Blússandi framkvæmdir framundan í borginni Una Sighvatsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 20:00 Eftir margra ára kreppu í fjárhag Reykjavíkur boðar borgarstjórnin bjartari tíð með viðsnúningi í rekstrinum. Frumvarp til fjárhagsáætlunar 2017 var kynnt í dag með afgangi, án þess þó að hækka skatta. Gert er ráð fyrir að 1,8 milljarða króna afgangur verði af rekstri A-hluta borgarsjóðs á næsta ári. Þetta er algjör viðsnúningur frá síðasta ári þegar reksturinn var neikvæður um 13,6 milljarða. Þá gerir meirihlutinn í borgarstjórn ráð fyrir stigbatnandi afkomu samstæðu Reykjavíkurborgar næstu fimm árin, með 15,6 milljarða afgangi á næsta ári miðað við fimm milljarða halla í fyrra.Skorið inn að beini eftir hrunið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að svigrúmið sem hafi tekið að myndast um mitt þetta ár verði áfram nýtt til að efla skólastarf, velferð og grunnþjónustu. „Hlutir eins og viðhald fasteigna, skóla og leikskóla, malbikið á götum borgarinnar, þetta eru hlutir sem voru skornir alveg inn að beini í kjölfar hrunsins og þar erum við líka í skuld," segir Dagur. „Við áttum okkur alveg á því að það eru miklar óskir um meira. Og vonandi, ef okkur tekst að halda áfram á sömu braut, getum við orðið við þeim í áföngum á næstu árum."Mikið framkvæmdaár framundan Með lækkandi skuldahlutfalli á næsta ári fullyrðir meirihlutinn að fjárhagur borgarinnar sé traustur. „En það er vegna þess að við höfum náð þessum rekstrarárangri og við megum ekki slaka á klónni.“ segir Dagur. „Það er ekki komið neitt góðæri hjá sveitarfélögunum, þó að ytri skilyrði séu að mörgu leyti góð. Afkoman næstu ár verður studd með tekjum af söluhagnaði og sölu byggingarréttar. Meirihlutinn telur mikið sóknarfæri í rekstrinum og framundan er metár í byggingu íbúða. „Auk þess sem við erum aðvitað að fylgja eftir uppbyggingunni í borginni. Öll þessi hverfi sem verið er að byggja upp og atvinnusvæði, þar komum við og gerum götur, gangstéttar og hjólastíga og svo framvegis. Þannig að þetta verða mikil fjárfestinga- og framkvæmdaár í borginni, enda er Reykjavík í örum vexti.“ Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Eftir margra ára kreppu í fjárhag Reykjavíkur boðar borgarstjórnin bjartari tíð með viðsnúningi í rekstrinum. Frumvarp til fjárhagsáætlunar 2017 var kynnt í dag með afgangi, án þess þó að hækka skatta. Gert er ráð fyrir að 1,8 milljarða króna afgangur verði af rekstri A-hluta borgarsjóðs á næsta ári. Þetta er algjör viðsnúningur frá síðasta ári þegar reksturinn var neikvæður um 13,6 milljarða. Þá gerir meirihlutinn í borgarstjórn ráð fyrir stigbatnandi afkomu samstæðu Reykjavíkurborgar næstu fimm árin, með 15,6 milljarða afgangi á næsta ári miðað við fimm milljarða halla í fyrra.Skorið inn að beini eftir hrunið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að svigrúmið sem hafi tekið að myndast um mitt þetta ár verði áfram nýtt til að efla skólastarf, velferð og grunnþjónustu. „Hlutir eins og viðhald fasteigna, skóla og leikskóla, malbikið á götum borgarinnar, þetta eru hlutir sem voru skornir alveg inn að beini í kjölfar hrunsins og þar erum við líka í skuld," segir Dagur. „Við áttum okkur alveg á því að það eru miklar óskir um meira. Og vonandi, ef okkur tekst að halda áfram á sömu braut, getum við orðið við þeim í áföngum á næstu árum."Mikið framkvæmdaár framundan Með lækkandi skuldahlutfalli á næsta ári fullyrðir meirihlutinn að fjárhagur borgarinnar sé traustur. „En það er vegna þess að við höfum náð þessum rekstrarárangri og við megum ekki slaka á klónni.“ segir Dagur. „Það er ekki komið neitt góðæri hjá sveitarfélögunum, þó að ytri skilyrði séu að mörgu leyti góð. Afkoman næstu ár verður studd með tekjum af söluhagnaði og sölu byggingarréttar. Meirihlutinn telur mikið sóknarfæri í rekstrinum og framundan er metár í byggingu íbúða. „Auk þess sem við erum aðvitað að fylgja eftir uppbyggingunni í borginni. Öll þessi hverfi sem verið er að byggja upp og atvinnusvæði, þar komum við og gerum götur, gangstéttar og hjólastíga og svo framvegis. Þannig að þetta verða mikil fjárfestinga- og framkvæmdaár í borginni, enda er Reykjavík í örum vexti.“
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira