara fljótur að ganga frá því,“ sagðir Sigríður Ingibjörg, fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar.Hvað tekur við?„Ég veit það ekki. Nú er ég bara að líta í kringum mig og velta fyrir mér hvað lífið býður upp á,“ sagði Sigríður Ingibjörg. Miklar breytingar hafa orðið hjá Samfylkingunni frá því úrslit kosninganna lágu fyrir en í gær sagði formaður flokksins Oddný G. Harðardóttir af sér og axlaði þannig ábyrgð á gengi flokksins í kosningunum. Hún er eini flokksmaðurinn sem heldur áfram á þingi en flokkurinn náði einungis þremur þingsætum. Hinir tveir sem náðu kjöri koma nýir á þing. „Ég held að...Samfylkingin heldur bara áfram en ég ætlaði nú að geyma allar frekari yfirlýsingar um það þangað til ég er búin að stofna félag áhugafólks um vanda Samfylkingarinnar sem verður fjölmennur og líflegur söfnuður. Þjóðin var að hafna Samfylkingunni örðu sinni með mjög afgerandi hætti og það er úr þeim skilaboðum sem við þurfum að vinna,“ sagði Sigríður Ingibjörg. Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður flokksins og fráfarandi þingmaður neitaði að tjá sig um breytingarnar og sviptingarnar innan Samfylkingarinnar við fréttastofu í dag og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist hvorki í Össur Skarphéðinsson og Helga Hjörvar sem einnig misstu sín þingsæti.Er flokkurinn horfinn?„Fólk bregst við með mismunandi hætti og ég held að allir hafi rétt á því að tala eða tala ekki við fjölmiðla ef svo sýnist,“ sagði Sigríður Ingibjörg. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar viðurkennir að þjóðin hafi hafnað flokknum með afgerandi hætti öðru sinni í nýliðnum alþingiskosningum. Erfitt hefur gengið að ná í aðra fráfarandi þingmenn flokksins sem annað hvort neita að tjá sig eða láta ekki ná í sig vegna úrslitanna. Niðurstöður kosninganna um helgina bitnuðu einna harðast á Samfylkingunni sem galt afroð og missti 6 þingsæti en margir reyndir þingmenn flokksins hverfa á braut og vangaveltur eru uppi um hvort Samfylkingin sé einfaldlega að hverfa. Vika er langur tími í pólitík og hlutirnir gerast hratt og var Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar mætt í dag á skrifstofu sína á alþingi til þess að tæma skrifstofu sína og skila tölvu sem hún hafði til afnota.Þrír dagar frá kosningum. Hlutirnir gerast hratt. Þú ert strax komin á skrifstofuna til að pakka...„Já nú er bara...það kom mér á óvar að sjö og hálf árs starf, að maður er bara fljótur að ganga frá því,“ sagðir Sigríður Ingibjörg, fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar.Hvað tekur við?„Ég veit það ekki. Nú er ég bara að líta í kringum mig og velta fyrir mér hvað lífið býður upp á,“ sagði Sigríður Ingibjörg. Miklar breytingar hafa orðið hjá Samfylkingunni frá því úrslit kosninganna lágu fyrir en í gær sagði formaður flokksins Oddný G. Harðardóttir af sér og axlaði þannig ábyrgð á gengi flokksins í kosningunum. Hún er eini flokksmaðurinn sem heldur áfram á þingi en flokkurinn náði einungis þremur þingsætum. Hinir tveir sem náðu kjöri koma nýir á þing. „Ég held að...Samfylkingin heldur bara áfram en ég ætlaði nú að geyma allar frekari yfirlýsingar um það þangað til ég er búin að stofna félag áhugafólks um vanda Samfylkingarinnar sem verður fjölmennur og líflegur söfnuður. Þjóðin var að hafna Samfylkingunni örðu sinni með mjög afgerandi hætti og það er úr þeim skilaboðum sem við þurfum að vinna,“ sagði Sigríður Ingibjörg. Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður flokksins og fráfarandi þingmaður neitaði að tjá sig um breytingarnar og sviptingarnar innan Samfylkingarinnar við fréttastofu í dag og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist hvorki í Össur Skarphéðinsson og Helga Hjörvar sem einnig misstu sín þingsæti.Er flokkurinn horfinn?„Fólk bregst við með mismunandi hætti og ég held að allir hafi rétt á því að tala eða tala ekki við fjölmiðla ef svo sýnist,“ sagði Sigríður Ingibjörg.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira